Síða 1 af 1
SSD vesen ;)
Sent: Fim 01. Sep 2011 22:54
af quzo
Ég er með Ocz Vortex 2 90gb disk
Málið er það ég var með 2x svoleiðis í raid 0 , svo keypti ég mér fartölvu í dag og tók annan diskinn og setti í hana.
Þannig næsta mál á dagskrá var að eyðileggja raidið.
Þegar það var búið stillti ég bios á IDE stillingar en ekki RAID.
Svo þegar ég ætlaði að fara henda W7 upp þá vill hann ekki sjá diskinn og sama hvort ég reyni að loada driver (með móðurborðsdiskinn í)
þá gerist bara ekkert hann finnur einfaldlega diskinn ekki!
Því leita ég til ykkar kæru vaktarar

Re: SSD vesen ;)
Sent: Fim 01. Sep 2011 23:19
af einarhr
Ekki að ég sé með þessa SSD diska á hreinu en þar ekki Sata controlerinn að vera stiltur á ACHI ekki IDE eða Raid? Ertu búin að prófa að setja controlerinn á ACHI?
Re: SSD vesen ;)
Sent: Fim 01. Sep 2011 23:39
af quzo
Það virðist ekki skipta máli hvort þeir séu á AHCI eða IDE hann finnur þetta bara ekki...
Re: SSD vesen ;)
Sent: Fös 02. Sep 2011 09:55
af quzo
Sjált móðurborð sér diskinn alveg... þannig það er ekki casið =)
Re: SSD vesen ;)
Sent: Fös 02. Sep 2011 11:21
af Haxdal
Ef biosinn sér diskinn (þ.e. kemur upp í POST) en Windows sér hann ekki í install, þá vantar einfaldlega drivera fyrir disk controllerinn í windows. það kemur valmöguleiki í installinu til að hlaða inn auka disk controller driverum áður en hún reynir að detecta diskinn, þarft að fara í það og hlaða inn driverunum.
Svo eru líka oft 2 controllerar í móðurborðum sem styðja raid, þ.e. einn "venjulegur" og einn "raid controller".. eru yfirleitt mismunandi litur á Sata tengjunum. Gætir prófað að færa sata tengið í móðurborðinu og séð hvort windows sjái þá diskinn, er algengara að það þurfi drivera í windows installinu ef maður er með diskana hookaða upp í raid controllerinn.
Vona að þetta hjálpi
Re: SSD vesen ;)
Sent: Fös 02. Sep 2011 12:55
af quzo
Ég vissi þetta með driverinn en ætlaði einmitt að kanna lita dæmið á sata portunum á móðurborðinu,, en fannst bara svo skrítið því það kemur fram í manual að það skipti engu máli en á myndinni af móðurborðinu er eitt port grátt en tvö svört

Þannig ég ætla prófa skipta um port

Takk fyrir góða ábendingu
Re: SSD vesen ;)
Sent: Fös 02. Sep 2011 18:13
af quzo
Því miður þá virkaði það ekki , tók diskinn úr borðtölvunni og í USB hýsingu og formataði hann og stakk honum svo aftur í tölvuna og prófaði aftur. En þetta vill ennþá ekki virka eitthver með fleiri hugmyndir ??
One running out of ideas !
Re: SSD vesen ;)
Sent: Fös 02. Sep 2011 18:40
af axyne
Í gömlu borðtölvunni minni sem var með Sata controller (sem var nýtt þá) þá þurfti ég að skilgreina harða diskinn inní eh RAID í controler-menu þrátt fyrir hann væri bara einn, til að fá hann til að virka.
veit ekki hvort þetta hjálpar þér eh en svona var þetta allavega hjá mér, fór inní controller menu með að ýta á F4 í boot-inu.
Re: SSD vesen ;)
Sent: Fös 02. Sep 2011 19:06
af Oak
ég var í einhverju svona fokki um daginn og það sem ég gleymdi að gera var að henda volume-inu úr raid bios-num...gæti það verið málið hjá þér? lýsir þessu alveg eins og þetta var hjá mér.
en annars áttu að vera með stillt á ACHI fyrir SSD diska, eða allavega mælt með því

Re: SSD vesen ;)
Sent: Þri 06. Sep 2011 08:25
af quzo
Jæja þá loksins fékk ég þetta til að virka

Þakka kærlega fyrir aðstoðina hér =)
Re: SSD vesen ;)
Sent: Þri 06. Sep 2011 19:24
af Oak
hvað gerðirðu til þess?
Re: SSD vesen ;)
Sent: Fim 08. Sep 2011 22:24
af quzo
Ég þurfti að henda honum í raid 0 aftur með öðrum disk og eyða því svo og stilla svo úr raid og í AHCI og þá allt í einu virkaði þetta,, hann hefur greinilega ekki náð að eyða hinu út... eða e-ð voða skrítið