Síða 1 af 1

Vandræði við að formatta tölvu

Sent: Fös 19. Ágú 2011 09:33
af Stebbiplebbz89
Er að formatta gamla tölvu fyrir félaga minn, sem var með windows 2000 og var að frjósa í sífellu og eitthvað vesen. Ætlaði að setja upp XP en hún leyfir mér aldrei að klára setupið þar sem hún frýs ávalt, any ideas??

Re: Vandræði við að formatta tölvu

Sent: Fös 19. Ágú 2011 09:37
af Daz
Harði diskurinn eða minnið bilað. Örgjörvinn að ofhitna (gamalt og fullt af ryki).

Re: Vandræði við að formatta tölvu

Sent: Fös 19. Ágú 2011 09:39
af Stebbiplebbz89
Er einhver leið til að útiloka hitt og þetta, eins og staðan er núna kemst ég ekki inní tölvunna því windowsið er ekki full uppsett?

Re: Vandræði við að formatta tölvu

Sent: Fös 19. Ágú 2011 09:43
af Daz
Þú getur sett memtest86 á disk eða usb kubb, láta það malla í einhverja klukkutíma. Það ætti að finna út hvort um minnisvillur er að ræða. Varðandi diskinn, þá er örugglega hægt að finna einhverskonar diagnostic forrit sem er hægt að setja á usb eða live-cd. Ég þekki það ekki/nenni ekki að googla.