Síða 1 af 2

Álit á íhlutum í hljóðvinnsulutölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 10:54
af helgso
Eyðslurammi: 150-200 þúsund krónur.
Farið var í Tölvulistann og beðið um álit á öflugri hljóðvinnslutölvu. Þessi tölva er fyrir pabba minn en hann óskar eftir miklu geysmlurými og öflugum vélbúnaði sem getur keyrt forrit á við ProTools vel.
Þeir lögðu til þessa uppsetningu:

Örgjörvinn er 2.8 GHz Quad
4 GB 1333 MHz vinnsluminni

Geymsludiskar:
1 x 120GB Solid State kerfisdiskur (skrifar 500 mb/sek)
1 X 1TB (1.000GB) Western Digital geymsludiskur

Skjákort:
MSI GeForce N550GTX-Ti Cyclonell

Googlaði skjákortið og svo virðist sem það sé "gaming" skjákort, þarf þess? Ekki eins og kallinn sé í tölvuleikjum :P
Mynd

Re: Álit á íhlutum í hljóðvinnsulutölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 10:55
af AncientGod
getur fengið betri tölvu á þessu verði, ef þetta er hljóðvinnsla þá er öruglega gott að hafa 8 Gb+ í vinnsluminni.

Re: Álit á íhlutum í hljóðvinnsulutölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 11:04
af MatroX
Byrjum á byrjun.

Hvaða hljóðkort ertu að fara nota?
Hvaða Version af ProTools ertu með?
Ertu að fara 20+ Tracks?
Hvað eru helstu Plug-ins sem þú ert að fara keyra?
Ertu að fara keyra þetta meira á RTAS plugins eða ætlaru að nota AudioSuite meira?
Hvernig tónlist ertu "helst" að fara taka upp?
Ertu að fara nota mikið af Comp eða delay's?
Ertu með DV toolkit?
Ætlaru að spila leiki á þessari vél eitthvað?

því miður verð ég að segja að gaurinn sem setti saman þetta tilboð fyrir þig hefur ekki hundsvit á hljóðvinnslu...
endilega hentu inn svörum við þessu þá get ég hent saman fyrir þig vél.

Re: Álit á íhlutum í hljóðvinnsulutölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 11:10
af helgso
Ef ég segi þér eins og er, þá er pabbi sjónskertur og notar lítinn hluta ProTools. Það eina sem hann notar er fítusinn til að taka upp á eina rás og notar "consolidate" til að sameina skrár. Því næst notar hann "SoundForge" við klippingar. Pabbi minn notar talforritið Hal. Það + ProTools eru þung í keyrslu saman á núverandi tölvu hans.

Pabbi notar utanáliggjandi hljóðkort sem heitir Digidesgin 24 bita kort. Hann vildi samt fá innbyggt hljóðkort sem væri sæmilega gott, stæði hann í hljóðvinnslu án þess utanáliggjandi korts.

Short: Pabbi vill bara tölvu sem hægist ekki mikið á meðan hann notar hana yfir daginn (Svo hann þurfi ekki að endurræsa tölvuna til að geta keyrt ProTools aftur ef hann lokar því.)

Á þessari tölvu verða engir tölvuleikir spilaðir en hún þarf öflugan örgjörva til þess að hún verði fljót að t.d. umbreyta stórum WAV hljóðskrám í MP3 og svo framvegis.

Útgáfa forritsins er "ProTools LE 7.4"

Re: Álit á íhlutum í hljóðvinnsulutölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 11:34
af MatroX
Asus P8P67-M, Intel LGA1155, 4xDDR3, SATA3 & USB3, Micro-ATX
26.900.-
PNY NVIDIA GeForce GTX550 Ti 1GB, 2xDVI-I & Mini-HDMI
27.900.-
Antec Three Hundred turnkassi með 2stk hraðastýrðar kæliviftur
14.900.-
Thermaltake TR2 500W aflgjafi með hljóðlátri 12cm viftu
12.900.-
Crucial m4 128GB 2.5" Solid-State SATA 6.0Gb/s SSD
37.900.-
Intel Core i7-2600 3.4GHz, LGA1155, Quad-Core, 8MB cache, OEM
41.900.-
Mushkin 8GB kit (2x4GB) DDR3 1600MHz, CL9, PC3-12800, Blackline
15.900.-
Creative Sound Blaster X-Fi XtremeGamer Fatal1ty Professional
9.900.-
SonyNEC 24x DVD±RW skrifari Serial-ATA svartur
5.900.-

Samtals: 194.100.-

þessi vél væri svo mikið betri.


en vantar honum virkilega þetta serial kort?

