Síða 1 af 1

Álit á þessari uppfærslu

Sent: Fös 29. Júl 2011 15:50
af mr.anderson
Daginn, ég er með hugmynd af uppfærslu fyrir tölvuna mína og mig langar að fá ykkar álit af henni.

Gigabyte FM1 GA-A75M-UD2H DDR3 móðurborð
Mushkin 8 GB DDR3 1333MHz (2x4GB) Blackline vinnsluminni CL8
FM1 Vision A6-3650 Quad örgjörvi, HD6530D skjákarni, Retail
Gigabyte HD6770 PCI-E2. 1 skjákort 1GB GDDR5

Ef þið eruð með hugmyndir af einhverjum betri pörtum endilega deila með mér :)

Re: Álit á þessari uppfærslu

Sent: Mán 01. Ágú 2011 16:03
af mr.anderson
bump

Re: Álit á þessari uppfærslu

Sent: Mán 01. Ágú 2011 19:18
af kallikukur
hvað er budgetið?

og í hvað ætlaru að nota gripinn?

Re: Álit á þessari uppfærslu

Sent: Mán 01. Ágú 2011 20:13
af Bioeight
Ef þú ætlar að fá þér FM1 örgjörva þá mæli ég með því frekar að fá þér A8-3850 : kostar 22.860 hjá Tölvuvirkni(ódýrastur þar). Mæli líka með því að þú fáir þér hraðara minni en 1333 mhz, í það minnsta 1600 mhz(helst 1866 mhz! til að nota nú það sem maður hefur), gæti verið að það þurfi að vera 1.5V. Mæli með því að fara bara eftir http://download.gigabyte.eu/FileList/Me ... m-ud2h.pdf (listi yfir hvaða minni eru supported). Síðan mæli ég með því að þú fáir þér HD6670 skjákort í staðinn fyrir 6770 og þá geturðu keyrt það í crossfire með skjákubbnum á örgjörvanum. Það er talið vera svipað og HD 6790, það virkar þó ekki alltaf en það er verið að bæta stuðning við Crossfire stanslaust.

EDIT: Virðast ekki vera mörg vinnsluminni í boði yfir 1600 mhz til sölu á Íslandi. Ofan á það virðist ekki vera mikið sem maður græðir á að fara ofar. Þannig að ég mæli bara með því að þú fáir þér 1600 mhz 1.5V vinnsluminni, eins og t.d. G.Skill í Kísildal, líka af því að ég get ekki fullyrt að móðurborðið styðji 2000 mhz 1.6V minni. Svo er spurningin af hverju þú ert að fá þér AMD en ekki Intel? Í dag eru Intel Sandy Bridge örgjörvarnir mun öflugri, ég myndi persónulega samt fá mér AMD örgjörva í dag en það er bara af því að ég er AMD fanboy.