Síða 1 af 1
Tacens Spiro viftur, góðar?
Sent: Sun 07. Ágú 2011 18:48
af FriðrikH
Ég er að leita mér að góðum hljóðlátum viftum í kassann hjá mér, 2 x 120mm og sennilega eina á örgjörvakælinguna, 80mm held ég. Væru þessar viftur góðir kandídatar?:
http://kisildalur.is/?p=2&id=819 og
http://kisildalur.is/?p=2&id=1734 eða mæliði frekar með einhverjum öðrum?
Re: Tacens Spiro viftur, góðar?
Sent: Sun 07. Ágú 2011 19:01
af Eiiki
Já þessar eru mjög góðar og hljóðlátar, hef heyrt margt gott af þessum. En samt helvíti magnað að 80mm viftan snúist á 12500 snúningum á mínútum.
Re: Tacens Spiro viftur, góðar?
Sent: Sun 07. Ágú 2011 19:10
af Daz
http://kisildalur.is/?p=2&id=1580 á að vera nokkuð góð skv samanburðar-reviews. S.s. gefur gott CFM/dB .
Re: Tacens Spiro viftur, góðar?
Sent: Sun 07. Ágú 2011 19:25
af FriðrikH
Þakka svörin, Daz, mundir þú halda að Scythe viftan væri betri en Tacens viftan? Er nokkuð mark takandi á þessum db tölum sem eru gefnar upp á síðunni hjá þeim?
Re: Tacens Spiro viftur, góðar?
Sent: Sun 07. Ágú 2011 19:28
af Daz
Ég hef ekki séð neinn mæla þessar Tacens viftur og bera þær saman við aðrar þekktar viftur. Ég var að velta því fyrir mér um daginn að fá mér eina svona 120mm, en fékk mér scythe í staðinn, hún er hljóðlaus á ca 50%-60% hraða skv mínum eyrum. Get samt ekki sagt hvort hún er betri, þar sem ég hef engann samanburð.
Og allar tölur frá framleiðanda eru líklega ekki nothæfar nema í samanburði við viftur fá sama framleiðanda.
Re: Tacens Spiro viftur, góðar?
Sent: Sun 07. Ágú 2011 20:10
af FriðrikH
Ok, takk fyrir það, smelli mér þá sennilega á Scythe viftuna. Var einmitt búinn að reyna að finna eitthvað um þessa Tacens viftu á netinu án árangurs.
Re: Tacens Spiro viftur, góðar?
Sent: Fim 25. Ágú 2011 18:37
af GuðjónR
Ég keypti
80mm viftu í sjónvarpstölvuna í sumar og hún er algjörlega hljóðlaus, eina sem maður heyrir ef maður leggur eyrað við er smá hvinur í loftinu sem hún blæs.
Re: Tacens Spiro viftur, góðar?
Sent: Fim 25. Ágú 2011 19:07
af littli-Jake
Ég mæli klárlega með Tacens vitfum. hef reyndar bara verið með Tacens Aura II bæði 80 og 120mm en þær hafa svo sannarlega skilað sýnu. Mjög hljóðlátar og fínasti blástur
Re: Tacens Spiro viftur, góðar?
Sent: Fim 25. Ágú 2011 20:02
af Moldvarpan
Ég mæli með Tacens Aura II 120mm
http://kisildalur.is/?p=2&id=1737Það heyrist mjög lítið og kæla vel.