Re: Álit á íhlutum í hljóðvinnsulutölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 11:47
af helgso
Hann vantar serialkortið vegna þess að hann á svona gamalt blindraletursborð sem notar serial tengi.

Spurning, er hægt að fá tölvu svona uppsetta með ábyrgð? Hann er ekki mjög hrifinn að tölvum sem eru settar saman af einstaklingum, engin ábyrgð.

Re: Álit á íhlutum í hljóðvinnsulutölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 11:52
af MatroX
Tölvutækni getur sett hana saman fyrir þig.

annars þá þurfum við að breyta þessu aðeins.
Fjarlægja Vörur Magn Verð
Asus P8P67-M, Intel LGA1155, 4xDDR3, SATA3 & USB3, Micro-ATX
26.900.-
PNY NVIDIA GeForce GTX550 Ti 1GB, 2xDVI-I & Mini-HDMI
27.900.-
Thermaltake TR2 500W aflgjafi með hljóðlátri 12cm viftu
12.900.-
Crucial m4 128GB 2.5" Solid-State SATA 6.0Gb/s SSD
37.900.-
Intel Core i7-2600 3.4GHz, LGA1155, Quad-Core, 8MB cache, OEM
41.900.-
Mushkin 8GB kit (2x4GB) DDR3 1600MHz, CL9, PC3-12800, Blackline
15.900.-
SonyNEC 24x DVD±RW skrifari Serial-ATA svartur
5.900.-
Seagate 1TB SATA3 6Gb/s, 32MB í flýtiminni, 7200sn
9.900.-
Xigmatek Asgard Black Edition, svartur turnkassi án aflgjafa
12.900.-
Samtals: 192.100.-

ferð svo í tölvulistann og kaupir serial kortið.

Re: Álit á íhlutum í hljóðvinnsulutölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 12:01
af helgso
Kann að meta listann, takk.

Er þá ekki best að kaupa serialtengið hjá Tölvulistanum, fara með það í Tölvutækni og láta þá setja kortið í tölvuna ásamt öllum hinum hlutunum sem þú minnist á? Ef ég fæ tölvuna samsetta hjá Tölvutækni er ég hræddur um að hún detti úr ábyrgð ef ég set serialkortið í hana eftir á

Re: Álit á íhlutum í hljóðvinnsulutölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 12:14
af MatroX
helgso skrifaði:Kann að meta listann, takk.

Er þá ekki best að kaupa serialtengið hjá Tölvulistanum, fara með það í Tölvutækni og láta þá setja kortið í tölvuna ásamt öllum hinum hlutunum sem þú minnist á? Ef ég fæ tölvuna samsetta hjá Tölvutækni er ég hræddur um að hún detti úr ábyrgð ef ég set serialkortið í hana eftir á

hún dettur ekki úr ábyrgð þótt þó setjir það í eða eitthver annar. tölvutækni eru rosalega liðlegir þegar kemur að ábyrgð.

