Síða 1 af 1

Ný skjákort, hljóðkort og í frammhaldinu headphones.

Sent: Fös 22. Júl 2011 17:21
af JoiMar
Góðan dag

Ákveðnar uppfærslu hugmyndir eru búnar að vera veltast um í hausnum á mér síðustu daga. Í fyrsta lagi að fara í Crossfire Ati 6950 uppfærslu frá eina 6850 kortinu sem ég er með núna.

http://www.buy.is/product.php?id_product=9207908 versla sem sé tvö svona kort og selja gamla mitt. Þetta er nátturulega svolítill peningur fyrir þetta setup. En möguleikin á að unlocka 6950 kortunum í 6970 er hluti af því að ég er spenntur fyrir þessu (heimild http://www.techpowerup.com/articles/overclocking/vidcard/159).

Pæling hvort nvidia menn vilja meina að eitt 580 kort væri sniðugri kaup.

Nr. 2

Fá mér stærri SSD disk, virðist vera að 60 GB séu ekki nóg þrátt fyrir að ég hafi talið mér trú um það. Mögulega að uppfæra í OCZ Vertex 3 (http://www.buy.is/product.php?id_product=9207910), er einhver betri 120 GB eða hafa menn slæma reynslu af þessum disk?

Nr. 3

Kaupa hljóðkort, núna hef ég átt 2 setup í röð sem að hafa notað innbyggð hljóðkort og mig langar að kaupa mér sér hljóðkort Asus Xonar D1 er líklegast (http://www.buy.is/product.php?id_product=1734). Er þetta algjör peningaeyðsla, mönnun virðist greina á hvort að hljóðkort séu bara pjatt eða skemmtilegur aukahlutur.

Nr. 4

Þetta er atriðið sem ég er í mestu veseni með ný headphone. Nú eru gömlu Sennheiser HD-555 búin að fylgja mér lengi og orðinn ansi lúinn, þannig að nýju valkostirnir eru.

Sennheiser RS 170 ( 27.900), Sennheiser HD 558 (29.900) eða HD 380 PRO (22.900)
http://pfaff.is/Vorur/4394-rs-170.aspx , http://pfaff.is/Vorur/4785-hd-558.aspx ,http://pfaff.is/Vorur/4328-hd-380-pro.aspx .

Best væri ef að einhver hefur slæma reynslu af einhverjum af þessum headphone-um þar sem þau fá flest öll jákvæðar umsagnir. Sumir virðast þó hafa eitthvað neikvætt að segja um RS 170 sem mig langar þó best í vegna þráðlausa fídusins.

Nr. 5

Lyklaborðið er eiginlega búið líka þannig að Razer Lycosa (http://www.buy.is/product.php?id_product=1636) virðist vera rökrétt uppfærsla þó svo að G 510 komi líka til greina. Hef aldrei prufað þessi Razer borð, einhver ástæða til þess að fjárfesta ekki í þeim?

Þetta er orðin örlítil langloka :/, en þeir sem nenntu að lesa þetta í gang endilega skjótið á mig hugmyndum.

Restin af setup-i inniheldur AMD Phenom II X6 1090T, GIGABYTE GA-890FXA og HAF 932 kassa.

Kveða Jói

Re: Ný skjákort, hljóðkort og í frammhaldinu headphones.

Sent: Fös 22. Júl 2011 20:10
af einarhr
JoiMar skrifaði:
Nr. 3

Kaupa hljóðkort, núna hef ég átt 2 setup í röð sem að hafa notað innbyggð hljóðkort og mig langar að kaupa mér sér hljóðkort Asus Xonar D1 er líklegast (http://www.buy.is/product.php?id_product=1734). Er þetta algjör peningaeyðsla, mönnun virðist greina á hvort að hljóðkort séu bara pjatt eða skemmtilegur aukahlutur.


Nei það er ekki peningaeyðsla að fá sér hljóðkort, þú átt eftir að finna töluverðan mun. Sjálfur er með nokkuð öflugt borð fá Asus með innbyggðu hljóðkorti sem á að vera þokkalega gott en það hefur ekki roð í Creative X-fi Gamer kortið sem ég er með í tölvunni, á sínum tíma greiddi ég 6500 kr fyrir þetta kort.

Ég sé ekki tilganginn að kaupa sér góð heyrnatól ef búnaðurinn sem sendir hljóðið á þá er ekkert spes.
Ég á 4 stykki Sennheiser heyrnatól.
1. CX300 fyrir Ipodinn, InEar tappa.
2. HD435 fyrir tónlist heima, Opin.
3. PC161 Gaming með Mic.
4. RS130 Wireless.

Mjög ánægður með alla þessa nema að það getur stundum verið truflanir í þeim þráðlausu og nota ég þau því lítið og er búin að lána gamla þau.

Hef ekki reynslu af þessum nýju þráðlausu en ég er alltaf frekar skepptískur á þráðlausa hluti, það virðast alltaf vera e-h vandamál. Sbr, mýs, Wifi kort ofl.

Myndi fara í Pfaff og prófa HD558 og HD380 og velja svo í framhaldi af því.

Re: Ný skjákort, hljóðkort og í frammhaldinu headphones.

Sent: Þri 26. Júl 2011 12:55
af TraustiSig
Ég er sjálfur með RS170. Þetta eru ein bestu kaup sem ég hef gert. Ég get labbað allt í íbúðinni og þau detta aldrei út. Skýr og góður hljómur eins og má búast við frá Sennheiser ásamt því að snilld er að kýla basssann og surround í botn þegar að maður er að leika sér í tölvuleikjum. Ég fékk til að mynda hroll þegar að ég prufaði þau í bílaleikjum...

