Síða 1 af 1
Örgjörvi með mjög hátt hita stig
Sent: Mið 06. Júl 2011 00:30
af Raidmax
Sælir afsakið þráða brjálæðið hérna. En ég er var að kaupa nýja tölvu fékk mér Intel i7 2600k og Corsair H70 vatnskælingu. Til að byrja með þá passar H70 ekki rassgat með 1155 borðum allavegna á þetta móðurborð ( P67A-UD4-B3 ).
Gat ekki skrúfað allar skrúfunar í og ég þurfti að berjast við að koma þriðju í gatið en svo var ekkert gat fyrir fjórðu.
En allavegna málið hérna er að Örgjörvin minn er í 50 gráðum í Idle. Ég var bara að pæla hvað skildi vera að, ég er með Haf X með 3x200mm viftum 1x230mm þannig flæðið í kassanum ætti ekki að vera trufla og einnig að auki 2x120 sem fylgja með H70 kælinguni. Er bara málið að þessi kæling er einhvað gölluð eða Örrin gallaður.
Ég var með í hinni tölvunni minni 3+ ára gamlan Örgjörva og Stock viftuna og hann var bara á rólinu 30-40 í idle þannig það er frekar skrýtið að þessi sé það svona nýr...
Endilega láta mig vita ef þið hafið lausnir við þessu afsakið illa settan upp þráð en maður er bara frekar hneykslaður.
Re: Örgjörvi með mjög hátt hita stig
Sent: Mið 06. Júl 2011 00:40
af Kristján
er ekki sér festingar fyrir intel og svo aðrar fyrir amd, ertu viss að þú sért að nota intel en ekki amd festingarnar?
maður getur verið með 10 viftur í kassanum, spurnging hvernig þær snúa og hvar þær eru.
annars eru allir með bóner fyrir noctua kælingunni, sem er samkvæmt öllu mikið betri en h50 og 60 og 70.
Re: Örgjörvi með mjög hátt hita stig
Sent: Mið 06. Júl 2011 00:46
af Ulli
Mikið?
Munar örfáum gráðum.
Munurinn er aðalega í verðinu held ég.
On topic
Skoðaðiru öruglega Leiðbeiningarnar vel?
Bakplate snýr rétt og er eins og áður var nefnt fyrir Intel?
Eru fjögur göt á móðurborðinu í kríngum Örgjörva socketið yfir höfuð?
Ef ekki þá er það frekar vierd..
Blása vifturnar inn eða út og snúa þær allveg örugglega í sömu átt?
Re: Örgjörvi með mjög hátt hita stig
Sent: Mið 06. Júl 2011 00:47
af urban
þú svarar þessu alveg sjálfur afhverju hitastigið er hátt.
þú settir kælinguna rétt á.
Re: Örgjörvi með mjög hátt hita stig
Sent: Mið 06. Júl 2011 00:47
af Raidmax
Vifturnar snúa allir vonandi rétt því fylgdu nú með kassanum en já það fylgi svona 20 leiðbeiningar þannig nei ég klikkaði ekki á þessu. Það var sko sér leiðbeiningar fyrir socket 1333 og 1156 en ekkert fyrir 1155. Þannig þessi kæling á greinilega ekki að passa með þessu socketi. En á Corsair.com stendur að 1155 socketið eigi að passa fyrir H70 sem ég skil ekki alveg hvernig þeir fá út....
Re: Örgjörvi með mjög hátt hita stig
Sent: Mið 06. Júl 2011 00:49
af Ulli
1155=1156?

