Síða 1 af 1

Spurning með uppfærslu, skákort, nýju i7.

Sent: Fös 19. Ágú 2011 17:53
af bjartur00
Sælir vaktarar.

Er að hugsa um að uppfæra tölvuna hjá mér þegar nýju i7 koma út. Ég keypti mér hins vegar þetta fína skjákort 1024MB GeForce GTX 285 (MSI) fyrir tæpu ári síðan. Það er mun betra en allir hinir íhlutirnir í tölvunni hjá mér eins og hún stendur nú. Spurningin er hins vegar sú, á ég að kaupa mér nýrri gerð af skjákorti um leið og ég uppfæri tölvuna eða á ég að kaupa mér jafnvel annað GTX 285 og nota þau saman? Veit að skjákortið styður directx 10 en þau nýju 11, skiptir það miklu? (Veit voða lítið um þetta directx dæmi ef einhver vildi vera svo vænn og útskýra það stuttlega fyrir mér:)

Bkv,