Síða 1 af 1

rugl í vinnsluminni

Sent: Fim 16. Jún 2011 16:57
af worghal
jæja, minnin mín eru eitthvað að stríða mér, þar sem ég hef ekkert verið að skoða það neitt mikið en ég rak augun í það að minnin eru að keyra á 400Mhz í stað 800Mhz eins og þau eiga að gera.

ég er með þau stillt á 800Mhz í Bios en koma samt upp sem 400Mhz í speccy
Mynd

Mynd

og plís ekki rakka mig niður fyrir rangar stillingar, ég er enginn snillingur í þessu >_>

Re: rugl í vinnsluminni

Sent: Fim 16. Jún 2011 17:04
af mundivalur
komon maður dual channel 2x400=800mhz :-"

Re: rugl í vinnsluminni

Sent: Fim 16. Jún 2011 17:05
af worghal
á semsagt ekki hvert minni fyrir sig að vera 800mhz ? >_>

Re: rugl í vinnsluminni

Sent: Fim 16. Jún 2011 17:09
af MarsVolta
worghal skrifaði:á semsagt ekki hvert minni fyrir sig að vera 800mhz ? >_>


nei.

Re: rugl í vinnsluminni

Sent: Fim 16. Jún 2011 17:12
af demaNtur
Mín eiga að vera 10xx mhz (xx man ekki hvað nákvæmlega..) enn eru að keyra á 400mhz :/

Re: rugl í vinnsluminni

Sent: Fim 16. Jún 2011 17:15
af worghal
fuuuuuuuuuuu

Re: rugl í vinnsluminni

Sent: Fim 16. Jún 2011 19:30
af Bioeight
Speccy gefur upp ómargfaldaða tölu, ef Speccy gefur upp 400 MHz þá þýðir það að minnin eru að keyra á það sem er venjulega kallað 800 MHz. Þetta er það sama í CPU-Z og fleiri forritum, margfalda bara með 2 og þá eruð þið með rétta tölu.