Re: Örgjörvi með mjög hátt hita stig
Sent: Mið 06. Júl 2011 00:51
af urban
Raidmax skrifaði:Vifturnar snúa allir vonandi rétt því fylgdu nú með kassanum en já það fylgi svona 20 leiðbeiningar þannig nei ég klikkaði ekki á þessu. Það var sko sér leiðbeiningar fyrir socket 1333 og 1156 en ekkert fyrir 1155. Þannig þessi kæling á greinilega ekki að passa með þessu socketi. En á Corsair.com stendur að 1155 socketið eigi að passa fyrir H70 sem ég skil ekki alveg hvernig þeir fá út....
Ef að 3 skrúfan passaði ekki og 4 skrúfan engan vegin þá nei, þú ert ekki að gera þetta rétt.
fullt af fólki að nota H70 með 1155 borðum.
þú ert bara að gera þetta vitlaust.
EDIT**
reyndar komu fyrstu H70 sem að voru ekkert með backplate sem að passaði fyrir 1155
gæti vel verið að þú sért óheppinn og sért með svoleiðis eintak.
Re: Örgjörvi með mjög hátt hita stig
Sent: Mið 06. Júl 2011 00:57
af Raidmax
Nei það er ekkert backplate sem stemmir við holurnar á móðurborðinu. Það er alveg ber sýnilegt að það er bara ein leið að gera þetta við vorum tveir að gera þetta prófuðum þetta í klukkutímnum saman bara til að tékka hvort það væri örugglega ekki einhvað að þessum festingum. Því þær bara passa alveg ekki við þessi göt...
Re: Örgjörvi með mjög hátt hita stig
Sent: Mið 06. Júl 2011 00:59
af MatroX
Raidmax skrifaði:Nei það er ekkert backplate sem stemmir við holurnar á móðurborðinu. Það er alveg ber sýnilegt að það er bara ein leið að gera þetta við vorum tveir að gera þetta prófuðum þetta í klukkutímnum saman bara til að tékka hvort það væri örugglega ekki einhvað að þessum festingum. Því þær bara passa alveg ekki við þessi göt...
1155 er sama og 1156. notaðu þau göt.
Re: Örgjörvi með mjög hátt hita stig
Sent: Mið 06. Júl 2011 01:03
af Raidmax
Já það var samt sko alveg sama backplate fyrir öll intel socketin nema bara mismunandi leiðbeiningar milli AMD og Intel. En það var bara eitt backplate sem fór aftaná móðurborðið. Svo eitt sem fór ofaná og það var klárlega rétt því Amd dæmið passaði ekkert við götin. En ég gerði þetta alveg eftir leiðbeiningunum, það var bara ekki séns að bera saman holurnar á plate-inu og móðurborðinu skipti engu máli hvernig þú snúðir því...

Re: Örgjörvi með mjög hátt hita stig
Sent: Mið 06. Júl 2011 01:06
af Ulli
Ná bara í Borvél

Re: Örgjörvi með mjög hátt hita stig
Sent: Mið 06. Júl 2011 01:08
af Raidmax
Ulli skrifaði:Ná bara í Borvél

Samt svona án djók mér langar bara að vaða í þetta. Hvað ætti maður ekki bara að fara með tölvuna upp í verslunina sem maður keypti kælinguna og sýna þeim að þetta passar bara alls ekki saman ?

Re: Örgjörvi með mjög hátt hita stig
Sent: Mið 06. Júl 2011 01:13
af Ulli
Það væri sterkur leikur.
Re: Örgjörvi með mjög hátt hita stig
Sent: Mið 06. Júl 2011 17:22
af ViktorS
Sýna þeim hvar Davíð keypti ölið!
Re: Örgjörvi með mjög hátt hita stig
Sent: Mið 06. Júl 2011 18:28
af Raidmax
Fór með tölvuna í att áðan láta þá yfir fara þessa kælingu , vona að þetta sé framleiðslugalli

En kannski vitlaus samsetning en það væri frekar skrýtið því það var bara eitt í stöðunni

Re: Örgjörvi með mjög hátt hita stig
Sent: Mið 06. Júl 2011 19:18
af AncientGod
Raidmax skrifaði:Fór með tölvuna í att áðan láta þá yfir fara þessa kælingu , vona að þetta sé framleiðslugalli

En kannski vitlaus samsetning en það væri frekar skrýtið því það var bara eitt í stöðunni

smá off topic en ég var líka í att áðan =D
Re: Örgjörvi með mjög hátt hita stig
Sent: Mið 06. Júl 2011 19:39
af ViktorS
AncientGod skrifaði:Raidmax skrifaði:Fór með tölvuna í att áðan láta þá yfir fara þessa kælingu , vona að þetta sé framleiðslugalli

En kannski vitlaus samsetning en það væri frekar skrýtið því það var bara eitt í stöðunni

smá off topic en ég var líka í att áðan =D
cool story bro

Re: Örgjörvi með mjög hátt hita stig
Sent: Fim 07. Júl 2011 18:52
af ScareCrow
Ég er með HAF922 kassa, s.s. 2x200mm vifta og 1x 120mm og svo einhver skíta örgjörva vifta en er idle í sirka 20 - 30°.. mér finnst 50° semi mikið
Re: Örgjörvi með mjög hátt hita stig
Sent: Fös 08. Júl 2011 15:13
af Raidmax
Strákarnir í Att sáu um þetta frábær þjónusta

vitlaust gert hjá mér

Re: Örgjörvi með mjög hátt hita stig
Sent: Fös 08. Júl 2011 15:46
af Daz
Raidmax skrifaði:Strákarnir í Att sáu um þetta frábær þjónusta

vitlaust gert hjá mér

Ef þú segist hafa gert eitthvað rétt og margir segja að þú hafir gert eitthvað vitlaust, þá er íhugunarvert að byrja upp á nýtt og ganga út frá því að fjöldinn hafi rétt fyrir sér.
Ekkert sérstaklega beint til þín, held við mættum öll taka það til okkar

(Veit ekki hversu oft ég hef lent í þessu sjálfur

)