Síða 1 af 1

Hvað er nóg vinnsluminni?

Sent: Mið 31. Ágú 2011 15:20
af mic
Hvað er nóg vinnsluminni fyrir flottustu tölvuleikina í dag er 24 gb bara rugl eða er 4 gb nóg ?

Re: Hvað er nóg vinnsluminni?

Sent: Mið 31. Ágú 2011 15:21
af MatroX
mic skrifaði:Hvað er nóg vinnsluminni fyrir flottustu tölvuleikina í dag er 24 gb bara rugl eða er 4 gb nóg ?

8-16gb er flott tala:D

Re: Hvað er nóg vinnsluminni?

Sent: Mið 31. Ágú 2011 15:23
af BirkirEl
4gb er nóg já, ert golden með 8gb

ef þú átt of mikið af pening farðu þá í 24, annars sé ég ekki tilgang í því fyrir tölvuleikjaspilun.

Re: Hvað er nóg vinnsluminni?

Sent: Mið 31. Ágú 2011 15:26
af mic
Takk fyrir.

Re: Hvað er nóg vinnsluminni?

Sent: Mið 31. Ágú 2011 16:20
af angelic0-
Hvaða móðurborð ertu með ?

Re: Hvað er nóg vinnsluminni?

Sent: Mið 31. Ágú 2011 16:59
af mercury
þú ert alveg góður með 8gb fyrir leikina. ég spila bf bc2 mikið og hef ég aldrei séð tölvuna fara í 50% ram notkun.

Re: Hvað er nóg vinnsluminni?

Sent: Mið 31. Ágú 2011 17:22
af KristinnK
Einföld leið til að sjá hve mikið vinnsluminni leikur þarf er að einfaldlega opna leikinn, minimize-a hann, og athuga í taskmanager hve mikið process leiksins notar.

En Windows finnur yfirleitt einhver not fyrir auka vinnsluminni, tekur t.d. meir í caching, þ.e. vinnsluminni sem er notað undir forrit sem þú ert nýbúinn að loka, þannig að ef þú opnar það strax aftur þarf ekki að lesa það af harðadiski. Þess vegna er yfirleitt í kringum helmingur vinnsluminnisins í notkun hvort sem þú ert með 2, 4 eða 8 GB.

T.d. var ég með 1 GB í fartölvunni minni, og þá var yfirleitt hálft GB í notkun að meðallagi. Síðan keypti ég annað GB, og þá var orðið yfirleitt í kringum 1 GB í notkun.