Síða 1 af 1

Hitatölur

Sent: Mán 08. Ágú 2011 09:34
af FriðrikH
Ég var að þrífa vélina hjá mér, blés vel úr öllu og allt er hreint og fínt núna, samt er ég að fá þessar hitatölur:
Mynd
Keyrt á litlu álagi, bara firefox opinn og startup forrit, sem eru ekki mörg.

Er þetta ekki svolítið hátt? Svo finnst mér hálf furðulegt að við fan1 komi 12rpm. Get ég komist að því hvaða vifta fan 1 er? Ég horfði inn í kassann þegar hann var í gangi og sá ekki að nein vifta snérist óeðlilega hægt, það ætti allavega ekki að fara á milli mála ef einhver viftan væri á 12rpm, þá gæti maður bara talið hringina sem hún færi :)

Hardware: AMD Phenom II X4 955
Skjákort: 512MB GeForce GTS 250
móðurborð: ASRock A770DE+
aflgjafi: 500W Antec earthwatts

*edit* á örgjörfanum er ég með sæmilega kælingu, Coolermaster Hyper TX3.

Re: Hitatölur

Sent: Mán 08. Ágú 2011 11:28
af mundivalur
ertu með core temp líka,meina ertu búinn að prufa önnur forrit?

Re: Hitatölur

Sent: Mán 08. Ágú 2011 11:44
af FriðrikH
jú, keyrði CoreTemp og það komu nánast sömu tölur út úr því, þ.e.a.s. fyrir örgjörfann, sá ekki að það gefi hitatölur fyrir móðurborð, gpu o.fl.

Re: Hitatölur

Sent: Mán 08. Ágú 2011 11:47
af blitz
Idle tölur segja ekki jack.

Keyrðu prime95 og sjáðu hvað gerist.

Re: Hitatölur

Sent: Þri 16. Ágú 2011 17:42
af FriðrikH
blitz skrifaði:Idle tölur segja ekki jack.

Keyrðu prime95 og sjáðu hvað gerist.


En eru þessar idle hitatölur þá ekkert til að hafa áhyggjur af?

Keyrði Prime95 og hitinn á örgjörvanum fór eftir ca. 15 mínútur upp í 65°c