Síða 1 af 1

kælikrem

Sent: Mán 04. Júl 2011 10:03
af pattzi
Þarf maður að skipta um kælikrem reglulega eða hvernig er það hef aldrei skipt um kælikrem samt á neinni vél hjá mér

Re: kælikrem

Sent: Mán 04. Júl 2011 12:21
af Eiiki
Ef örgjörvinn og skjákortið haldast nógu köld þá er óþarfi að skipta um kælikrem... En ég mæli með MX-2. Sjálfur reyni ég að skipta um krem á árs fresti :) En það gæti verið að það sé algjör óþarfi að gera það svo oft

Re: kælikrem

Sent: Mán 04. Júl 2011 13:40
af pattzi
Eiiki skrifaði:Ef örgjörvinn og skjákortið haldast nógu köld þá er óþarfi að skipta um kælikrem... En ég mæli með MX-2. Sjálfur reyni ég að skipta um krem á árs fresti :) En það gæti verið að það sé algjör óþarfi að gera það svo oft


vél síðan 2007 og það hefur aldrei verið hreyft við neinu örgjörfin er 45 gráður og skjákortið 40 og diskarnir 29

Re: kælikrem

Sent: Mán 04. Júl 2011 13:59
af Daz
Það ætti ekki að vera nein sérstök ástæða til að skipta um kælikrem í einhverskonar viðhaldi, líkt og maður rykhreinsar kassann t.d. Aftur á móti getur verið nauðsynlegt að skipta um krem ef heatsinkið losnar af eða hitatölur gefa til kynna að kælingin sé ekki að vinna nógu vel.
Þínar hitatölur virðast fínar, engin ástæða til að lagfæra neitt þar.