Skjákorts/móðurborð vandræði...
Sent: Mán 29. Ágú 2011 01:31
Kvöldið,
Ég lenti í því að vélinn hjá mér fraus um daginn þegar ég var að spila tölvuleik og ég restartaði henni og reyndi að fara aftur í leikinn 2x sinnum og alltaf sama sagan.
Opnaði turninn og ryksugaði allt heila klabbið og reyndi svo að ræsa vélina og byrjaði þá að koma línur útum allt í bios keyrslunni og allt fram að windows þar sem vélinn fraus og kom skjár sem var hálfsvartur og hálfhvítur og eitthvað vandamál.
Allavegana þá reif ég skjákortið úr ( Geforce GTS 512 Alpha dog eitthvað 512mb ) tók það og ryksugaði yfir það og smellti því í og sama dæmi kom.
Reif alla HD úr sambandi nema þann með stýrikerfinu (3x hdd sem ég tók úr sambandi ) og allt nema skjá lyklaborð og mús og sami vandi kom upp.
Ég komst svo loks inn í vélina í gegnum Safe mode og slökkti svo á vélinni og hvarf frá í 2klst og kom aftur og gat þá ræst vélina venjulega. Prófaði að stress prófa skjákortið þar sem að viftan á því fór alveg á fullt þegar hún var að ræsa windows og þá fór ég á byrjunar reit þeas vélinn fraus og ég komst svo ekkert aftur í windows nema í gegnum Safe mode.
Reddaði mér öðru skjákorti í dag og komst inn í stýrikerfið enn ef ég reyni að keyra einhvern leik í gang eða stress prófa skjákortið þá frís vélinn í einhverjar 15-20 sec og sýnir svo nokkra ramma og aftur sama dæmi.
Ég prófaði einnig að swappa minninu fram og tilbaka og hafa einungis eitt í gangi í einu enn það breytti engu.
Getur verið að PCI raufinn á móðurborðinu sé eitthvað skemmd eða eru meiri líkur á að bæði skjákortinn séu að drulla í heyjið?
Nota bene ég elska að ryksuga.....
Ég lenti í því að vélinn hjá mér fraus um daginn þegar ég var að spila tölvuleik og ég restartaði henni og reyndi að fara aftur í leikinn 2x sinnum og alltaf sama sagan.
Opnaði turninn og ryksugaði allt heila klabbið og reyndi svo að ræsa vélina og byrjaði þá að koma línur útum allt í bios keyrslunni og allt fram að windows þar sem vélinn fraus og kom skjár sem var hálfsvartur og hálfhvítur og eitthvað vandamál.
Allavegana þá reif ég skjákortið úr ( Geforce GTS 512 Alpha dog eitthvað 512mb ) tók það og ryksugaði yfir það og smellti því í og sama dæmi kom.
Reif alla HD úr sambandi nema þann með stýrikerfinu (3x hdd sem ég tók úr sambandi ) og allt nema skjá lyklaborð og mús og sami vandi kom upp.
Ég komst svo loks inn í vélina í gegnum Safe mode og slökkti svo á vélinni og hvarf frá í 2klst og kom aftur og gat þá ræst vélina venjulega. Prófaði að stress prófa skjákortið þar sem að viftan á því fór alveg á fullt þegar hún var að ræsa windows og þá fór ég á byrjunar reit þeas vélinn fraus og ég komst svo ekkert aftur í windows nema í gegnum Safe mode.
Reddaði mér öðru skjákorti í dag og komst inn í stýrikerfið enn ef ég reyni að keyra einhvern leik í gang eða stress prófa skjákortið þá frís vélinn í einhverjar 15-20 sec og sýnir svo nokkra ramma og aftur sama dæmi.
Ég prófaði einnig að swappa minninu fram og tilbaka og hafa einungis eitt í gangi í einu enn það breytti engu.
Getur verið að PCI raufinn á móðurborðinu sé eitthvað skemmd eða eru meiri líkur á að bæði skjákortinn séu að drulla í heyjið?
Nota bene ég elska að ryksuga.....