Síða 1 af 1

Lagg í tölvuleikjum

Sent: Þri 17. Maí 2011 15:02
af Larusk
Var að fá mér nýtt Geforce GTS 450 1024MB DDR og tölvan laggar alltaf þegar ég spila leiki
Örgjörvi er Intel Core Duo 2 CPU 6600 2.40Ghz
4 gb af vinnsluminni.
MSi P6N SLI móðurborð.
Jafnvel þegar að ég spila frekar gamla tölvuleiki einsog Portal 1 þá höktir hún.
Einhver sem veit hvað hægt er að gera í þessu?

Re: Lagg í tölvuleikjum

Sent: Þri 17. Maí 2011 15:06
af Eiiki
Ef tölvan laggaði ekki fyrir kaup skjákortsins ertu örugglega bara með vitlausann driver fyrir skjákortið.

Re: Lagg í tölvuleikjum

Sent: Þri 17. Maí 2011 15:08
af hsm
Ég verð nú að spyrja þar sem að þú minnist ekkert á það, en ert þú búinn að setja inn nýjustu driverana fyrir skjákortið ????

Re: Lagg í tölvuleikjum

Sent: Þri 17. Maí 2011 15:10
af Larusk
Já búinn að sækja nýjustu drivera fyrir skjákortið

Re: Lagg í tölvuleikjum

Sent: Þri 17. Maí 2011 15:11
af Eiiki
Installaðiru þeim af netinu eða af disk sem fylgdi kortinu?

Re: Lagg í tölvuleikjum

Sent: Þri 17. Maí 2011 15:15
af sxf
psu nógu stór?

Re: Lagg í tölvuleikjum

Sent: Þri 17. Maí 2011 15:19
af Larusk
Sótti driverinn af sparkle síðunni. PSU er 520w og ég er bara með einn harðan disk þannig held að það sé nóg

Re: Lagg í tölvuleikjum

Sent: Þri 17. Maí 2011 15:19
af Eiiki
Þú ert alveg pottþétt með vitlausann driver vinur.
http://www.nvidia.com/Download/index.aspx?lang=en-us
Farðu á þessa síðu og náðu í driverinn, hakaðu rétt við allt. Hafðu product series í Geforce 400 Series..

Re: Lagg í tölvuleikjum

Sent: Þri 17. Maí 2011 15:21
af Larusk
Sótti Geforce GTS 450 driverinn fyrir windows 7 64bita. Veit að ég er ekki með vitlausan driver

Re: Lagg í tölvuleikjum

Sent: Þri 17. Maí 2011 15:41
af einarhr
hvaða kort varstu með fyrir og ertu búin að uninstalla öllu í sambandi við það?

Re: Lagg í tölvuleikjum

Sent: Þri 17. Maí 2011 15:50
af Larusk
var með geforce 8600 og formattaði tölvuna og henti inn nýju stýrikerfi þannig það er enginn séns á að það sé að hafa einhver áhrif

Re: Lagg í tölvuleikjum

Sent: Þri 17. Maí 2011 16:53
af einarhr
Larusk skrifaði:var með geforce 8600 og formattaði tölvuna og henti inn nýju stýrikerfi þannig það er enginn séns á að það sé að hafa einhver áhrif


gæti verið að þér vanti ennþá e-h drivera fyrir móðurborðið. Td. sata drivera