Síða 1 af 1

[Leyst] 2TB Diskur Finnst Ekki

Sent: Lau 25. Jún 2011 22:32
af machinehead
Ég var að setja inn 2TB Seagate disk en ég finn hann ekki í my computer.

Ég var búinn að fara í Disk Manager ég finn hann alveg þar, var búinn að formatta
og setja á hann drive letter en hann kemur ekki upp í my computer og ég kemst ekkert
inn á hann.

Er að keyra á Win 7 64bit.

Re: 2TB Diskur Finnst Ekki

Sent: Lau 25. Jún 2011 22:35
af bulldog
prófaðu að formatta hann aftur og gera það sama

Re: 2TB Diskur Finnst Ekki

Sent: Lau 25. Jún 2011 22:37
af machinehead
bulldog skrifaði:prófaðu að formatta hann aftur og gera það sama


Búinn að prufa það.

Re: 2TB Diskur Finnst Ekki

Sent: Lau 25. Jún 2011 22:56
af Kristján
http://www.ehow.com/m/how_2224638_initi ... disks.html

ef þetta virka ekki þá bara google

Re: 2TB Diskur Finnst Ekki

Sent: Sun 26. Jún 2011 01:14
af Bioeight
Þig gæti vantað þetta Windows Update.

Gætir líka verið að þú þurfir að henda partitioninu og búa til nýtt, jafnvel prófa að búa til partition með diskpart í command prompt. Getur líka prufað að breyta honum í GPT disk(hægri smell á disk ekki partition), þá aðallega ef þú ert með UEFI móðurborð, veit ekki hversu vel það virkar á móðurborðum með eldri BIOS. Ef hann er GPT prufa að breyta í MBR?

Ef ekkert virkar.,.::; Hvaða móðurborð ertu með og hvað er týpunúmerið á Seagate disknum?

P.S. Geri ráð fyrir að þú sért búinn að fikta í disknum í Disk manager, checka hvort hann sé online(hægri smellir á diskinn en ekki partition) og búinn að prufa að breyta drive letter.

Re: 2TB Diskur Finnst Ekki

Sent: Sun 26. Jún 2011 09:43
af machinehead
Ahh, þarna kom það. Ég þurfti að breyta drive letter í eitthvað annað, hann poppaði inn um leið og ég gerði það.
Þakka öll svör sem ég fékk.

Bioeight skrifaði:Þig gæti vantað þetta Windows Update.

Gætir líka verið að þú þurfir að henda partitioninu og búa til nýtt, jafnvel prófa að búa til partition með diskpart í command prompt. Getur líka prufað að breyta honum í GPT disk(hægri smell á disk ekki partition), þá aðallega ef þú ert með UEFI móðurborð, veit ekki hversu vel það virkar á móðurborðum með eldri BIOS. Ef hann er GPT prufa að breyta í MBR?

Ef ekkert virkar.,.::; Hvaða móðurborð ertu með og hvað er týpunúmerið á Seagate disknum?

P.S. Geri ráð fyrir að þú sért búinn að fikta í disknum í Disk manager, checka hvort hann sé online(hægri smellir á diskinn en ekki partition) og búinn að prufa að breyta drive letter.

Re: [Leyst] 2TB Diskur Finnst Ekki

Sent: Sun 26. Jún 2011 16:35
af Bioeight
:happy Flott að þetta leystist, oft er þetta bara eitthvað einfalt. Fáránlegt samt að það komi enn upp drive letter conflict í Windows 7, en svona er þetta bara.