Óskýr skjámynd á ACER P223W
Sent: Sun 28. Ágú 2011 20:31
af karvel
Ég var að tengja þriggja ára gamlan ACER skjá við álíka gamla tölvu og fæ ekki nógu skýra mynd á skjáinn. Myndin á skjánum er margföld eða eins og að um hreyfða mynd væri að ræða. Hvernig er hægt að laga þetta? Getur þetta verið skjákapallinn eða tengin? Ef að þið hafið lent í þessu og leyst svona vandamál væri vel þegið að fá aðstoð.
Re: Óskýr skjámynd á ACER P223W
Sent: Sun 28. Ágú 2011 22:10
af angelic0-
skjárinn búinn að vera lengi í geymslu

ef svo, var eitthvað geymt ofan á honum, eða skein á hann sól

Re: Óskýr skjámynd á ACER P223W
Sent: Mán 29. Ágú 2011 18:41
af karvel
Hætti að nota hann í vor og pakkaði honum þá niður í kassa. Eftir á að hyggja er hugsanlegt að kassinn hafi í einhvern tíma staðið upp á endann þ.e. skjárinn verið í "portrait" stöðu

Er mögulleiki að með því hafi ég nánast eyðilagt skjáinn eða er hægt að laga þetta?