Síða 1 af 1

Vantar heyrnartól sem blocka vel utanaðkomandi hljóð ....

Sent: Lau 06. Ágú 2011 22:29
af hagur
Jæja,

Nú leita ég á náðir heyrnartólasérfræðinga .... mig vantar lokuð heyrnartól sem blocka vel utanaðkomandi hljóð. Er þó ekki beint að hugsa um svona noise cancelling tól, heldur bara einhver sem loka vel. Ætlunin er að nota þetta við rafmagnstrommusett og þá er fátt meira pirrandi en að heyra bank hljóðið þegar kjuðarnir smella í settinu.

Var að lesa recommendations á netinu og þar var mikið talað um Sennheiser HD-280 Pro. Í fljótu bragði sýnist mér það vera frekar gamalt módel sem virðist ekki fást lengur nýtt, a.m.k ekki hérna á klakanum.

Vitið þið hvaða módel er "arftaki" HD-280 og líklegt til að performa jafn vel eða betur? Ég vil helst Sennheiser.

Re: Vantar heyrnartól sem blocka vel utanaðkomandi hljóð ....

Sent: Lau 06. Ágú 2011 22:30
af gardar
Sennheiser HD-25



/thread

Re: Vantar heyrnartól sem blocka vel utanaðkomandi hljóð ....

Sent: Lau 06. Ágú 2011 22:33
af hagur
Úff, helvíti eru þau dýr :crazy

Var svona að spá í max 25k budget.

Lýst ágætlega á þessi: http://www.pfaff.is/Vorur/4328-hd-380-pro.aspx

Hljóma eins og arftaki 280 pro

Re: Vantar heyrnartól sem blocka vel utanaðkomandi hljóð ....

Sent: Lau 06. Ágú 2011 22:34
af tdog
Fyrst þú ert að nota þetta við rafmagnstrommusett þá finnst mér eiginlega að þú verðir að fá þér einhvern subwoofer, bara til þess að finna fyrir "settinu" annarsstaðar en í eyrunum. Headphone með miklu headroomi eru líklegast besti kosturinn líka. HD-25 hljóma bara vel í þetta.

Re: Vantar heyrnartól sem blocka vel utanaðkomandi hljóð ....

Sent: Lau 06. Ágú 2011 22:35
af gardar
Um að gera að fara niður í pfaff og prófa....

Ég keypti mér hd-25 árið 2006 og ég gæti ekki verið sáttari, þau eru lífstíðarfjárfesting :)

Re: Vantar heyrnartól sem blocka vel utanaðkomandi hljóð ....

Sent: Lau 06. Ágú 2011 23:12
af mercury
hd380 pro er arftaki 280 pro er sjálfur með 380 tólin og er bara mjög sáttur við þau. hafa þó ekki sama notagildi hjá mér og þú hafðir að hugsa þér að nota þau í en blocka hljóð mjög vel og soundið er bara frábært.

Re: Vantar heyrnartól sem blocka vel utanaðkomandi hljóð ....

Sent: Lau 06. Ágú 2011 23:59
af hagur
Þakka ábendingarnar :happy

Kíki í PFAFF sem fyrst og fæ að prófa.

Re: Vantar heyrnartól sem blocka vel utanaðkomandi hljóð ....

Sent: Sun 07. Ágú 2011 01:30
af benson
Keyptu HD25. Ég gerði það 2008 og sé ekki eftir því, ein bestu kaup ævi minnar. Algjört must ef þú ert að vinna eitthvað í pro soundi.