Síða 1 af 1

Hvaða viftustýringu ?

Sent: Þri 28. Jún 2011 09:14
af krizzikagl
Sælir fellow vaktarar.

Ég hef verið verið að skoða að fá mér viftustýringu í nýja HAF kassan minn :8) en veit voða lítið um hver er best :dissed
Ég er með 4 viftur í kassanum, 3x200mm og 1x120mm.

hef örlítið verið að skoða http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=24_75_87&products_id=1736 og http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=24_75_87&products_id=1832, hvernig er best að snúa sér í þessum málum ?

Re: Hvaða viftustýringu ?

Sent: Þri 28. Jún 2011 12:27
af halli7

Re: Hvaða viftustýringu ?

Sent: Þri 28. Jún 2011 13:18
af kjarribesti
Þessi hérna er að koma vel út - http://www.buy.is/product.php?id_product=1362

Og þessi hérna líka - http://www.buy.is/product.php?id_product=1542

Re: Hvaða viftustýringu ?

Sent: Þri 28. Jún 2011 14:50
af Klemmi
Mæli eindregið með því að hafa svona snúningstakka eins og er á Zalman og Scythe stýringunum, þetta snerti-dót verður mjög fljótt þreytt og meiri hætta á bilunum :oops:

Re: Hvaða viftustýringu ?

Sent: Þri 28. Jún 2011 18:28
af KristinnK
Af þeim sem linkað hefur verið á mæli ég helst með Scythe stýringunni. Það er ágætt að vera ekki með snertiskjá (óþægilegt og gæti bilað, eins og Klemmi segir), og hún er með mesta aflið á hverri rás, 12W. Það skiptir máli ef viftum fjölgar hjá þér, og þú grúppar margar viftur saman í hverja rás. Þessar 200mm viftur draga líka svo mikið afl, örugglega upp undir hálft amper á 12V.

Re: Hvaða viftustýringu ?

Sent: Þri 28. Jún 2011 19:45
af Klemmi
KristinnK skrifaði:Af þeim sem linkað hefur verið á mæli ég helst með Scythe stýringunni. Það er ágætt að vera ekki með snertiskjá (óþægilegt og gæti bilað, eins og Klemmi segir), og hún er með mesta aflið á hverri rás, 12W. Það skiptir máli ef viftum fjölgar hjá þér, og þú grúppar margar viftur saman í hverja rás. Þessar 200mm viftur draga líka svo mikið afl, örugglega upp undir hálft amper á 12V.


Myndi ekki hafa stórar áhyggjur af því að þessar viftustýringar ráði ekki við vifturnar, sem dæmi nota 200mm MegaFlow LED vifturnar í CoolerMaster HAF kössunum 3.36W :)