Síða 1 af 1

Vandamál með að bæta við 2x2GB af minnum

Sent: Sun 17. Júl 2011 20:49
af Gunnar
Er með 2x2GB supertalent 800Mhz minni og auglýsti eftir minnum og fékk 2x2GB af mushkin enchanted 800Mhz minnum.
nokkuð viss að bæði minni sé 1.8V og PC6400
Þegar ég set muskin minnin í þá byrjar tölvan bara að endurræsa sig. Hún postar ekki og heldur bara áfram að endurræsa sig þangað til að ég slekk á henni.
Er búinn að prufa að hafa minnin ekki í litakóðun en þá hættir hún að endurræsa sig en Phase_led lýsa öll og það kemur engin mynd á skjána.
Eru minnin bara ekki að ná að vinna saman eða gæti þetta verið eitthvað annað?
Öll yfirklukkun var endurræst áður en ég setti minnin í svo það er ekki vandamálið.
Gæti það virkað ef ég hækka voltin á minnunum?

Re: Vandamál með að bæta við 2x2GB af minnum

Sent: Sun 17. Júl 2011 21:06
af MatroX
uppfæra bios? ertu með nýjasta biosinn?

Re: Vandamál með að bæta við 2x2GB af minnum

Sent: Sun 17. Júl 2011 21:16
af Gunnar
minnir að ég sé með nýjasta biosinn en það er ekkert uppfært varðandi minnin í F3B.kiki á það þegar ég kem heim.
http://www.gigabyte.com/products/produc ... =2810#bios
beta BIOS
Update Intel AHCI ROM

Re: Vandamál með að bæta við 2x2GB af minnum

Sent: Sun 17. Júl 2011 21:26
af Daz
Virka nýju minnin stök? Virka nýju og gömlu minnin í dual channel? (Ég er með gigabyte móðurborð, ekki sama reyndar, og ég get ekki notaða allar 4 minnisraufarnar, því það virðist ekki virka í dual channel með þeim minnum sem ég hef prófað).

Ef þú nærð ekki að leysa þetta þá hef ég áhuga á að kaupa minni af þér :D :money

Re: Vandamál með að bæta við 2x2GB af minnum

Sent: Sun 17. Júl 2011 21:37
af Gunnar
Daz skrifaði:Virka nýju minnin stök? Virka nýju og gömlu minnin í dual channel? (Ég er með gigabyte móðurborð, ekki sama reyndar, og ég get ekki notaða allar 4 minnisraufarnar, því það virðist ekki virka í dual channel með þeim minnum sem ég hef prófað).

Ef þú nærð ekki að leysa þetta þá hef ég áhuga á að kaupa minni af þér :D :money

Ja nýju minnin virðast virka stök í dual channel. held að það sé bara útaf þetta eru ekki 100% eins minni.