Síða 1 af 1

[BUILD/MOD] PHENOM MONSTER

Sent: Lau 02. Júl 2011 16:11
af astro
Góðann daginn vaktarar, ég var að ljúka við buildið mitt sem ég púslaði saman og keypti íhluti bæði hérlendis og í Noregi.

Þetta byrjaði allt saman á gamla góða og ofur-vinsæla (í den) Chieftec Dragon kassanunum mínum þegar mig langaði að hressa aðeins uppá hann og gerann aðeins meira.... nýmóðins!

Kassi sem ég keypti um árið 2000, ég gleymi því alldrei því ég var smá pjakkur og fór með mömmu í tölvulistann og kassinn var þarna í öllum mögulegum stærðum og litum og hann kostaði um 10.000Kr.-
og hún móðir mín missti andlitið þegar hún sá verðið og náði að prúttaði hann um 2.000Krónur (Ég fékk ekki vasapening restina af sumrinu held ég) hehe.

Ég er því miður ekki með myndir af honum fyrir eða við breytingu heldur aðeins eftir breytingu þannig að ég fann hérna eithvað á netinu sem svipuað út og minn að utan sem og innan (Fyrir utan grillið að framann, minn er með litlum fernings opnunum).
Mynd Mynd

Það sem ég gerði var ég fann hlið á kassann með gleri, pússaði kassan allann upp að utan og spray-aði hann hvítað að utan og matt svartann að innan, ég var gríðarlega smeikur um að hann myndi
enda eins sjoppulegur og margir sprayaðir gamlir kassar gera en ég gerði mitt besta og fynst það sem og öðrum koma bara nokkuð vel út.

Ég byrjaði á því að saga 120mm gat og bora göt fyrir skrúfur ofaná kassanum til að fitta viftu uppá.
Tók hann allann í sundur og sprayaði hann með mattsvörtu sprayi að innan og fór 2 umferðir.
Teipaði fyrir öll göt þegar það var þornað og púslaði honum öllum saman og sprayaði 3-4 lög af Glossy hvítu sprayi að utan og að lokum 2 lög af hálfmattri glæru yfir.

Og Svona lýtur hann út í dag:
Mynd Mynd Mynd

Planið var alltaf svona Black&White clean look, sprayaði viftubracketinn sem eru að innanverðu hvít og keypti mér síðan hljóðlátar Tacens Aura II 80mm viftur (6stk) og eina 120mm sem er í gatinu uppá kassanum.

----

Þá var það komið að íhlutunum.

Ég er búinn að vera bíða endalaust eftir Bulldozer release en alltaf einhver seinkun þannig að ég ákvað að fara bara í AM3+ setup með Phenom örgjörva og uppfæra síðan í Bulldozer þegar þar að kemur.

Íhlutir:

Móðurborð: GIGABYTE 990FXA-UD3
Örgjörvi : AMD Phenom x6 1090T
Ö-Vifta : Noctua NH-C12P SE14
Skjákort : MSI 560Ti Twin Frozr II Gold Edition
Innraminni: G.Skill Sniper 8GB 1600Mhz
HDD : Corsair Force SSD 120Gb - WD Green 1TB
PSU : Corsair HX850

Jaðarbúnaður:
Skjár : LG Flatron W2363D 23"
Heyrnartól : Sennheizer HD598
Lykklaborð: Microsoft Ergonomic 4000
Mús : Razer Death Adder
Motta : Steelseries QcK+

Mynd Mynd
Mynd Mynd
Mynd

Ég keypti mér þennan 3D skjá eingöngu vegna þess að spila FPS leiki í 100-120Hz og það er hreinn unaður að henda 19" túpunni út, ætlaði mér alldrei að fá mér flatskjá fyrr en ég komst að því að 3D skjáirnir myndu stiðja 100 og 120Hz í 2D.

Allar myndir eru hægt að sjá stærri ef áhugi er fyrir: http://www.flickr.com/photos/64747960@N04/

Skítköst, hrós, spurningar... allt er vel þegið :)

Jónas.

Re: [BUILD/MOD] PHENOM MONSTER

Sent: Lau 02. Júl 2011 16:16
af Nördaklessa
:happy

Re: [BUILD/MOD] PHENOM MONSTER

Sent: Lau 02. Júl 2011 16:17
af mundivalur
Helvíti fínt hjá þér og tókst að fela kaplana vel líka :happy

Re: [BUILD/MOD] PHENOM MONSTER

Sent: Lau 02. Júl 2011 16:20
af bAZik
Vel gert!

Hvar fékkstu svona holder fyrir heyrnatólin?

Re: [BUILD/MOD] PHENOM MONSTER

Sent: Lau 02. Júl 2011 16:40
af astro
bAZik skrifaði:Vel gert!

Hvar fékkstu svona holder fyrir heyrnatólin?


Fór í Pfaff í gær og spurði um svona, hann vissi ekkert hvað ég væri að tala um (Þetta fygldi einusinni með einhverri týpu af heyrnartólum) og hann opnaði skúffurnar hjá headphonunum og þar lág þetta og hann gaf mér þetta ! :)

Re: [BUILD/MOD] PHENOM MONSTER

Sent: Lau 02. Júl 2011 16:56
af IL2
Fygldi með 595 allavega.

Re: [BUILD/MOD] PHENOM MONSTER

Sent: Lau 02. Júl 2011 17:19
af bAZik
Langar í svona, það fylgdi ekki með mínum 555 - sem voru einmitt keypt í Pfaff. Rúlla þangað við tækifæri. Takk.

Re: [BUILD/MOD] PHENOM MONSTER

Sent: Lau 02. Júl 2011 18:01
af bulldog
Glæsilegt setup =D>

Re: [BUILD/MOD] PHENOM MONSTER

Sent: Lau 02. Júl 2011 18:05
af Ulli
Hrikalega Vel gert.
Mjög stílhreint! :happy :happy

Re: [BUILD/MOD] PHENOM MONSTER

Sent: Lau 02. Júl 2011 18:11
af einarhr
flott setup og snyrtilega frágengin kassi

Re: [BUILD/MOD] PHENOM MONSTER

Sent: Lau 02. Júl 2011 18:32
af BirkirEl
drulluflott

Re: [BUILD/MOD] PHENOM MONSTER

Sent: Sun 03. Júl 2011 13:52
af ViktorS
Vel gert :happy

Re: [BUILD/MOD] PHENOM MONSTER

Sent: Sun 03. Júl 2011 14:28
af hauksinick
Elska þetta litacombo hjá þér!

Re: [BUILD/MOD] PHENOM MONSTER

Sent: Sun 03. Júl 2011 19:54
af Black
ógeðslega ljótur turn, en vá hvað þú gerðir hann flottan! :happy vel sprautað, flottir litir, og nett setup :D