Re: Álit á íhlutum í hljóðvinnsulutölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 12:21
af TraustiSig
MatroX skrifaði:Tölvutækni getur sett hana saman fyrir þig.

annars þá þurfum við að breyta þessu aðeins.
Fjarlægja Vörur Magn Verð
Asus P8P67-M, Intel LGA1155, 4xDDR3, SATA3 & USB3, Micro-ATX
26.900.-
PNY NVIDIA GeForce GTX550 Ti 1GB, 2xDVI-I & Mini-HDMI
27.900.-
Thermaltake TR2 500W aflgjafi með hljóðlátri 12cm viftu
12.900.-
Crucial m4 128GB 2.5" Solid-State SATA 6.0Gb/s SSD
37.900.-
Intel Core i7-2600 3.4GHz, LGA1155, Quad-Core, 8MB cache, OEM
41.900.-
Mushkin 8GB kit (2x4GB) DDR3 1600MHz, CL9, PC3-12800, Blackline
15.900.-
SonyNEC 24x DVD±RW skrifari Serial-ATA svartur
5.900.-
Seagate 1TB SATA3 6Gb/s, 32MB í flýtiminni, 7200sn
9.900.-
Xigmatek Asgard Black Edition, svartur turnkassi án aflgjafa
12.900.-
Samtals: 192.100.-

ferð svo í tölvulistann og kaupir serial kortið.


Klárlega betri lausn. Það er líka væntanlega áyrgð á hverjum íhlut fyrir sig en ekki tölvunni sem heild ef þú skilur hvað ég meina. Þannig að þér ætti að vera frjálst að bæta við íhlutum í vélina. :)

Re: Álit á íhlutum í hljóðvinnsulutölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 12:24
af Olafst
MatroX skrifaði:Tölvutækni getur sett hana saman fyrir þig.

annars þá þurfum við að breyta þessu aðeins.
Fjarlægja Vörur Magn Verð
Asus P8P67-M, Intel LGA1155, 4xDDR3, SATA3 & USB3, Micro-ATX
26.900.-
PNY NVIDIA GeForce GTX550 Ti 1GB, 2xDVI-I & Mini-HDMI
27.900.-
Thermaltake TR2 500W aflgjafi með hljóðlátri 12cm viftu
12.900.-
Crucial m4 128GB 2.5" Solid-State SATA 6.0Gb/s SSD
37.900.-
Intel Core i7-2600 3.4GHz, LGA1155, Quad-Core, 8MB cache, OEM
41.900.-
Mushkin 8GB kit (2x4GB) DDR3 1600MHz, CL9, PC3-12800, Blackline
15.900.-
SonyNEC 24x DVD±RW skrifari Serial-ATA svartur
5.900.-
Seagate 1TB SATA3 6Gb/s, 32MB í flýtiminni, 7200sn
9.900.-
Xigmatek Asgard Black Edition, svartur turnkassi án aflgjafa
12.900.-
Samtals: 192.100.-

ferð svo í tölvulistann og kaupir serial kortið.


Ertu ekki að gleyma stýrikerfinu? Kostar 25.900
Þá er þessi vél komin í 218.000 sem er komið yfir budget.

Re: Álit á íhlutum í hljóðvinnsulutölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 12:32
af helgso
Olafst skrifaði:Ertu ekki að gleyma stýrikerfinu? Kostar 25.900
Þá er þessi vél komin í 218.000 sem er komið yfir budget.


D'oh! Hvar væri best að draga úr kostnaðinum í listanum til að koma til móts við verðið á Windows 7 Pro? Þannig að budget haldist undir 200þús?

Pabbi þarf t.d. ekkert besta örgjörvann þannig séð, bara góðan :P

Re: Álit á íhlutum í hljóðvinnsulutölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 12:40
af x le fr
Þetta er skemmtilegt config. Ég verð að koma með smá athugasemdir samt ...

Virðingarfyllst þá er GTX 550 sóun í hljóðvinnsluvél - og jafnvel verra en ódýrara kort því GTX 550 er með viftu. Það verður engin þrívíddarvinnsla á þessari vél. Þá er hægt að spara sér 20 þúsund, og fá hljóðlaust kort. Mjög mikilvægt!

Fyrir alla basic stúdíóvinnslu þá er i7 ekki peninganna virði. Frekar i5, og það ódýran. Klukkuhraði skiptir ekki. Málið er þetta sé með Sandy Bridge, og quad-core. Annað skiptir ekki máli.

Það er vissara að taka dempaðri kassa í hljóðvinnsluvél. Fyrir mér kæmi fátt annað en Antec P183 til greina.

