Síða 1 af 1

hvað er raid?

Sent: Sun 03. Júl 2011 02:37
af Halldór
Ég hef lengi verið að velta því fyrir mér en hver er munurinn á t.d. raid 0, raid 1 og raid 5. Í hvaða aðstæðum notar maður raid 1 í staðin fyrir t.d. raid 0 og hvernig breytir maður á milli?

Re: hvað er raid?

Sent: Sun 03. Júl 2011 02:59
af Gúrú
Engin leið til að útskýra þetta betur en taflan þarna gerir.

http://en.wikipedia.org/wiki/RAID#Standard_levels

RAID er bara aðferðafræði við það að auka mismunandi kosti harða diska með því að nýta fleiri en einn harðan disk,

t.d. geymsluöryggi með RAID-1 og hraða með RAID-0.

Re: hvað er raid?

Sent: Sun 03. Júl 2011 03:24
af Halldór
Gúrú skrifaði:Engin leið til að útskýra þetta betur en taflan þarna gerir.

http://en.wikipedia.org/wiki/RAID#Standard_levels

RAID er bara aðferðafræði við það að auka mismunandi kosti harða diska með því að nýta fleiri en einn harðan disk,

t.d. geymsluöryggi með RAID-1 og hraða með RAID-0.


ok takk fyrir það :D

en hvernig breytir maður um raid? og hvað mælið þið með að hafa raid í fyrir leikjavél, heimatölvu og svo downloadvél? (allt mismunandi tölvur)

Re: hvað er raid?

Sent: Sun 03. Júl 2011 04:10
af JReykdal
Halldór skrifaði:
Gúrú skrifaði:Engin leið til að útskýra þetta betur en taflan þarna gerir.

http://en.wikipedia.org/wiki/RAID#Standard_levels

RAID er bara aðferðafræði við það að auka mismunandi kosti harða diska með því að nýta fleiri en einn harðan disk,

t.d. geymsluöryggi með RAID-1 og hraða með RAID-0.


ok takk fyrir það :D

en hvernig breytir maður um raid? og hvað mælið þið með að hafa raid í fyrir leikjavél, heimatölvu og svo downloadvél? (allt mismunandi tölvur)


RAID er eiginlega óþarfi í öllum þessum tilfellum.

En ef þú kúkar peningum þá gæti leikjavélin notað hraðan úr RAID-0, heimavélin öryggið úr RAID-1 og downloadvélin öryggi+hraða úr RAID-5.

Re: hvað er raid?

Sent: Mán 04. Júl 2011 02:21
af Halldór
Ef ég er að skilja þetta rétt þá er raid 0 óöruggast en hraðast og t.d. raid 10 er öruggara en hægara? og hvernig breytir maður um raid?

Re: hvað er raid?

Sent: Mán 04. Júl 2011 03:14
af Gúrú
Maður "breytir" ekki um RAID, maður setur hörðu diskana í sömu vél og setur síðan upp stýrikerfið með control driverum af diski.

Þetta er það leiðinlegt verkefni að ég hætti við að gera þetta þó ég væri með tvo nákvæmlega eins diska. :thumbsd

Re: hvað er raid?

Sent: Mán 04. Júl 2011 03:49
af AntiTrust
Jújú, maður breytir alveg um RAID. Flestir alvöru controllerar styðja RAID migration. En maður "breytir" ekki non raid setupi í RAID setup, það verður að vera til array fyrir.

Þetta er í flestum tilfellum afskaplega einfalt í uppsetningu, en hvort það borgi sig eða ekki veltur svo bara á því í hvað er verið að nota diskastæðuna.

Re: hvað er raid?

Sent: Mán 04. Júl 2011 10:43
af Minuz1
Halldór skrifaði:Ef ég er að skilja þetta rétt þá er raid 0 óöruggast en hraðast og t.d. raid 10 er öruggara en hægara? og hvernig breytir maður um raid?


RAID-0 er eiginlega ekki RAID
Það eykur líkur á því að þú missir gögnin þín, þveröfugt miðað við það sem RAID stendur fyrir.
Margfaldur skrif og leshraði.
Gagnatap er algjört við hrun eins af diskunum.

RAID-1 Speglar gögnin og ef 1 diskur hrinur þá áttu annan disk sem er alveg eins og hinn.
+Tvöfaldar u.þ.b leshraða
+Nákvæm eftirlíking af 1 disk
+Litlar líkur á að 2 diskar klikki á sama tíma
-50% Minna gagnamagn

RAID-5 Skrifar gögn á 2/3 af diskunum og notar 1/3 af diskunum til þess að búa til parity.
+Eykur leshraða
-33% Minna Gagnamagn
-Hægist á Diskunum ef 1 diskur klikkar þangað til að það er búið að skipta út bilaða disknum

Raid 10 er samsetning á RAID 0 og 1
2 diskar settir upp sem RAID 0 og svo er RAID 1 notað til búa til gagnaöryggi þannig að öll RAID 0 stæðan er spegluð.
Ef ein Raid 0 stæðan klikkar þá hefur þú aðra Raid 0 stæðu til þess að bjarga þér.

Re: hvað er raid?

Sent: Mán 04. Júl 2011 11:03
af Klemmi
Minuz1 skrifaði:
Halldór skrifaði:Ef ég er að skilja þetta rétt þá er raid 0 óöruggast en hraðast og t.d. raid 10 er öruggara en hægara? og hvernig breytir maður um raid?


RAID-0 er eiginlega ekki RAID
Það eykur líkur á því að þú missir gögnin þín, þveröfugt miðað við það sem RAID stendur fyrir.
Margfaldur skrif og leshraði.
Gagnatap er algjört við hrun eins af diskunum.

RAID-1 Speglar gögnin og ef 1 diskur hrinur þá áttu annan disk sem er alveg eins og hinn.
+Tvöfaldar u.þ.b leshraða
+Nákvæm eftirlíking af 1 disk
+Litlar líkur á að 2 diskar klikki á sama tíma
-50% Minna gagnamagn

RAID-5 Skrifar gögn á 2/3 af diskunum og notar 1/3 af diskunum til þess að búa til parity.
+Eykur leshraða
-33% Minna Gagnamagn
-Hægist á Diskunum ef 1 diskur klikkar þangað til að það er búið að skipta út bilaða disknum

Raid 10 er samsetning á RAID 0 og 1
2 diskar settir upp sem RAID 0 og svo er RAID 1 notað til búa til gagnaöryggi þannig að öll RAID 0 stæðan er spegluð.
Ef ein Raid 0 stæðan klikkar þá hefur þú aðra Raid 0 stæðu til þess að bjarga þér.


Flottur listi :) en má þó taka fram að RAID-5 notar 1/x af plássi diskanna til að búa til parity þar sem x er fjöldi diska, takmarkast ekki við 3 diska :)