Síða 1 af 1
[Hjálp]Tölva neitar að kveikja á sér
Sent: Mán 29. Ágú 2011 18:01
af ScareCrow
Góðan daginn, núna um daginn rakst ég í "rset cmos" takkann aftaná tölvunni minni og eftir það hefur hún yfirleitt neitað að kveikja á sér, í sumum tilfellum kveikir hún á sér og allt í lagi, en ég slekk kannski á henni og þá neitar hún að starta sér, kemst ekki inní Boot Menu, hún slekkur bara á sér og kveikir á sér aftur og aftur.. Veit ekkert hvernig ég get lýst þessu betur.. Hefur einhver lent í sama vandamáli?
Re: [Hjálp]Tölva neitar að kveikja á sér
Sent: Mið 31. Ágú 2011 22:08
af angelic0-
reset cmos takki aftan á tölvunni, ég hefði haldið að það væri svona basic að hafa jumper / dip á móðurborðinu en ekki takka aftaná sem að er auðvelt að reka sig í...
en ef að tölvan var í gangi þá þykir mér ekki ólíklegt að þú sért búinn að skemma kubbinn...
Re: [Hjálp]Tölva neitar að kveikja á sér
Sent: Mið 31. Ágú 2011 22:21
af viggib
Sæll.
Sum móðurborð eru með þennan fídus,ef þú hefur rekist í þennan takka þarft þú að fara inn í bios og stilla hann,TD.minnið ath.hvað minnið þarf mörg Volt,velja réttan bootdisk o.s.frv.