Síða 1 af 1

Asus Xonar installation vesen

Sent: Fim 25. Ágú 2011 19:50
af Eiiki
Sælir herramenn

Ég er hérna með Asus xonar D1 audio card sem ég er í basli með að setja upp í tölvunni hjá mér.

Er með Asus P5ND móðurborð eins og sést hér á myndinni:
Mynd

Svo er það málið að ég er með 2 skjákort sem taka það pláss á móðurborðinu sem að rauði kassinn er merktur inná þannig að það skilur bara eftir pláss í ystu pci raufinni (fjólublái kassinn). Ég set kortið þar í og set svo diskinn í geisladrifið og keyri af stað, svo áður en ég byrja að installa segir tölvan mér að setja kortið í tölvuna, þrátt fyrir að ég sé búinn að plugga því í pci raufina sem er inní fjólubláa kassanum.

Veit einhver hvað gæti verið málið? Er aflgjafinn kannski ekki að tækla þetta setup? 500W fortron modular

Re: Asus Xonar installation vesen

Sent: Fim 25. Ágú 2011 20:07
af GrimurD
Ég var með xonar d2x og það þurfti að plugga auka rafmagnssnúru í það sem var snúran sem fór venjulega í floppy drifið, kom upp svipuð villa þegar maður gleymdi að plugga henni í. Viss um að það þurfi ekki á þessu korti líka ?

Re: Asus Xonar installation vesen

Sent: Fim 25. Ágú 2011 20:58
af Eiiki
GrimurD skrifaði:Ég var með xonar d2x og það þurfti að plugga auka rafmagnssnúru í það sem var snúran sem fór venjulega í floppy drifið, kom upp svipuð villa þegar maður gleymdi að plugga henni í. Viss um að það þurfi ekki á þessu korti líka ?

Ég sé bara ekki hvar þessi auka rafmagnssnúra ætti að fara í kortið, ef þú horfir á myndina :/
Mynd

Re: Asus Xonar installation vesen

Sent: Fim 25. Ágú 2011 21:02
af zedro
Var að skoða manualinn og það er ekkert powertengi á kortinu.

Ertu viss um að kortið sé kirfilega fest? Getir þurft að nota smá afl. :crazy

Re: Asus Xonar installation vesen

Sent: Fim 25. Ágú 2011 21:23
af siggi83
Þetta kort þarf PCI-Express rauf. Móðurborðið þitt er bara með tvær PCI-E raufar.

Re: Asus Xonar installation vesen

Sent: Fim 25. Ágú 2011 21:29
af Eiiki
FUUUUUUUU

Re: Asus Xonar installation vesen

Sent: Fim 25. Ágú 2011 22:16
af MarsVolta
Blessaður, Er þetta ekki kortið sem ég seldi þér fyrir nokkrum mánuðum ? Ég er með GA-MA770-UD3 móðurborð og ég man ekki betur en að ég hafi bara látið þetta í venjulegt PCI Slot :P.
Gæti samt verið að ég sé eitthvað að rugla :P.

Re: Asus Xonar installation vesen

Sent: Fim 25. Ágú 2011 22:20
af mercury
siggi83 skrifaði:Þetta kort þarf PCI-Express rauf. Móðurborðið þitt er bara með tvær PCI-E raufar.

reyndar er borðið hanns með 4stk pci-e en 2 þeirra eru x1
Mynd
edit* http://www.hardwarecanucks.com/forum/ha ... iew-4.html

Re: Asus Xonar installation vesen

Sent: Fim 25. Ágú 2011 22:53
af siggi83
Sorrí my bad það er víst pci ekki pci-e. :baby

Re: Asus Xonar installation vesen

Sent: Fim 25. Ágú 2011 23:40
af Eiiki
MarsVolta skrifaði:Blessaður, Er þetta ekki kortið sem ég seldi þér fyrir nokkrum mánuðum ? Ég er með GA-MA770-UD3 móðurborð og ég man ekki betur en að ég hafi bara látið þetta í venjulegt PCI Slot :P.
Gæti samt verið að ég sé eitthvað að rugla :P.

Þetta er nákvæmlega það kort! Hefur virkað frábærlega áður í pci x8 eins og myndin hans mercury sýnir, en ég tók eftir því þegar ég losaði skrúfuna af kortinu sem festi það í kassann að kortið var hálf laust í pci raufinni og virkaði ekkert að íta því fast niður.... ég held bara að pci raufin sé ónýt sem er merkt fjólublá á myndinni hjá mér :/
Spurning um að losa sig bara við bæði skjákortin og uppfæra í 1stk gtx 460 r some og þá ætti þetta að ganga eins og smurt, tékka betur á þessu á morgun. Þakka svörin drengir! ;)