hvað er raid?
Sent: Sun 03. Júl 2011 02:37
Ég hef lengi verið að velta því fyrir mér en hver er munurinn á t.d. raid 0, raid 1 og raid 5. Í hvaða aðstæðum notar maður raid 1 í staðin fyrir t.d. raid 0 og hvernig breytir maður á milli?
Gúrú skrifaði:Engin leið til að útskýra þetta betur en taflan þarna gerir.
http://en.wikipedia.org/wiki/RAID#Standard_levels
RAID er bara aðferðafræði við það að auka mismunandi kosti harða diska með því að nýta fleiri en einn harðan disk,
t.d. geymsluöryggi með RAID-1 og hraða með RAID-0.
Halldór skrifaði:Gúrú skrifaði:Engin leið til að útskýra þetta betur en taflan þarna gerir.
http://en.wikipedia.org/wiki/RAID#Standard_levels
RAID er bara aðferðafræði við það að auka mismunandi kosti harða diska með því að nýta fleiri en einn harðan disk,
t.d. geymsluöryggi með RAID-1 og hraða með RAID-0.
ok takk fyrir það![]()
en hvernig breytir maður um raid? og hvað mælið þið með að hafa raid í fyrir leikjavél, heimatölvu og svo downloadvél? (allt mismunandi tölvur)
Halldór skrifaði:Ef ég er að skilja þetta rétt þá er raid 0 óöruggast en hraðast og t.d. raid 10 er öruggara en hægara? og hvernig breytir maður um raid?
Minuz1 skrifaði:Halldór skrifaði:Ef ég er að skilja þetta rétt þá er raid 0 óöruggast en hraðast og t.d. raid 10 er öruggara en hægara? og hvernig breytir maður um raid?
RAID-0 er eiginlega ekki RAID
Það eykur líkur á því að þú missir gögnin þín, þveröfugt miðað við það sem RAID stendur fyrir.
Margfaldur skrif og leshraði.
Gagnatap er algjört við hrun eins af diskunum.
RAID-1 Speglar gögnin og ef 1 diskur hrinur þá áttu annan disk sem er alveg eins og hinn.
+Tvöfaldar u.þ.b leshraða
+Nákvæm eftirlíking af 1 disk
+Litlar líkur á að 2 diskar klikki á sama tíma
-50% Minna gagnamagn
RAID-5 Skrifar gögn á 2/3 af diskunum og notar 1/3 af diskunum til þess að búa til parity.
+Eykur leshraða
-33% Minna Gagnamagn
-Hægist á Diskunum ef 1 diskur klikkar þangað til að það er búið að skipta út bilaða disknum
Raid 10 er samsetning á RAID 0 og 1
2 diskar settir upp sem RAID 0 og svo er RAID 1 notað til búa til gagnaöryggi þannig að öll RAID 0 stæðan er spegluð.
Ef ein Raid 0 stæðan klikkar þá hefur þú aðra Raid 0 stæðu til þess að bjarga þér.