Síða 1 af 1

Bilað Mb í Dell Optiplex 745D - Fox Conn LS 36

Sent: Sun 10. Júl 2011 22:02
af semper
Ég er búinn að komast að því að móðurborðið er farið í Dell vélinni minn sem ég keypti af Háskólanum. Var að setja skjákort í hana og rakst í einhverja þétta og nú er hún alltaf á "auxillary power", sama hverju ég skipti út af hlutum.
Þetta er slimline vél með DDR2 minni og intel core duo með socket 775. Greinilega lítið mb og merkt Dell og örugglega OEM. Heitir fullu nafni Fox Conn LS 36.
Nú er ég að spá hvað er best að gera með að skipta út mb. Dettur helst í hug ef ég fæ ekki alveg eins, að fara upp í mb með DDR3 og I3.
Hefur einhver reynslu af hvað gengur og hvað ekki?