Síða 1 af 1

Hvaða AM3+ móðurborð á ég að fá mér ?

Sent: Þri 17. Maí 2011 15:11
af astro
Ég er að fara smíða tölvu og ég er kominn með allt sem ég ætla að setja í kassan fyrir utan móðurborðið.
Ég ætla að fá mér AM3+ til að geta uppfært í BULLDOZER þegar hann kemur, endilega segiði mér hvað eru bestu kaupin fyrir mig.
Mitt setup mun vera:

AM3 Phenom II x6 1090T
nVidia GTX560-Ti GOLD EDITION
G.Skill 8GB Ripjaws PC3-12800 (1600MHz) eða G.Skill 8GB Ripjaws X PC3-10666 (1333MHz) fer bara eftir móðurborði.
Corsair Force Series 128GB SSD
1TB HD Geymsla
750w/850w TX Corsair
Creative Soundblaster 5.1

Ég ætla mér ekkert í framtíðinni að RAID-a neitt eða gera einhverja stóra vél vinnsluvél heldur bara svona basic leikjatölvu með power :)

Takk.

Re: Hvaða AM3+ móðurborð á ég að fá mér ?

Sent: Þri 17. Maí 2011 15:31
af Nördaklessa

Re: Hvaða AM3+ móðurborð á ég að fá mér ?

Sent: Þri 17. Maí 2011 15:34
af HelgzeN
Hvar keyptiru Gold edition ?

Re: Hvaða AM3+ móðurborð á ég að fá mér ?

Sent: Þri 17. Maí 2011 15:38
af astro
HelgzeN skrifaði:Hvar keyptiru Gold edition ?


Retailer í HONG KONG

[ONTOPIC]

Re: Hvaða AM3+ móðurborð á ég að fá mér ?

Sent: Þri 17. Maí 2011 16:54
af Bioeight
Eina AM3+ móðurborðið sem ég hef séð til sölu á Íslandi er ASRock 880 Pro3 ATX AMD AM3+ móðurborð í Kísildal. Það hefur verið gefið út að einhver AM3 borð ættu að geta tekið Bulldozer örgjörva með BIOS uppfærslu. Ég myndi hinsvegar ekki treysta neitt sérstaklega á það og frekar taka AM3+ borð sem er gefið út að taki þá örugglega. Þá er það þetta ASRock borð eina sem er í boði í bili, það lítur ágætlega út á blaði og er alls ekki dýrt. Erfitt að spá fyrir hvernig það vinnur með Bulldozer en vonandi verður það awesome :megasmile .

Re: Hvaða AM3+ móðurborð á ég að fá mér ?

Sent: Þri 17. Maí 2011 16:56
af blitz
Frekar heimskulegt að uppfæra nokkrum vikum áður en BD kemur út.

Bíddu í 1-2 mánuði spáðu svo í þessu

Re: Hvaða AM3+ móðurborð á ég að fá mér ?

Sent: Þri 17. Maí 2011 17:12
af Nördaklessa
blitz skrifaði:Frekar heimskulegt að uppfæra nokkrum vikum áður en BD kemur út.

Bíddu í 1-2 mánuði spáðu svo í þessu


MSI 890GXM-G65 er AM3+
http://eu.msi.com/product/mb/890GXM-G65.html

Re: Hvaða AM3+ móðurborð á ég að fá mér ?

Sent: Þri 17. Maí 2011 17:56
af Bioeight
MSI 890GXM-G65 á að styðja AM3+ örgjörva en er ekki með AM3+(eða AM3b) socket. Sést á því að AM3 socketið er með 942 pinna en AM3+ socketið 943 pinna (8 pinnar blokkaðir vs 7 pinnar blokkaðir). Hvort það skiptir svo einhverju máli er annað mál. Stærstu móðurborðaframleiðendurnir hafa gefið út að einhver AM3 móðurborð munu styðja Bulldozer með BIOS uppfærslu, yfirlýsing frá AMD í mars segir að Bulldozer muni aðeins virka í AM3+ socket. Þess vegna tel ég það öruggara að fjárfesta í móðurborði sem er með réttan pinnafjölda (ef menn geta ekki beðið). Þetta mál er frekar ruglingslegt og ekki AMD til góðs að staðfesta ekki eða óstaðfesta yfirlýsingar móðurborðaframleiðenda. Ég vona hinsvegar innilega að Bulldozer passi í AM3 móðurborð, því ég er með eitt svoleiðis sem er að bíða og vona að fá einn stóran Bulldozer í sig. þá get ég líka uppfært.

EDIT: edited for reasons

Re: Hvaða AM3+ móðurborð á ég að fá mér ?

Sent: Þri 17. Maí 2011 20:00
af astro
Bioeight skrifaði:MSI 890GXM-G65 á að styðja AM3+ örgjörva en er ekki með AM3+(eða AM3b) socket. Sést á því að AM3 socketið er með 942 pinna en AM3+ socketið 943 pinna (8 pinnar blokkaðir vs 7 pinnar blokkaðir). Hvort það skiptir svo einhverju máli er annað mál. Stærstu móðurborðaframleiðendurnir hafa gefið út að einhver AM3 móðurborð munu styðja Bulldozer með BIOS uppfærslu, yfirlýsing frá AMD í mars segir að Bulldozer muni aðeins virka í AM3+ socket. Þess vegna tel ég það öruggara að fjárfesta í móðurborði sem er með réttan pinnafjölda (ef menn geta ekki beðið). Þetta mál er frekar ruglingslegt og ekki AMD til góðs að staðfesta ekki eða óstaðfesta yfirlýsingar móðurborðaframleiðenda. Ég vona hinsvegar innilega að Bulldozer passi í AM3 móðurborð, því ég er með eitt svoleiðis sem er að bíða og vona að fá einn stóran Bulldozer í sig.


Hvaða móðurborð er þá með AM3b sem er selt á íslandi ?