Síða 1 af 1

Ný tölva

Sent: Sun 12. Jún 2011 00:27
af RavisenTravisen
Var að spá í að kaupa mér nýja tölvu í sumar og er því miður ekki nógu vel inní þessu öllu. Er hins vegar búinn að vera að fylgjast með vaktinni og er, held ég, búinn að setja saman ágætis vél. Væri til í að fá innsýn frá ykkar á þetta og kannski ábendingar um hvað mætti betur fara(t.d. e-ð móðurborð sem er alveg jafngott en kostar minna).

Skjákort:
http://cgi.ebay.com/EVGA-E-GeForce-NVID ... 3a6679dbcb

Örgjörvi:
http://cgi.ebay.com/Intel-Core-i5-750-2 ... 4159cb6876

Aflgjafi:
http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=23601

Móðurborð:
http://cgi.ebay.com/Gigabyte-GA-H67MA-U ... 20b80eadf2

Harður diskur:
http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=3184

Vinnsluminni:
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1756

Geisladrif:
http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=27640

Endilega kommentið og bendið mér á ef e-ð vantar :)

Re: Ný tölva

Sent: Sun 12. Jún 2011 00:33
af donzo
Örgjörvinn passar ekki á þetta móðurborð, sama með vinnsluminnið :)

Enn hvað ætlarðu sirka að eyða í tölvuna ? væri fínt að fá að vita það.

Re: Ný tölva

Sent: Sun 12. Jún 2011 00:36
af Raidmax
Fínasta tölva en ég mæli ekki með þessu Aflgjafa hjá tölvutek.

Klemmi skrifaði:Ef aflgjafinn eyðileggst og drepur restina af tölvubúnaðnum hjá honum, þá fær hann bara aflgjafan í ábyrgð en situr eftir með ónýta tölvu.

Hef það eftir fyrrverandi starfsmanni Tölvutek að InterTech hefði hrúgast til baka bilað.

Re: Ný tölva

Sent: Sun 12. Jún 2011 00:37
af worghal
aflgjafinn er eitthvað sem á aldrei að versla ódýrt >_>

Re: Ný tölva

Sent: Sun 12. Jún 2011 00:50
af kjarribesti
Ef svona ódýr aflgjafi er keyptur og hrinur, þá tekur hann líklega eitthvað með sér ](*,)

Re: Ný tölva

Sent: Sun 12. Jún 2011 00:56
af KristinnK
H67 móðurborð, socket lga 1156 örgjörvi, triple-channel minni og Inter-tech aflgjafi ofan á það. Ég bara veit ekki hvar skal byrja. Ætli ég verði ekki að byrja á byrjuninni.

1. Móðurborðið verður að styðja örgjörvann. Fyrst og fremst verður örgjörvinn að passa í ,,socket" móðurborðsins. Örgjörvinn passar í socket LGA 1156 en móðurborðið er með socket LGA 1155.

2. Minnin sem þú linkar á eru seld þrjú og þrjú í pakka, því til eru móðurborð þar sem hægt er að láta þrjú eins minni vinna saman, og þannig fræðilega séð þrefaldað bandvídd vinnsluminnisins, og kallast þetta ,,triple-channel". Flest móðurborð í dag notast við s.k. dual-channel minni, þar sem minnin vinna saman tvö og tvö.

3. Örgjörvinn sem þú stingur upp á er ekki af nýjustu kynslóð örgjörva frá Intel. Almennt séð er nýjasta kynslóðin, kölluð Sandy Bridge, öflugri fyrir sama pening, og því engin ástæða til að kaupa þennan örgjörva.

4. Fyrir þessa nýjustu örgjörva frá Intel eru til þrjár tengundir af móðurborðum, H67, P67 og Z68. Þau tvö fyrstu eru algengust, og aðal-munurinn er að með P67 móðurborðum er hægt að yfirklukka örgjörvann, en ekki með H67 móðurborðum.

5. Aflgjafar eru kannski mikilvægasti hluturinn sem þú kaupir í tölvuna þína. Ódýrir aflgjafar eins og þessi Inter-tech eru ekki efficient, sem þýðir að meiri orka eyðist sem varmaorka í aflgjafanum. Einnig eru spennurnar sem settar eru á innviði tölvu þinnar ekki jafn jafnar og nákvæmar. Einnig endast ódýrir aflgjafar ekki jafn vel. Þú skalt ekki spara peninginn í aflgjafanum. Góð merki á ásættanlegu verði eru t.d. Antec, Corsair, CoolerMaster og OCZ.

6. Skjákortið sem þú stingur uppá er líka orðið nokkurra ára gamalt, og er t.d. AMD Radeon HD 5770 bæði öflugra og eyðir minni orku, og kostar u.þ.b. jafn mikið.

Ef þú ætlar þér ekki að yfirklukka örgjörvann (sem ég mæli ekki með að þú reynir fyrr en þú hafir lært dálítið um vélbúnað) mæli ég með yfirfarandi set-uppi:

Móðurborð: Gigabyte H67MA-UD2H-B3
- Sama og þú stakkst upp á, það er ágætt.

Örgjörvi: Intel i5-2300
- Öflugri en sá sem þú stakkst upp á, og ódýrari.

Skjákort: AMD HD 5770
- Nógu öflugt og dregur ekki brjálæðislega orku eins og mörg GeForce kort. Getur svo uppfært þegar þarf, án þess að þurfa að uppfæra neitt annað.

Vinnsluminni: 2x2 GB DDR3
- Bara nánast hvaða dual-channel pakka sem er.

Aflgjafi: Antec Truepower New eða Corsair HX
- Báðir eru mjög góðir, Antec aðeins ódýrari. 500W er alveg nóg, jafnvel þó þú ætlir þér að fá þér betra skjákort seinna. Fáðu þér 650W ef þú ætlar að fara í Crossfire (keyra tvö skjákort á sömu vél) seinna meir.

Re: Ný tölva

Sent: Sun 12. Jún 2011 13:03
af methylman
Vona að þú ætlir ekki að fara kaupa þetta skjákort á eBay verð hingað komið er tæplega 35.000 kall sem er 10.000 yfir hæsta verði hér

sama verð á þessu og 450 kortinu http://www.computer.is/vorur/1859/