Síða 1 af 1

Skipta um viftu í PSU?

Sent: Þri 17. Maí 2011 12:19
af Matti21
Það er komið leiðinlegt hljóð í viftunni í Corsair HX620 aflgjafanum mínum. Legan er eitthvað að vera til vandræða. Að öðru leiti er aflgjafinn í fínu lagi svo ég var að pæla að skipta um viftu í honum bara. Hann er ekki lengur í ábyrgð.
Þá þarf ég bara að spyrja rafmagnssérfræðingana hérna er ekki alveg safe að opna hann? Ef ég kippi honum úr sambandi og læt hann standa í 24 tíma? Ættu þéttarnir ekki að vera búnir að afhlaða sig þá?

Re: Skipta um viftu í PSU?

Sent: Þri 17. Maí 2011 12:21
af Arnarr
Fínt líka að þegar að maður er búin að drepa á tölvuni og taka úr sambandi að kveikja á tölvuni aftur, þ.a.s ýta á on takkann. Þú ættir að sjá að vifturnar taka smá kipp.

Re: Skipta um viftu í PSU?

Sent: Þri 17. Maí 2011 12:30
af biturk
jú, en vertu samt ekkert að snerta þá að óþörfu

notaðu bara töng til að unplugga snúrunni og setja í aftur, allur er varinn góður :happy

Re: Skipta um viftu í PSU?

Sent: Fös 20. Maí 2011 14:27
af IL2
Ertu viss um að það þurfi ekki bara að smyrja viftuna? Myndi prófa það fyrst allavega. Fer náttúrulega eftir því hvort legan er lokuð eða ekki.