Síða 1 af 1

Verðhugmynd á tölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 02:35
af Victordp
Sælir, er að pæla hvað ég ætti að geta fengið fyrir þessa tölvu, er að fara í mentaskóla og fer þá tölvunotkun að minka. Ég held að ég hafi því ekkert við hana að gera því ég er að fara að kaupa mér fartölvu fyrir skólan.
Tölva myndi koma með skjá (22" ViewSonic VA226w) þetta var keypt í Apríl 2008 en skjákortið var keypt í Júlí 2010 og harði diskurinn ári síðar. Tölvan myndi koma straujuð, get látið mús + músmottu fylgja ef að kaupandi vill það (Á lyklaborð en það er frekar ógeðslegt) . EN ég get ekki selt hana fyrr en eftir 2-3 mánuði því að ég er að vinna eitt "project" sem að ég þarf að klára.

Því spyr ég ykkur, hvað get ég fengið mikið fyrir tölvuna + skjáinn (músamotta + mús).

*Hæ, er 50k fyrir tölvuna sangjart og 20k fyrir mús(MX518 - 4k)+mottu(Zowie Swift - 1k)+skjár(ViewSonic VA226w - 15k)?*

Re: Verðhugmynd á tölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 10:05
af mundivalur
Stutt svar við því er nei 50þ. er rétt verð fyrir allan pakkann,að vísu vantar upplýsingar um ýmislegt td. aflgjafinn,turn týpu,löglegt windows og eitthvað í ábyrgð !
En gangi þér vel með söluna!

Re: Verðhugmynd á tölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 15:55
af Victordp
mundivalur skrifaði:Stutt svar við því er nei 50þ. er rétt verð fyrir allan pakkann,að vísu vantar upplýsingar um ýmislegt td. aflgjafinn,turn týpu,löglegt windows og eitthvað í ábyrgð !
En gangi þér vel með söluna!

Skjákortið og harðidiskurinn eru enn í ábyrgð, þetta er EZ-cool H-60B kassi og 500w aflgjafi sem var í honum. Eins og er er ólöglegt W7 installað en það fylgir löglegt Vista.

Re: Verðhugmynd á tölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 16:22
af TraustiSig
Ég hefði haldið að í kringum 60 fyrir allann pakkann væri sennilega sanngjarnt. 55-65 þúsund ætti að vera markið.

Re: Verðhugmynd á tölvu

Sent: Fim 11. Ágú 2011 16:48
af Victordp
TraustiSig skrifaði:Ég hefði haldið að í kringum 60 fyrir allann pakkann væri sennilega sanngjarnt. 55-65 þúsund ætti að vera markið.

Ok það er s.s. gott fyrir 3 ára tölvu+skjá :)