Reboot loopa
Sent: Fim 04. Ágú 2011 03:27
Ég er ekki alveg viss um hvar ég á að pósta þessu en ég held að þetta vandamál tengist hardware-i.
Tölvan mín fer í reboot loopu þegar Windows merkið kemur fyrst upp á skjáinn þegar það var reynt að setja það upp.
Móðurborðið hrundi og það var keypt notað móðurborð og örgjörvi sem fylgdi með. Minnin eru ný, keyptur annar aflgjafi, nýr harður diskur til að setja upp stýrikerfið og svo þegar þessu var tjaslað saman og Win7 installað fór hún í reboot hringi.
Málið er að þetta vandamál er ekki nýtt á nálinni. Gamla gamla móðurborðið skemmdist eftir margra ára þjónustu, svo það var keypt nýtt Gygabite P43-ES3G. Þá fór þetta að gerast og svo voru fleiri böggar, músík og video myndir áttu það til að hökta aðeins, þá sérstaklega youtube myndbönd og sérstaklega ef maður scrollaði á músinni þegar video var í gangi.
Ég fór með hana í viðgerð og það voru sett ný minni í vélina, eitthvað eflaust fiktað og ég fékk hana aftur, en hún var ekkert læknuð, þótt hún væri mikið skárri. Þessar reboot loopur komu annað slagið og höktið var minna, eitthvað sem ég lærði bara að lifa með.
Gygabite móðurborðið gaf sig svo.
Ég keypti notað móðurborð, fékk örgjörva með því, nýjan harðadisk, nýtt minni og notaðan aflgjafa (stærri) og ætlaði að lífga upp á gömlu vélina.
Eftir að búið var að setja upp Windows 7 fer hún ekki lengra en að Windows merkinu og rebootar sér aftur. Annað móðurborð var sett í vélina og leikurinn endurtekinn en aftur gerðist það sama og á sama stað.
Eina sem er ennþá í vélinni sem er það sama og þegar vesenið kom fyrst upp er turninn, skjákortið og örgjörvaviftan.
Getur eitthvað af þessu verið vandamálið eða er ég bara einstaklega óheppinn gaur?
ASUS P5W DH Deluxe
Örgörvin er 2,8 Duo og svo er ég líka með 2.6
Seagate diskur, nýr
SuperTalent DDR2 2x2GB PC6400 800MHz
Aflgjafinn er Raw Deal 520W
Turninn er ekki hjá mér og ég man ekki hvaða skjákort er í henni, né örgjörvavifta eða hvað turninn sjálfur heitir.
Tölvan mín fer í reboot loopu þegar Windows merkið kemur fyrst upp á skjáinn þegar það var reynt að setja það upp.
Móðurborðið hrundi og það var keypt notað móðurborð og örgjörvi sem fylgdi með. Minnin eru ný, keyptur annar aflgjafi, nýr harður diskur til að setja upp stýrikerfið og svo þegar þessu var tjaslað saman og Win7 installað fór hún í reboot hringi.
Málið er að þetta vandamál er ekki nýtt á nálinni. Gamla gamla móðurborðið skemmdist eftir margra ára þjónustu, svo það var keypt nýtt Gygabite P43-ES3G. Þá fór þetta að gerast og svo voru fleiri böggar, músík og video myndir áttu það til að hökta aðeins, þá sérstaklega youtube myndbönd og sérstaklega ef maður scrollaði á músinni þegar video var í gangi.
Ég fór með hana í viðgerð og það voru sett ný minni í vélina, eitthvað eflaust fiktað og ég fékk hana aftur, en hún var ekkert læknuð, þótt hún væri mikið skárri. Þessar reboot loopur komu annað slagið og höktið var minna, eitthvað sem ég lærði bara að lifa með.
Gygabite móðurborðið gaf sig svo.
Ég keypti notað móðurborð, fékk örgjörva með því, nýjan harðadisk, nýtt minni og notaðan aflgjafa (stærri) og ætlaði að lífga upp á gömlu vélina.
Eftir að búið var að setja upp Windows 7 fer hún ekki lengra en að Windows merkinu og rebootar sér aftur. Annað móðurborð var sett í vélina og leikurinn endurtekinn en aftur gerðist það sama og á sama stað.
Eina sem er ennþá í vélinni sem er það sama og þegar vesenið kom fyrst upp er turninn, skjákortið og örgjörvaviftan.
Getur eitthvað af þessu verið vandamálið eða er ég bara einstaklega óheppinn gaur?
ASUS P5W DH Deluxe
Örgörvin er 2,8 Duo og svo er ég líka með 2.6
Seagate diskur, nýr
SuperTalent DDR2 2x2GB PC6400 800MHz
Aflgjafinn er Raw Deal 520W
Turninn er ekki hjá mér og ég man ekki hvaða skjákort er í henni, né örgjörvavifta eða hvað turninn sjálfur heitir.