Skjákort: GeForce 8400 GS á 8.900,- (sparar 19.000 m.v. GTX 550).
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=820
Örgjörvi: i5-2310 á 23.900,- (sparar 18.000 m.v. i7-2600)
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1935
Kassi: Antec P183 á 29.900,- (17.000 kr. dýrari en Xigmatek Asgard)
http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=1510

Edit: Svo myndi ég sterklega athuga að bæta við amk. einum hörðum disk inni í vélinni og setja upp software RAID-spegil til að verjast diskahruni. Fyrir utan það er eiginlega skylda að mínu mati að kaupa afritunardisk, utanáliggjandi.

Edit 2: P183 er frekar dýr ... Það gæti alveg verið hægt að finna næstumþví jafn hljóðlátan og dempaðan kassa fyrir lægra verð. Fáðu ráðleggingar, t.d. frá Tölvutækni. Þeir eru frekar naskir á hljóðlátt dót.

Re: Álit á íhlutum í hljóðvinnsulutölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 12:46
af helgso
Þá er listinn orðinn svo (að viðbættu Windows 7 PRO 64 bita)

Asus P8P67-M, Intel LGA1155, 4xDDR3, SATA3 & USB3, Micro-ATX Asus P8P67-M, Intel LGA1155, 4xDDR3, SATA3 & USB3, Micro-ATX
26.900.-
Thermaltake TR2 500W aflgjafi með hljóðlátri 12cm viftu Thermaltake TR2 500W aflgjafi með hljóðlátri 12cm viftu
12.900.-
Crucial m4 128GB 2.5" Solid-State SATA 6.0Gb/s SSD Crucial m4 128GB 2.5" Solid-State SATA 6.0Gb/s SSD
37.900.-
Mushkin 8GB kit (2x4GB) DDR3 1600MHz, CL9, PC3-12800, Blackline Mushkin 8GB kit (2x4GB) DDR3 1600MHz, CL9, PC3-12800, Blackline
15.900.-
SonyNEC 24x DVD±RW skrifari Serial-ATA svartur SonyNEC 24x DVD±RW skrifari Serial-ATA svartur
5.900.-
Seagate 1TB SATA3 6Gb/s, 32MB í flýtiminni, 7200sn Seagate 1TB SATA3 6Gb/s, 32MB í flýtiminni, 7200sn
9.900.-
Gigabyte NVIDIA GeForce 8400 GS 512MB PCI-Express Gigabyte NVIDIA GeForce 8400 GS 512MB PCI-Express
8.900.-
Intel Core i5-2310 2.9GHz, LGA1155, Quad-Core, 6MB cache, OEM Intel Core i5-2310 2.9GHz, LGA1155, Quad-Core, 6MB cache, OEM
23.900.-
Antec P183 V3 Performance One - svartur án aflgjafa Antec P183 V3 Performance One - svartur án aflgjafa
29.900.-
Microsoft Windows 7 Professional 64-bit OEM útgáfa Microsoft Windows 7 Professional 64-bit OEM útgáfa
25.900.-

Samtals: 198.000.-

Okkur virðsit vera að miða vel áfram, fleiri athugasemdir? Ég ætti einmitt að fá 64 bita útgáfuna frekar en 32 bitana, til að nýta betur vélbúnaðinn, rétt?

Re: Álit á íhlutum í hljóðvinnsulutölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 12:51
af x le fr
helgso skrifaði:Okkur virðsit vera að miða vel áfram, fleiri athugasemdir? Ég ætti einmitt að fá 64 bita útgáfuna frekar en 32 bitana, til að nýta betur vélbúnaðinn, rétt?


Júps, þú actually verður að nota 64-bita til að nýta meira en ca. 3GB af vinnsluminni. Það er eiginlega eini munurinn. 64-bita er IMO bara það sem maður notar í dag anyway; Virkar vel.

