Síða 1 af 1

Hjálp með að uppfæra tölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 17:36
af Spookz
Ef að ég get ekki selt þessa tölvu langar mig að uppfæra hana, en þar sem að ég er ekki mjög reyndur í þessu langaði mig að biðja ykkur um að hjálpa mér. Ég er með sirka 75 þús kr. sem mig langar að nota til þess að gera þessa kraftmeiri. Ég er btw að nota þessa í tölvuleiki. Hvað mynduð þið gera? ;)

Endilega koma með 'linka' á einhverja ákveðna hluti sem að þið mælið með!

OS:
W7 Home Premium 32-bit SP1

CPU:
AMD Athlon II x2 245

RAM:
4,00 GB Dual-Channel DDR2 @ 532MHz

Motherboard:
ASRock A770DE+

Graphics:
ATI Radeon HD 5750

Hard drives:
156 GB Western Digital WDC
244 GB Western Digital WDC

Turn:
Er ekki viss hvað turninn heitir og því miður get ég ekki reddað myndum en hann er frekar gamall og stór.