hakon78 skrifaði:Takk fyrir inputtin strákar.
Kannski líka að láta vita að ég er ekki að fara í ofur hljóðver heldur bara 1. gítar og midi lyklaborð.
Ég fann hérna cpu comparison á örgjafana. Samkvæmt honum þá sýnist mér i5 2405s örgjörvinn standa sig ágætlega á móti q6600.
Annað er að ástæðan fyrir því að mig langar í kassann er sú að þetta á ekki að taka mikið pláss. Eins og neðanverð mynd sýnir þá er þetta skrambi huggulegt apparat.
Það sem ég hef mestar áhyggjur af er power consumptionið.
Varðandi Firewire þá finn ég kannski annað móðurborð en ég hafði hugsað mér að vera með Usb Interface. Ef Þið segið að framtíð hljóðvinnslu mun aðalega fara í gegnum Firewire þá finn ég annað.
Varðandi geymsluplás og annað þá vara það alltaf meiningin að vera með utanáliggjandi HD fyrir umfram gögn. diskurinn sem er í velini á að hýsa OS og Ableton.
Er þetta ennþá eins hræðilegt og það leit út í fyrstu?
Mbk
Hákon
Firewire er ekki framtíðin það er bara tengi sem er mikið notað í hljóðvinnslu og það er stór plús í hljóðvinnslu að vera með öll hestu tengin.
Gallinn við USB er að það deilir bandvíddinni niður á öll tækin sem þú ert með. Ég hef td. lent í því að vera með USB flakkara, USB mús + lyklaborð og USB hljóðkort saman í einni tölvu og ef ég bætti einu USB tæki við þá datt annaðhvort lyklaborðið eða músin út því að var ekki nægileg bandvídd til staðar.
Með því að geta haft eitthvað af þessum tækjum td. flakkarann eða hljóðkortið í firewire þá sleppurðu við svona vesen. Þú munt síðan kannski vilja uppfæra hljóðkortið seinna og þá er hryllilega leiðinlegt að vera takmarkaður við eitthvað eitt tengi.
Varðandi utanáliggjandi geymslu þá sérðu það líka um leið og þú ert kominn í stóra sessiona hvað USB2 er takmarkað varðandi hraða.
Ég hef þurft að flytja á milli allt í 100GB session og maður vill ekki þurfa að gera það á USB2 flakkara.
Þetta borð sem þú valdir er náttúrlega með USB3 svo þú gætir fengið þér þannig flakkara en USB3 er ekki búið að ná nógu mikilli útbreisðslu svo ef þú færir með flakkarann einhvert annað mundirðu að öllum líkindum þurfa að nota USB2.
Persónulega sé ég líka enga framtíð fyrir USB3 við hliðina á thunderbolt.
Ef þú villt hafa tölvuna netta þá er þetta fínn kassi. Fyrir mér á hljóðvinnslutölva alltaf að vera vél sem er auðveldlega hægt að uppfæra því tæknin þróast stöðugt en ef þér langar í netta vél þá skil ég það vel og ættla ekki að gagnrýna það.
Findu móðurborð sem passar í þennan kassa, með Firewire, og þá ertu í ágætum málum.