Munið svo að fá nótu og gefa þetta upp sem atvinnutæki. Það er eiginlega alveg öruggt að það sé hægt að fá VSK endurgreiddan og ýmislegt annað skattalegt hagræði. Spjallið við endurskoðanda ... Reikna með því að hæstvirtir herramenn séu þegar meðvitaðir um þetta en það sakar ekki að benda á góða hluti, ha? :)

Re: Álit á íhlutum í hljóðvinnsulutölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 12:52
af MatroX
x le fr skrifaði:Þetta er skemmtilegt config. Ég verð að koma með smá athugasemdir samt ...

Virðingarfyllst þá er GTX 550 sóun í hljóðvinnsluvél - og jafnvel verra en ódýrara kort því GTX 550 er með viftu. Það verður engin þrívíddarvinnsla á þessari vél. Þá er hægt að spara sér 20 þúsund, og fá hljóðlaust kort. Mjög mikilvægt!

Fyrir alla basic stúdíóvinnslu þá er i7 ekki peninganna virði. Frekar i5, og það ódýran. Klukkuhraði skiptir ekki. Málið er þetta sé með Sandy Bridge, og quad-core. Annað skiptir ekki máli.

Það er vissara að taka dempaðri kassa í hljóðvinnsluvél. Fyrir mér kæmi fátt annað en Antec P183 til greina.

Skjákort: GeForce 8400 GS á 8.900,- (sparar 19.000 m.v. GTX 550).
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=820
Örgjörvi: i5-2310 á 23.900,- (sparar 18.000 m.v. i7-2600)
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1935
Kassi: Antec P183 á 29.900,- (17.000 kr. dýrari en Xigmatek Asgard)
http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=1510

Svo myndi ég sterklega athuga að bæta við amk. einum hörðum disk inni í vélinni og setja upp software RAID-spegil til að verjast diskahruni. Fyrir utan það er eiginlega skylda að mínu mati að kaupa afritunardisk, utanáliggjandi.

þetta er svo vitlaust með örgjörvan hjá þér. við erum að tala um að hann er að fara í ProTools. í i3 og i5 línunni er ekkert hyper threading en í i7 línunni er það. 2600 er helmingi betri en 2500 í pro tools.

þetta með skjákorti er alveg rétt. en þetta með kassan þá myndi ég halda mig við ódýrari kassan og taka i7 2600 í staðinn.

en svona lítur pakkinn þá út.
Fjarlægja Vörur Magn Verð
Intel Core i7-2600 3.4GHz, LGA1155, Quad-Core, 8MB cache, OEM
41.900.-
Mushkin 8GB kit (2x4GB) DDR3 1600MHz, CL9, PC3-12800, Blackline
15.900.-
Asus P8P67-M, Intel LGA1155, 4xDDR3, SATA3 & USB3, Micro-ATX
26.900.-
Gigabyte NVIDIA GeForce 8400 GS 512MB PCI-Express
8.900.-
Crucial m4 128GB 2.5" Solid-State SATA 6.0Gb/s SSD
37.900.-
Thermaltake TR2 500W aflgjafi með hljóðlátri 12cm viftu
12.900.-
SonyNEC 24x DVD±RW skrifari Serial-ATA svartur
5.900.-
Xigmatek Asgard Black Edition, svartur turnkassi án aflgjafa
12.900.-
Microsoft Windows 7 Professional 64-bit OEM útgáfa
25.900.-
Samsung 1TB SpinPoint F3 Serial-ATA II, 32MB buffer, 7200sn
9.900.-

Samtals: 199.000.-

Svo með backup þá notaru flakkara eða gerir eins og ég að fá offsite backup. er með server í það í USA

Re: Álit á íhlutum í hljóðvinnsulutölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 12:55
af Olafst
Eru þið þá búnir að droppa hljóðkortinu í hljóðvinnsluvélinni?

Re: Álit á íhlutum í hljóðvinnsulutölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 12:57
af MatroX
Olafst skrifaði:Eru þið þá búnir að droppa hljóðkortinu í hljóðvinnsluvélinni?

jamm. tilhvers að hafa eitt? hann er með utanáliggjandi hljóðkort og hljóðkortið sem er á þessu móðurborði er mjög fínt.

