Síða 1 af 1
Optical audio cabel spurning
Sent: Mán 27. Jún 2011 20:54
af Output
Halló vaktarar!
Ég hef eina spurningu handa ykkur

Ég var áðan að kaupa optical audio snúru (Fyrir ps3) Og á endanum er svona plast, Á þetta plast að vera á? Útaf þetta plast er eitthvað svo laust á þá finnst mér það skrýtið.
s.s. svona er snúran mín:

En ætti ég ekki að taka plastið af svo hún er svona?

Re: Optical audio cabel spurning
Sent: Mán 27. Jún 2011 20:57
af Eiiki
Leiðir plast rafmagn eða straum af einhverju tagi?
Re: Optical audio cabel spurning
Sent: Mán 27. Jún 2011 21:00
af Output
Eiiki skrifaði:Leiðir plast rafmagn eða straum af einhverju tagi?
Náunginn sem var að selja mér þetta sagði að þetta væri ljósleiðari. Þannig að ég fljótlega giskaði að þetta flytji ljós í staðin fyrir straum

Re: Optical audio cabel spurning
Sent: Mán 27. Jún 2011 21:05
af tdog
Þetta plast er bara til þess að hylja ljósþráðinn þegar hann er ekki í notkun. Þú átt að taka þetta úr þegar þú tengir kapalinn.
Re: Optical audio cabel spurning
Sent: Mán 27. Jún 2011 21:07
af Eiiki

Mér sýnist þetta vera hlíf sem þú átt að hafa á þegar þú ert ekki með snúruna í notkun
Re: Optical audio cabel spurning
Sent: Mán 27. Jún 2011 21:08
af Output
tdog skrifaði:Þetta plast er bara til þess að hylja ljósþráðinn þegar hann er ekki í notkun. Þú átt að taka þetta úr þegar þú tengir kapalinn.
Já ok, takk!

En samt ég spurði náungan sem seldi mér þetta og hann sagði að það ætti ekki að taka neitt af

Skrítið..
Re: Optical audio cabel spurning
Sent: Mán 27. Jún 2011 21:09
af tdog
Output skrifaði:tdog skrifaði:Þetta plast er bara til þess að hylja ljósþráðinn þegar hann er ekki í notkun. Þú átt að taka þetta úr þegar þú tengir kapalinn.
Já ok, takk!

En samt ég spurði náungan sem seldi mér þetta og hann sagði að það ætti ekki að taka neitt af

Skrítið..
Sölumenn vita oft ekki neitt um hvað þeir selja... Þeir vilja bara koma sér að næsta kúnna og græða meira.
Re: Optical audio cabel spurning
Sent: Mán 27. Jún 2011 21:14
af peer2peer
Ég er sjálfur að nota svona kapal, og þú átt að taka þetta plast drasl af, og ekki koma við endan með fingrunum. Eina vitið í að flytja hljóð frá A-B er að nota optical (toslink).
Re: Optical audio cabel spurning
Sent: Mán 27. Jún 2011 21:39
af Output
Síðan hef ég aðra spurningu handa ykkur

Hvernig snúra er S/pdf (Minnir mig það sem hún heitir) Er það svona audio snúra? Ef svo er get ég þá notað þetta til að tengja afruglara í heimabíó?
Re: Optical audio cabel spurning
Sent: Mán 27. Jún 2011 22:13
af hagur
Jamm, spdif er notad yfir svona toslink ljosleidara eins og thu ert med. Getur notad thetta ef afruglarinn og heimabioid eru med svona tengi.
Re: Optical audio cabel spurning
Sent: Þri 28. Jún 2011 00:56
af Output
Takk fyrir svarið!

Re: Optical audio cabel spurning
Sent: Þri 28. Jún 2011 08:14
af ManiO
peturthorra skrifaði:Ég er sjálfur að nota svona kapal, og þú átt að taka þetta plast drasl af, og ekki koma við endan með fingrunum. Eina vitið í að flytja hljóð frá A-B er að nota optical (toslink).
Nei, HDMI er margfalt betri tækni til að flytja hljóð. Mun meiri bandvídd nýtt og snúrurnar þola svo margfalt meira.
Re: Optical audio cabel spurning
Sent: Þri 28. Jún 2011 09:51
af peer2peer
Nei, Nei við hverju, ég sagði að eina vitið væri að flytja hljóð í gegnum toslink kapal, ég veit að það er betra að nota HDMI í það, en Það eru ekkert alltaf margir með HDMI tengi á tölvunni sinni og á heimabíógræjunni sinni.