Síða 1 af 1

VESEN: Bilaður harðidiskur vantar ráð

Sent: Mið 29. Jún 2011 22:12
af westernd
ég er með harðandisk sem ég var bara að setja í tölvuna, það kom mjööög skrýtið hljóð, ég slökkti á tölvunni tók sata tengið en hélt honum í rafmagn ennþá og kveikti á tölvunni
hljóðið kom ekki og reyndi ég aftur með sata tenginu i og kom sama hljóð diskurinn fannst ekki í tölvunni en ég setti harðadiskinn í flakkara hýsingu og les tölvan diskinn
EN þegar ég er að bjarga gögnum hættist að copera eftir stutta stund og verður einhverskonar sambandsleysi.

eflaust er harðidiskurinn að gefa sig gjörsamlega en mér dauðvantar lausn til þess að ná myndum af honum er einhver sem er með ráð fyrir mig? ég sé pínu vonarglætu þar sem diskurinn virkar en ég ákvað eftir smá stríð að slökkva á flakkaranum og taka diskinn út og fann ég að hann var mjög heitur

Re: VESEN: Bilaður harðidiskur vantar ráð

Sent: Fim 30. Jún 2011 01:09
af kizi86
held eina sem þú gætir gert er að skella disknum i frystinn... setur hann i poka og inn i frysti i svona 30-40 mín, og svo beint i samband i tölvunni og reyna að byrja strax að copera gögnin...

Re: VESEN: Bilaður harðidiskur vantar ráð

Sent: Fim 30. Jún 2011 01:12
af k0fuz
Prufa annan sata kapal? og/eða annan svona kapal eins og þú notar á milli flakkarans og tölvunar?

Re: VESEN: Bilaður harðidiskur vantar ráð

Sent: Fim 30. Jún 2011 01:13
af k0fuz
kizi86 skrifaði:held eina sem þú gætir gert er að skella disknum i frystinn... setur hann i poka og inn i frysti i svona 30-40 mín, og svo beint i samband i tölvunni og reyna að byrja strax að copera gögnin...


Skalt nú fara varlega í það verkefni... ekki eins auðvelt og þú orðar það, myndi lesa mig VEL um það verkefni áður en þú byrjar á því og jafnvel frekar fara með diskinn til sérfræðings ef um mjög verðmæt gögn er að ræða inná þessum disk.

Re: VESEN: Bilaður harðidiskur vantar ráð

Sent: Fim 30. Jún 2011 13:51
af westernd
Já þetta er ekki fyrsta skiptið sem þetta gerist og bölva ég mér í sand og ösku fyrir að hafa fallið aftur í þessa gryfju

ég var vakandi i alla nótt og gat tekið eitthvað gögnunum, þegar maður er að transfera yfir þá byrjar þetta í 15mb á sek og svo fer þetta í einhver bytes og bara eftir einhvern ákveðin tima þá kemur bara Try Again / Skip

það kom ekkert högg á diskinn eða neitt og finnst mér þetta virkilega skrýtið
diskurinn er ekki gamall

Re: VESEN: Bilaður harðidiskur vantar ráð

Sent: Fim 30. Jún 2011 19:08
af SteiniP
Mæli með að reyna að taka image af disknum með ddrescue í linux áður en þú ferð lengra. Aldrei sniðugt að vera að tilraunast mikið með diska sem eru við það að deyja, bara tímaspursmál hvenær hann deyr endanlega.

Re: VESEN: Bilaður harðidiskur vantar ráð

Sent: Fim 30. Jún 2011 19:35
af kizi86
þetta með frystikistu dæmið held ég samt að sé eiginlega það eina í stöðunni, legurnar or sum greinilega að feila, þar sem sagðir að diskurinn væri mjög heitur.. lestu bara vel um þetta áður en reynir það..

Re: VESEN: Bilaður harðidiskur vantar ráð

Sent: Fim 30. Jún 2011 19:59
af westernd
af hverju ætli að hann bara virki þegar ég set hann i flakkara hýsingu en ekki tölvuna sjálfa?

Re: VESEN: Bilaður harðidiskur vantar ráð

Sent: Mið 06. Júl 2011 14:03
af bulldog
alltaf að eiga afrit af þeim gögnum sem þú vilt halda upp á..... gangi þér vel að falla ekki í gryfjuna í þriðja sinn :happy

Re: VESEN: Bilaður harðidiskur vantar ráð

Sent: Mið 06. Júl 2011 15:33
af B.Ingimarsson
westernd skrifaði:af hverju ætli að hann bara virki þegar ég set hann i flakkara hýsingu en ekki tölvuna sjálfa?

er þetta ekki bara aflgjafinn með stæla