Re: Álit á íhlutum í hljóðvinnsulutölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 13:04
af mind
Matrox skrifaði:þetta er svo vitlaust með örgjörvan hjá þér. við erum að tala um að hann er að fara í ProTools. í i3 og i5 línunni er ekkert hyper threading en í i7 línunni er það. 2600 er helmingi betri en 2500 í pro tools.

Rökstyddu þetta takk fyrir með gögnum.


En varðandi vélina sjálfa.
Tel i7 óþarfi, styð frekar i5, munar 14þús
Þú getur notað innbyggða HD3000 skjákortið með því að skipta um móðurborð, ert líklega hvort eð er ekki að fara yfirklukka, þar myndi sparast 10+ þús.

Gætir mögulega notað hentugri hljóðlátan kassa en P183
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=view&flo=product&id_top=1268&id_sub=3462&topl=1267&page=1&viewsing=ok&head_topnav=CHA_Sileo_500W
Reyndar bara 5þús sparnaður en færð einnig hljóðeinangraðan kassa.

Þá myndi ég segja þetta nokkuð rúnað fyrir hljóðvinnslu.

Re: Álit á íhlutum í hljóðvinnsulutölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 13:16
af MatroX
mind skrifaði:
Matrox skrifaði:þetta er svo vitlaust með örgjörvan hjá þér. við erum að tala um að hann er að fara í ProTools. í i3 og i5 línunni er ekkert hyper threading en í i7 línunni er það. 2600 er helmingi betri en 2500 í pro tools.

Rökstyddu þetta takk fyrir með gögnum.

ég myndi gera það ef ég gæti. ég er með 2600k og ég prufaði að slökkva á hyper threading og ég sá svakalegan mun. ég kom helmingi fleirri plugins með hyper threading í gangi en þegar ég var með slökkt á því.

ég exportaði projecti sem var 3.66gb og það var helmingi fljótara með hyper threading á.
Pro Tools nýtir alla þá kjarna og hyper threading sem þú getur gefið því.
ég náði ekki að gera þetta með hyper threading off:
PTcomp.jpg
PTcomp.jpg (177.37 KiB) Skoðað 2467 sinnum


ég ætla qoute-a sjálfan mig af Berklee verkefninu mínu:
MatroX skrifaði:I created 23 duplicates and then Inserted:

EQ3 7-band: 240

Compressor / Limiter: 240

Every thing was smooth, 4 cores and 8 threads are amazing here.

Re: Álit á íhlutum í hljóðvinnsulutölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 13:21
af x le fr
Eigandinn er ekki að fara að keyra 260 EQ plugins. Punktur.

Það væri ráð að nota mismuninn í að kaupa afritunardiska eða aukaskjá eða eitthvað sem nýtist.

Re: Álit á íhlutum í hljóðvinnsulutölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 14:01
af helgso
x le fr skrifaði:Eigandinn er ekki að fara að keyra 260 EQ plugins. Punktur.

Það væri ráð að nota mismuninn í að kaupa afritunardiska eða aukaskjá eða eitthvað sem nýtist.


+1. Aðeins verður í gangi basic ProTools notkun, engin plugins eða neitt svoleiðis notuð.

Þessi kassi sem við erum að tala um hér,
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... Sileo_500W

Hann er aðeins fáanlegur í tölvuvirkni en ekki tölvutækni. Ekki get ég bara keypt kassann í tölvuvirkni, farið með í tölvutækni og látið þá hjá tölvutækni bæta öllum vélbúnaðinum í kassann sem ég kem með frá tölvuvirkni er það?

Eini "hljóðeinangraði" tölvukassinn hjá Tölvutækni er þessi hér:
http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2053

En hann er held ég óþarflega stór, frekar dýr.

Re: Álit á íhlutum í hljóðvinnsulutölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 14:10
af mind
Þú getur í raun keypt alla hlutina frá hinum og þessum stöðum og farið svo í enn aðra tölvuverslun og beðið þá um setja hana saman, í versta falli borgarðu smá.

Yfirleitt þar sem mest megnið af tölvuíhlutum eru mjög sambærilegir er það hinsvegar hagkvæmast að kaupa sem flesta hlutina frá einum stað.

