Síða 1 af 1

Kviknar ekki á skjánum eftir uppfærslu

Sent: Fös 24. Jún 2011 23:11
af semper
Ég er með Dell Optiplex 745D (DDR2 minni og intel Duo örri) c.a 4urra ára. Verslaði low profile skákort í hana (R 4350) í Tölvulistanum (eina tölvubúðin í Firðinum, verðum að halda henni gangandi). Skellti kortinu (varlega) í og með DVI breytistykkið á sínum stað ræsti vélina upp, tilbúinn að setja Diskinn í......en þá gerist ekkert nema það kemur á skjáinn "no input". Ok, tökum kortið úr og setjum skjáinn í gamla "on board graphics", en nú svíkur það einnig. No Input. Nú tek ég eftir gulu ljósi á Mb sem er merkt "aux power" . Þetta hlýtur að vera viðvörunar/bilana ljós, hugsar "fiktarinn" en hugsunin nær ekkert lengra en það. Vélin startar sér, viftur snúast og HDD en "No input". Skjárinn virkar fínt við aðra vél og annar skjár fær líka No Input. Ideas anybody?

Re: Kviknar ekki á skjánum eftir uppfærslu

Sent: Fös 24. Jún 2011 23:12
af svalinn
ég myndi enduræsa bios minnið eða hvað sem það kallast sem ég gerði það virkaði http://cdnsupport.gateway.com/s/Profile ... 960/13.jpg

Re: Kviknar ekki á skjánum eftir uppfærslu

Sent: Fös 24. Jún 2011 23:20
af semper
svalinn skrifaði:ég myndi enduræsa bios minnið eða hvað sem það kallast sem ég gerði það virkaði http://cdnsupport.gateway.com/s/Profile ... 960/13.jpg


Ertu að meina að taka batteríið úr og setja í aftur? Það hljómar nógu sakleysislegt til að prófa.

Re: Kviknar ekki á skjánum eftir uppfærslu

Sent: Mán 27. Jún 2011 20:46
af semper
Virkar ekki að taka batteríið úr og setja í aftur. Þarf eitthvað meiri aðgerð. Það kviknar þó á tölvunni, það er jákvætt..... en ónothæft. Fleiri hugmyndir?

Re: Kviknar ekki á skjánum eftir uppfærslu

Sent: Þri 28. Jún 2011 01:09
af Bioeight
Notaðu frekar jumperinn (Clear CMOS/RTCRST) til að resetta BIOS. Það eru líklega bara tvö jumper tengi á móðurborðinu þínu. Eitt fyrir password sem ætti að vera með jumper á og annað með engum jumper(sem er Clear CMOS/RTCRST). Setur jumper á tengið sem er með engum jumper í nokkrar sekúndur, tekur svo af og kveikir á tölvunni.

Svona vélar frá Dell/HP/IBM etc haga sér stundum aðeins öðruvísi en maður er vanur. Þessi gæti hafa slökkt á skjástýringunni á móðurborðinu þegar þú setur PCI-E kortið í og setti það kannski ekkert í gang aftur, líklega ætti að virka að resetta BIOSinn til að fá það í gang, ég hef fáar aðrar kenningar. Þetta skjákort ætti að ganga í þessa vél, kannski er vandamálið með DVI adapterinn? Geturðu prófað önnur tengi á skjákortinu og án adapter?

Re: Kviknar ekki á skjánum eftir uppfærslu

Sent: Þri 28. Jún 2011 04:50
af kubbur
Fyrsta sem mer dettur i hug er að gleymst hafi að tengja rafmagn inn a kortið

Re: Kviknar ekki á skjánum eftir uppfærslu

Sent: Þri 28. Jún 2011 10:05
af semper
kubbur skrifaði:Fyrsta sem mer dettur i hug er að gleymst hafi að tengja rafmagn inn a kortið


Ups, þarf maður þess? Ég hef aldrei þurft þess hingað til, en þetta er fyrsta DDR2 vélin sem ég er að fikta við. Kíki á leiðbeiningarnar. If all else fails, read the instructions. :sleezyjoe

Re: Kviknar ekki á skjánum eftir uppfærslu

Sent: Mán 04. Júl 2011 10:10
af semper
Ég er búinn að taka batteríið úr og gera jumper málið eins og bent var á.
Ljósið gula logar enn skært og það er svartur skjár.
Kviknar á viftunum og græna "on ljósinu", eins og alltaf.
Búinn að prófa að skipta út örrann, en samt engin breyting
Gula ljósið logar líka þegar slökkt er á vélinni (en er í sambandi)
Það virðist ekkert brunnið, og engin brunalykt
Einhverjar aðrar hugmyndir?