Síða 1 af 1

var að kaupa notaðan disk hér-Hann kemur ekki upp

Sent: Fim 09. Jún 2011 18:18
af skrifbord
Ja var að kaupa af einum hér notaðan harðan disk og þegar ég set hann í flakkara og tengi og kveiki þá kemur hann ekki upp undir hörðum diskum.

Fer í Disk Management og þar kemur hann og við stendur "Unallocated" hvað geri ég til að fá hann inn? Fer ég að hægri smella og "new partition" eða?

einhver hjálp?

Re: var að kaupa notaðan disk hér-Hann kemur ekki upp

Sent: Fim 09. Jún 2011 18:24
af kazzi
þarftu ekki að formatta diskinn?

Re: var að kaupa notaðan disk hér-Hann kemur ekki upp

Sent: Fim 09. Jún 2011 18:24
af kjarribesti
Þarft að delet-a partitioninu ef ég skildi þig rétt, farðu allavega í disk management og sýndu okkur screenshot.

Hjá mér var búið að breyta flakaranum í eitt partition sem tölvan ''fann'' ekki nema í disk management, þurfti þá að sameina það við diskinn og restarta honum til að hún gæti fengið hann.

En eins og ég segi, þá skil ég ekki vandamálið alveg nema með screenshoti.

Re: var að kaupa notaðan disk hér-Hann kemur ekki upp

Sent: Fim 09. Jún 2011 18:27
af Predator
Ef að allur diskurinn er Unallocated þarftu bara að formata hann sem NTFS. Gerir það með því að búa til nýtt partition og passar að það sé jafn stórt og diskurinn ef þú ætlar bara að hafa hann sem eitt partition.

Re: var að kaupa notaðan disk hér-Hann kemur ekki upp

Sent: Fim 09. Jún 2011 18:33
af skrifbord
vá ég kann ekkert á þetta :( hingað til þegar ég hef keypt diska hafa þeir komið strax upp í my computer :(

vesen. kemur ekki upp möguleiki á að formata því ég finn diskinn bara í Disk Management.

og þetta :

Re: var að kaupa notaðan disk hér-Hann kemur ekki upp

Innleggfrá Predator Fim 09. Jún 2011 18:27
Ef að allur diskurinn er Unallocated þarftu bara að formata hann sem NTFS. Gerir það með því að búa til nýtt partition og passar að það sé jafn stórt og diskurinn ef þú ætlar bara að hafa hann sem eitt partition.

Predator minn kann ég ekkert á NTFS dæmi og eitthvað :(





og alltaf gott að benda á google en mar kann ekki oft tölvumál á ensku þó maður sé góður í ensku

Re: var að kaupa notaðan disk hér-Hann kemur ekki upp

Sent: Fim 09. Jún 2011 18:35
af AntiTrust
http://www.google.com !

"How to format hard drive in NTFS"

Sýna smá sjálfsbjargarviðleitni ;)

Re: var að kaupa notaðan disk hér-Hann kemur ekki upp

Sent: Fim 09. Jún 2011 18:41
af kazzi
http://www.ehow.com/how_5985772_format- ... ement.html
þetta er step by step hérna á linknum vona að þetta hjálpi.

Re: var að kaupa notaðan disk hér-Hann kemur ekki upp

Sent: Fim 09. Jún 2011 22:04
af skrifbord
kærar þakkir kazzi.

þetta er komið, diskurinn formattaður og kemur "healthy" í disk managing

kærar þakkir.