Re: Ný skjákort, hljóðkort og í frammhaldinu headphones.

Sent: Þri 26. Júl 2011 13:26
af mind
Nr1
2x 6950/6970 gefur þér meiri afköst en 1x GTX580
http://www.anandtech.com/show/4209/amds-radeon-hd-6990-the-new-single-card-king/7

Nr2
Almenna reglan er allir 120GB diskar sem nota nýja sandforce settið = góðir (Corsair Force 3, Vertex 3 o.s.f.)

Nr3
Fæstir þurfa betra hljóðkort en það innbyggða. Ef þú vilt samt fá þér svoleiðis er Xonar D1 líklega kortið til að kaupa.
Einfalda reglan er samt sú sama og fyrir hátalara og heyrnatól sem er:
Ef þú heyrir ekki mun = ekki fjárfesta í dýrara dóti!
Ef þú heyrir mun = prufaðu þá dýrara dót (og taktu blint próf til að koma í veg fyrir að heyra bara muninn afþví þú vilt það)

Nr4
Ekkert að 555 heyrnatólum, þau eru mjög góð.
Ég hef stórar efasemdir um að 558 skili þér einhverjum mun. Myndi frekar bara uppfæra gömlu ókeypis í 595
http://mikebeauchamp.com/misc/sennheiser-hd-555-to-hd-595-mod/

Nr5
Razer er fínt en passaðu þig samt með lyklaborð að það eru til mismunandi layout, svo ef þú ert með ofnæmi fyrir litlum enter hnöppum eða vilt hafa hornklofatakkann við hliðiná vinstri shift þarftu viðkomandi útgáfu. (Sbr. ekki US layout)

Re: Ný skjákort, hljóðkort og í frammhaldinu headphones.

Sent: Mið 27. Júl 2011 17:27
af JoiMar
Takk fyrir þetta mjög þægilegt að fá að vita að meður hefur verið að hugsa þetta rétt :P, allavega varðandi skjákortið. Takk fyrir ábendinguna með 555 og ókeypis breytingu yfir í 595, en vandamálið er að þau er brotin þannig að ég verð að kaupa ný headphone.
Ég panta þetta þá í ágúst :D

Re: Ný skjákort, hljóðkort og í frammhaldinu headphones.

Sent: Mið 27. Júl 2011 17:32
af mundivalur
Hvaða týpu af 6850 ertu með mig vantar í CF \:D/

Re: Ný skjákort, hljóðkort og í frammhaldinu headphones.

Sent: Mið 27. Júl 2011 22:24
af JoiMar
mundivalur skrifaði:Hvaða týpu af 6850 ertu með mig vantar í CF \:D/


Þetta er svipað http://kisildalur.is/?p=2&id=1693 þessu korti, nema overclockuð útgáfa, keypt í okt/nóv 2010 í Kísildal. Vil helst ekki losa mig við það fyrr en í ágúst. Sendu mér endilega message þá :)

Kv Jói

Re: Ný skjákort, hljóðkort og í frammhaldinu headphones.

Sent: Mið 27. Júl 2011 22:33
af Steini B
Þú getur ekki notað þetta 6950 kort, það verður að vera retail (ekki aftermarket)
Eins og td. þetta http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=1978

Re: Ný skjákort, hljóðkort og í frammhaldinu headphones.

Sent: Mið 27. Júl 2011 22:37
af JoiMar
Steini B skrifaði:Þú getur ekki notað þetta 6950 kort, það verður að vera retail (ekki aftermarket)
Eins og td. þetta http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=1978


Waaz, þetta eru fréttir fyrir mér, þeas.. afhverju get ég ekki notað önnur en retail kort? að hvaða leiti get ég ekki notað það?. Aftermarket kort virka í CF síðast þegar ég vissi!

Re: Ný skjákort, hljóðkort og í frammhaldinu headphones.

Sent: Mið 27. Júl 2011 23:06
af Steini B
JoiMar skrifaði:
Steini B skrifaði:Þú getur ekki notað þetta 6950 kort, það verður að vera retail (ekki aftermarket)
Eins og td. þetta http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=1978


Waaz, þetta eru fréttir fyrir mér, þeas.. afhverju get ég ekki notað önnur en retail kort? að hvaða leiti get ég ekki notað það?. Aftermarket kort virka í CF síðast þegar ég vissi!

Æj það vantaði hjá mér :P

Getur ekki notað það ef þú ætlar að BREYTA því í 6970 ;)

Þú getur alveg verið með hvaða 6950 kort sem er í CF...
En ef þú ætlar að flasha því yfir í 6970 kort, þá verðuru að vera með retail kort...

Re: Ný skjákort, hljóðkort og í frammhaldinu headphones.

Sent: Fim 28. Júl 2011 01:50
af JoiMar
Neðst á þessari síðu er samantekt yfir kort sem hafa verið unlockuð og slatti af þeim er aftermarket.

http://www.techpowerup.com/articles/ove ... idcard/159

Re: Ný skjákort, hljóðkort og í frammhaldinu headphones.

Sent: Fim 28. Júl 2011 02:31
af mercury
ein spurning nú virðast menn vera að flasha 6950 i 6970 og allt virðist virka. Tók samt eftir því að 6950 er með 2x 6pin en 6970 er með 1x 6pin og 1x 8pin.
Mynd
http://forums.guru3d.com/showthread.php?t=335318 ágætis umræða varðandi þetta flash dæmi ;)