Ef þú ert með íhlutina á hreinu sem þú vilt fá, fáðu þá bara tilboð frá þeim verslunum sem þú kýst helst og spurðu bara um leið hvort þeir geti útvegað sérvöru eins og t.d. kassann. Í flestum tilvikum geta verslanir það og ef ekki þá hef ég ekki ennþá séð verslun banna einhverjum að koma og bæta við vöru í tölvu sem þeir geta ekki boðið uppá.

Re: Álit á íhlutum í hljóðvinnsulutölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 14:13
af MatroX
allavega er þessi kassi sem ég setti þarna alveg nóg. í hverju á að heyrast? það er stock kælingi á örranum.
ég er með mjög háværa tölvu en ég nota hana samt í upptökur. er með 24+4 rása snák í annað herbergi sem ég nota í upptökur. ég hef líka tekið upp í sama herbergi og tölvan er í og það bitnaði ekkert á upptökum.

þessi pakki sem ég setti saman er pakki sem á eftir að duga í nokkuð mörg ár.
ég nenni ekki að rífast. ég er búinn að segja mínar skoðanir. ég til mig hafa nógu mikla reynslu í hljóðvinnslu til að geta sagt þetta.

x le fr skrifaði:Eigandinn er ekki að fara að keyra 260 EQ plugins. Punktur.

Það væri ráð að nota mismuninn í að kaupa afritunardiska eða aukaskjá eða eitthvað sem nýtist.


það er ekki púnkturinn sem ég er að reyna koma á framfarir.

þú færð mikið meira útúr örgjörva sem er með 4 kjörnum og 8 threads á móti örgjörva sem er með 4 kjörnum og 4 threads. sérstaklega þegar forritið nýtir allt það afl sem þú leyfir því að nota.

Afritnardiskur getur hrunið eins og allt annað. mikið betra að nota offsite backup í þetta og það er mun ódýrara og ef ekki bara frítt sumstaðar.

Re: Álit á íhlutum í hljóðvinnsulutölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 14:31
af helgso
Allt sem sagt hefur verið í þessum þræði er sanngjarnt og gilt. Málið er bara að budgetið er 200 þúsund og með það að leiðarljósi hefur pabbi hreint ekki efni á að fá sér fína 8 thread 4 core örgjörvann. Ég skil fyllilega það sem þú ert að segja með það að 8 thread örgjörvinn sé meira þess virði en við höfum einfaldlega ekki efni á að fá hann.

Þegar allt er tekið saman sagðist karlinn vilja bæta við aukahljóðkorti í tölvuna. Forritið Hal sem les af skjánum fyrir pabba myndi þá nýta sér viðbætta hljóðkortið í vélinni. SoundForge myndi einnig gera það. ProTools myndi hins vegar nýta sér utanáliggjandi hljóðkortið.

Þetta yrði þá líklega hinn endanlegi listi:

Asus P8P67-M, Intel LGA1155, 4xDDR3, SATA3 & USB3, Micro-ATX
26.900.-
Crucial m4 128GB 2.5" Solid-State SATA 6.0Gb/s SSD
37.900.-
Mushkin 8GB kit (2x4GB) DDR3 1600MHz, CL9, PC3-12800, Blackline
15.900.-
SonyNEC 24x DVD±RW skrifari Serial-ATA svartur
5.900.-
Seagate 1TB SATA3 6Gb/s, 32MB í flýtiminni, 7200sn
9.900.-
Gigabyte NVIDIA GeForce 8400 GS 512MB PCI-Express
8.900.-
Intel Core i5-2310 2.9GHz, LGA1155, Quad-Core, 6MB cache, OEM
23.900.-
Microsoft Windows 7 Professional 64-bit OEM útgáfa
25.900.-
Creative Sound Blaster Audigy SE 7.1 hljóðkort
6.990 kr.-

Og:
Thermaltake TR2 500W aflgjafi með hljóðlátri 12cm viftu
12.900.-
auk Antec P183 V3 Performance One - svartur án aflgjafa
29.900.-


eða einhver annar kassi og aflgjafi.

Samtals: 204.990 kr.-