Síða 1 af 1

Arctic Silver 5 vs MX-2 fyrir Xbox 360

Sent: Mán 06. Jún 2011 13:33
af Haxdal
Sælir,

Datt í hug að spyrja ykkur hérna þar sem þið vitið allt um Örgjörva og hvernig á að kæla það með ykkar risastóru Noctua heatsinkfjöllum :)

Ég er að fara að fixxa RROD á xboxinu hjá frænda mínum og ég var að pæla hvort það væri betra að skella Arctic Silver 5 eða MX-2 á helvítið. Samkvæmt þessu

Mynd

Þá er MX-2 betri en Arctic Silver 5, en í flestu sem ég hef lesið um Xboxið er talað um að skella Arctic Silver 5 á það, Skiptir þetta einhverju máli ?..
Ég hef persónulega alltaf notað MX-2, en er eitthvað sem mælir gegn því að nota MX-2 fyrir xboxið ?

Re: Arctic Silver 5 vs MX-2 fyrir Xbox 360

Sent: Mán 06. Jún 2011 13:38
af chaplin
MX2 á alltaf að vera pínulítið betra en AS5 en þú myndir held ég aldrei sjá neinn mun. Menn hafa verið að taka AS5 afþví það er örlítið ódýrara.

Cheers. :beer

Re: Arctic Silver 5 vs MX-2 fyrir Xbox 360

Sent: Mán 06. Jún 2011 13:55
af Daz
Það munar innan við 1% á þessum mælingum undir load (0,955%) sem er örugglega innan skekkjumarka á mælitækinu.

Re: Arctic Silver 5 vs MX-2 fyrir Xbox 360

Sent: Mán 06. Jún 2011 15:38
af Haxdal
Þá skelli ég bara MX-2 á þetta, held ég eigi ennþá hálfa túbu hérna einhverstaðar :)

Verður sko ekkert RROD vesen þegar ég verð búinn að haxxa þetta í klessu :P

Re: Arctic Silver 5 vs MX-2 fyrir Xbox 360

Sent: Mán 06. Jún 2011 15:51
af ZoRzEr
Skellti RROD fixi á eina vél hér um árið. Fyrsta kynslóð Elite vél. Setti MX-2 í stað stock kremsins. Hefur ekki heyrst bíb í henni síðan þá.

Ekki með neinar hitatölur samt. Virðist þrælvirka.