Síða 1 af 1

Skjár Flökktir

Sent: Mán 18. Júl 2011 23:48
af Arena77
Er með 19" Dell skjá sem er um 4 ára gamall, hann byrjaði allt í einu að flökkta, og er þetta mjög pirrandi, veit einhver hvort þetta er eitthvað sem hægt er að laga með einföldum hætti, eða þarf ég bara að fá mér nýjan og henda þessum?

Re: Skjár Flökktir

Sent: Mán 18. Júl 2011 23:55
af kazzi
hvernig er hann tengdur vga eða dvi
gæti mögulega verið snúran

Re: Skjár Flökktir

Sent: Þri 19. Júl 2011 00:00
af einarhr
kazzi skrifaði:hvernig er hann tengdur vga eða dvi
gæti mögulega verið snúran


Einmitt, byrja á því að prófa nýja snúru og jafnvel aðra vél því það gæti verið skjákortið sem er að valda þessu flökkti.

Ef skjárinn flökktir á annari vél með nýjum VGA/DVI kappli þá er það sennilega skjákapallinn sem fer frá móðurborðinu á skjánum í sjálfan skjáinn.

Oftar enn ekki borgar sig að kaupa nýjan frekar en að eyða í viðgerð á þessum.