Síða 1 af 1

Góð grein um Bulldozer

Sent: Lau 27. Ágú 2011 17:00
af KristinnK
Fyrir þá sem vilja fræða sig aðeins um komandi Bulldozer örgjörvana frá AMD ættu að lesa þessa grein:
http://arstechnica.com/business/news/2010/08/evolution-not-revolution-a-look-at-amds-bulldozer.ars

Fyrir þá sem ekki nenna að lesa þá eru aðalatriðin þessi:
- Örgjörvinn samanstendur af ákveðið mörgum modules
- Module inniheldur allt það sama og venjulegur örgjörvakjarni + einn auka heiltölureikni
- Því skal ekki teljast rétt að kalla örgjörvana 8 kjarna, heldur frekar 4 kjarna með SMT
- SMT þýðir Simultaneous multi-threading, reikna tvo þræði á einum kjarna, t.d. Hyper-Threading
- Þar sem þetta er það ný nálgun eru mjög mörg hlutföll í örgjörvanum sem þarf að balansera, og kemur það til með taka tíma, og full afkastageta örgjörvanna mun ekki nást nema í fyrsta lagi með Enhanced Bulldozer örgjörvunum (2012)
- FPU (floating point unit) örgjörvans er mun stærra (og vonandi öflugri) en í eldri örgjörvum

Það verður spennandi að sjá hvernig fyrsta kynslóð þessa nýju örgjörvatípu mun afkasta :)

Re: Góð grein um Bulldozer

Sent: Lau 27. Ágú 2011 17:15
af MatroX
efast eitthverneginn um að þeir séu að fara halda í 2600k

Re: Góð grein um Bulldozer

Sent: Lau 27. Ágú 2011 17:25
af mercury
og þó þeir nái 2600k þá held ég að þeir nái ekki ivy bridge hvað þá sandry bridge-E

Re: Góð grein um Bulldozer

Sent: Sun 28. Ágú 2011 19:35
af angelic0-
Ég hef fulla trú á AMD, enda hefur það ALLTAF komið á daginn síðan að Athlon kom fyrst, að AMD hafa saltað Intel sömu kynslóðar ;)

Re: Góð grein um Bulldozer

Sent: Sun 28. Ágú 2011 19:37
af gardar
angelic0- skrifaði:Ég hef fulla trú á AMD, enda hefur það ALLTAF komið á daginn síðan að Athlon kom fyrst, að AMD hafa saltað Intel sömu kynslóðar ;)



Hvar ert þú búinn að vera á i7 tímabilinu? :-k

Re: Góð grein um Bulldozer

Sent: Sun 28. Ágú 2011 20:06
af angelic0-
gardar skrifaði:
angelic0- skrifaði:Ég hef fulla trú á AMD, enda hefur það ALLTAF komið á daginn síðan að Athlon kom fyrst, að AMD hafa saltað Intel sömu kynslóðar ;)



Hvar ert þú búinn að vera á i7 tímabilinu? :-k



Í þeim heimi sem að AMD hefur ekki komið með örgjörva til að svara fyrir það ;)

Re: Góð grein um Bulldozer

Sent: Sun 28. Ágú 2011 21:14
af Steini B
Smá fail í gangi... :lol:

Mynd

Re: Góð grein um Bulldozer

Sent: Sun 28. Ágú 2011 21:28
af angelic0-
Mynd

Ég á einn svona í OEM pakkningunum og alles, eigum við að finna sambærilegan Intel og bera saman :?: :lol:

Annars skil ég ekki í hverju failið liggur, því að eins og flestir vita víst hefur ekki komið nýtt architecture frá Advanced Micro Devices í meira en ár...

Re: Góð grein um Bulldozer

Sent: Þri 13. Sep 2011 17:40
af upg8
blogs.amd.com/play/2011/09/09/guinness/
Amd fx klukkast léttilega á 5+ ghz með viftum og slá nytt heimsmet med yfirklukkun i 8,6ghgz með svolítið extreme aðferð :p