Síða 1 af 1

Er að gera við tölvu sem fer ekki í gang

Sent: Mán 29. Ágú 2011 12:37
af Frantic
Þegar ég fékk tölvuna í hendurnar þá fór hún bara ekki í gang.
Viftunar fóru í gang í nokkrar sek og svo dó tölvan.

Er búinn að:
1. Clear Cmos
2. Taka alla hluti úr og setja aftur í
3. Mæla power supply -> Allt í góðu með það

Ég prófaði að taka skjákortið úr og þá gekk tölvan lengur og gaf mér beep kóðann 1 langur og 2 stutt sem á víst að þýða eitthvað með skjákortið sem passaði vel því ég var nýbúinn að taka það úr.
Ég prófaði að setja það aftur í þá gekk tölvan en ekkert gerðist. Ekki möguleiki að komast í BIOS eða neitt.
Ath að það er ekkert innbyggt skjákort í móðurborðinu.

Ég á ekki skjákort í svona rauf. Þetta er PCI Express rauf en ég á bara eldgömul skjákort.
Svo ég get ekki prófað annað kort.

Getur þetta verið móðurborðið sem er farið eða er þetta skjákortið?

Re: Er að gera við tölvu sem fer ekki í gang

Sent: Mán 29. Ágú 2011 12:44
af Kristján
4/6/8 pin cpu snuran tengd efst í hægra horninu á moboinu?

Re: Er að gera við tölvu sem fer ekki í gang

Sent: Mán 29. Ágú 2011 12:56
af Frantic
Kristján skrifaði:4/6/8 pin cpu snuran tengd efst í hægra horninu á moboinu?


Það er allt tengt og tölvan fer í gang en hún fer aldrei í POST.
Væriru til í að sýna mynd af því sem þú meinar.
Ef þú meinar snúrunar sem fara úr start takkanum í móðurborðið þá já og líka ef þú ert að meina snúrunar sem koma úr power supply-inu þá já þær eru líka tengdar.
Ég er eiginlega bara grúskari þó svo ég á að hafa lært þetta í skólanum, en ég allavega kann ekki nöfnin á þessu dóti 8-[

Re: Er að gera við tölvu sem fer ekki í gang

Sent: Mán 29. Ágú 2011 13:03
af kjarribesti
IMG_2055.JPG
IMG_2055.JPG (398.85 KiB) Skoðað 1069 sinnum

Þessi snúra tengd ?

Re: Er að gera við tölvu sem fer ekki í gang

Sent: Mán 29. Ágú 2011 13:05
af Frantic
kjarribesti skrifaði:*mynd*[/attachment]
Þessi snúra tengd ?

Já þessi snúra er tengd.

Re: Er að gera við tölvu sem fer ekki í gang

Sent: Mán 29. Ágú 2011 13:11
af FuriousJoe
Búinn að prófa að fjarlægja 1 vinnsluminni í einu ? s.s prófa að ræsa vélina með bara 1 kubb í, ef það virkar ekki, prófa þá næsta kubb þar til þú ert búinn að prófa alla kubbana sér.

Ef það virkar ekki myndi ég halda að þetta væri móðurborðið, en þú þyrftir að redda skjákorti til að vera 100%

Re: Er að gera við tölvu sem fer ekki í gang

Sent: Mán 29. Ágú 2011 14:56
af angelic0-
líklegt að þetta sé skjákortið, ólíklegt að þetta séu minnin, en það er alltaf regla að prófa þau ;)

en svo er alltaf möguleikinn á því að kubbasettið á móbó-inu sé fried... eða náttúrulega einhver rás..

en m.v. að tölvan fer í gang og gefur þér "beep code" þegar að skjákortið er fjarlægt segir okkur að þú ættir að beina athyglinni þangað ;)

Re: Er að gera við tölvu sem fer ekki í gang

Sent: Mán 29. Ágú 2011 15:20
af FuriousJoe
angelic0- skrifaði:líklegt að þetta sé skjákortið, ólíklegt að þetta séu minnin, en það er alltaf regla að prófa þau ;)

en svo er alltaf möguleikinn á því að kubbasettið á móðurborð-inu sé fried... eða náttúrulega einhver rás..

en m.v. að tölvan fer í gang og gefur þér "beep code" þegar að skjákortið er fjarlægt segir okkur að þú ættir að beina athyglinni þangað ;)


Já algjörlega, las hratt yfir þetta og tók ekki eftir því að vélin gaf ekki beep code með GPU en án þess kom beep code, ath minni, svo GPU, ef það virkar ekki þá myndi ég benda á MB.

Re: Er að gera við tölvu sem fer ekki í gang

Sent: Mán 29. Ágú 2011 19:37
af Frantic
angelic0- skrifaði:líklegt að þetta sé skjákortið, ólíklegt að þetta séu minnin, en það er alltaf regla að prófa þau ;)

en svo er alltaf möguleikinn á því að kubbasettið á móðurborð-inu sé fried... eða náttúrulega einhver rás..

en m.v. að tölvan fer í gang og gefur þér "beep code" þegar að skjákortið er fjarlægt segir okkur að þú ættir að beina athyglinni þangað ;)


Já það var nefnilega nákvæmlega það sem ég hugsaði.

Þannig ég óska hér með eftir drasl skjákorti sem passar í PCI Express rauf.