Síða 1 af 1

Uppfærsla enn og aftur

Sent: Fim 01. Sep 2011 17:52
af helgafel
Daginn vaktarar

Ég er að fara uppfæra þar sem gamla vélin er að verða nokkup slöpp. Ég hvorki hef mikið vit á vélbúnaði né nenni mikið að pæla í þessum hlutum og því væri hjálp vel þegin.
Vélina á að nota í leiki, ritvinnslu og vefráp. Ég hef alltaf verið með Intel og kýs það áfram sem og Nvidia skjákort.
Budget er u.þ.b. 150-180 þúsund.

Hvað segið þið um þessa vél frá Tölvuvirkni?
http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=viewpr ... =TURN_I169

Er hún nógu öflug í nýjustu leikina og annað? Á maður að fá sér SSD harðan disk? Eitthvað annað sem þarf að pæla í?
Með fyrirfram þökk

Re: Uppfærsla enn og aftur

Sent: Fim 01. Sep 2011 19:23
af angelic0-
Þessi vél frá Tölvuvirkni er að mér sýnist allt fyrir peninginn, þegar að maður leggur saman íhlutina og ber saman hjá öðrum sýnist mér þetta vera þokkalegt BANG for the BUCK...

SSD er auðvitað engin skylda en tvöfaldar allan sóknarhraða.... þannig að það er fínt að vera með SSD undir stýrikerfið og leikina og svo venjulegan disk undir gagnageymslu sbr. bíómyndir og slíkt ;)

Re: Uppfærsla enn og aftur

Sent: Fim 01. Sep 2011 23:10
af KristinnK
Ég set spurningarmerki við svona lítinn kassa, það verður allt rosalega þröngt þannig, auk þess að það hamlar loftflæðið. Mæli með á m.k. HAF922 ef þú vilt endilega HAF kassa.

Ég myndi heldur ekki sleppa after-market kælingu, það dregur úr hávaða og gefur þér möguleika á overclock. CM Hyper 212+ er t.d. mjög góð og ódýr.

Stærsta spurningarmerkið set ég hins vegar við Jersey aflgjafann, af augljósum ástæðum. Leikmönnum gæti dottið í hug að allir aflgjafar gera sama gagn ef sama tala stendur ekki á þeim, en þetta er sá íhlutur sem þú vilt ekki spara peninginn við að velja. Lélegur aflgjafi hitnar mikið og er hávær, fer illa með aðra íhluti með óhreinu rafmagni (ónákvæmar spennur með miklum sveiflum), og styttir líftíma þeirra, og hefur sjálfur takmarkaðan líftíma.

Re: Uppfærsla enn og aftur

Sent: Fim 01. Sep 2011 23:48
af kjarribesti
Ég tæki þessa hérna

--> http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2084

Ef leikjaspilun væri málið hjá mér.

Þarft ekki 2600k nema fyrir hyper threading s.s í hljóð/videó/mynda vinnslu o.fl.


Þessi hefur aftermarket cpu kælingu (cm 212+)

Antec aflgjafa, (gæðamerki)

1 TB disk

8gb vinsluminni og betri kassa.

Re: Uppfærsla enn og aftur

Sent: Fim 01. Sep 2011 23:49
af MatroX
kjarribesti skrifaði:Ég tæki þessa hérna

--> http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2084

Ef leikjaspilun væri málið hjá mér.

Þarft ekki 2600k nema fyrir hyper threading s.s í hljóð/videó/mynda vinnslu o.fl.


Þessi hefur aftermarket cpu kælingu (cm 212+)

Antec aflgjafa, (gæðamerki)

1 TB disk

8gb vinsluminni og betri kassa.

x2

Re: Uppfærsla enn og aftur

Sent: Fim 01. Sep 2011 23:51
af kjarribesti
Og kostar minna :]

Re: Uppfærsla enn og aftur

Sent: Fim 01. Sep 2011 23:57
af worghal
þessi kassi í tölvutækni tilboðinu er geðveikur :D
gott pláss og airflow

Re: Uppfærsla enn og aftur

Sent: Fös 02. Sep 2011 13:04
af helgafel
Sælir og takk fyrir hjálpina

Ég var reyndar líka að hugsa um að nota gamla kassann og gamla psu-ið.

Kassinn:
http://www.coolermaster.com/product.php?product_id=7

Psu:
http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6817104152

Hvað segið þið um það? Er þörf á nýjum kassa eða er psu-ið of lítið?

Re: Uppfærsla enn og aftur

Sent: Lau 03. Sep 2011 13:03
af helgafel
Ég hugsa að ég taki vélina frá Tölvutækni. En hvað segja menn, á maður að skipta út gamla kassanum og er vissara að kaupa nýtt psu?

Re: Uppfærsla enn og aftur

Sent: Lau 03. Sep 2011 16:22
af kjarribesti
Já ég myndi skipta út kassanum því 690 er snilld (hef ég heyrt) og betra að vera með vandað psu