Síða 1 af 1
Hjálp fæ error í Prime95 með nýja tölvu.
Sent: Mán 09. Maí 2011 21:55
af Oak
Sælir
i7 950
GA-X58A-UDR3 Rev2.0
Mushkin 1333 3x4GB
Ákvað að setja þetta hér vegna þess að ég er ekki að yfirklukka örgjörvann minn. En þannig er mál með vexti að ég er að prufa að keyra Prime95 á þessu og það kemur alltaf error á nokkra þræði (threades(workers)). Startaði þessu 21:51 og núna 21:57 er fjórir dottnir út. Er þetta eðlilegt eða ætti ég að láta skoða þetta eitthvað ?
Einhvað sem ég get gert til að laga þetta ? Er örgjörvinn eitthvað tæpur ? eða eitthvað annað ?
Re: Hjálp fæ error í Prime95 með nýja tölvu.
Sent: Þri 10. Maí 2011 05:23
af Oak
02:02 stoppaði síðasti, þannig að ég gat keyrt þetta í um 4 tíma og svo ekki meir. Það er væntanlega ekki rétt... ?
Re: Hjálp fæ error í Prime95 með nýja tölvu.
Sent: Þri 10. Maí 2011 07:21
af Tiger
Nei þetta er ekki eðlilegt. Hver er hitinn á örgjörvanaum þegar þú ert að keyra þetta?
Ég myndi byrja á að fara í BIOS og setja allt á default og prufa svo. Ef þetta gerist enn, keyra memtest86+ og sjá hvort minnnin séu öll í orden.
Re: Hjálp fæ error í Prime95 með nýja tölvu.
Sent: Þri 10. Maí 2011 19:06
af Oak
Hitinn fer í 69°C
Tölvan er samt í fínu standi að ég held. Ég er allavega ekki að lenda í neinu óeðlilegu, hún er allavega stabíl í einhverja daga í einu.
Re: Hjálp fæ error í Prime95 með nýja tölvu.
Sent: Þri 10. Maí 2011 19:11
af Glazier
Er ekki 69°C frekar mikið miðað við ekkert overclock ?

Re: Hjálp fæ error í Prime95 með nýja tölvu.
Sent: Þri 10. Maí 2011 19:13
af Oak
er með MSI 8800GT sem keyrir frekar heitt. Það gæti átt einhvern þátt í þessu en annars dettur mér þá helst í hug að hafa klúðrað kælingunni.
Re: Hjálp fæ error í Prime95 með nýja tölvu.
Sent: Mið 11. Maí 2011 17:15
af Tiger
Oak skrifaði:Hitinn fer í 69°C
Tölvan er samt í fínu standi að ég held. Ég er allavega ekki að lenda í neinu óeðlilegu, hún er allavega stabíl í einhverja daga í einu.
Hvað meinaru með "einhverja daga í einu"? BSOD hún á einhverja daga millibili eða hvað?
Búin að keyra memtest og setja allt á default í BIOS?
Re: Hjálp fæ error í Prime95 með nýja tölvu.
Sent: Mið 11. Maí 2011 20:34
af Oak
hún hefur ekkert verið að BSOD neitt í langan tíma. Ég er alltaf að setja eitthvað upp, sem vill restarta tölvunni.
Re: Hjálp fæ error í Prime95 með nýja tölvu.
Sent: Fim 12. Maí 2011 22:53
af Oak
Með þessa massívu viftu og hún var ekki alveg að gera sig...hélt að þetta væri svona smá skjákortinu að kenna en þá var þetta bara klaufaskapur í mér. Ég var í smá erfileikum að setja viftuna á og það greinilega skilaði sér svona. Búinn að nota hana í nokkra mánuði án nokkurs vesens. Ágætt að ég prufaði þetta blessaða forrit. Ég hefði aldrei tekið eftir þessu...viftan var laus...
Þannig að þetta er komið
Takk fyrir svörin.
Re: Hjálp fæ error í Prime95 með nýja tölvu.
Sent: Fös 13. Maí 2011 19:18
af Oak
viftan er á núna en örgjörvinn fer samt í 68°C+
gæti verið að það sé kassanum að kenna.
Re: Hjálp fæ error í Prime95 með nýja tölvu.
Sent: Fös 13. Maí 2011 19:32
af kubbur
hvaða kælingu ertu með
Re: Hjálp fæ error í Prime95 með nýja tölvu.
Sent: Fös 13. Maí 2011 19:32
af beggi90
Oak skrifaði:viftan er á núna en örgjörvinn fer samt í 68°C+
gæti verið að það sé kassanum að kenna.
Skiptirðu um kælikrem fyrst viftan var búin að vera laus.
Og keyrir prime núna án errora?
Re: Hjálp fæ error í Prime95 með nýja tölvu.
Sent: Fös 13. Maí 2011 19:42
af Oak
Þetta er kælingin.
Var að skipta um aflgjafa. Gæti hafa losað hana eitthvað. Þetta var nefnilega fínt í morgun þegar að ég var búinn að festa hana. Þá var load 54°C.
Verð að skoða þetta eitthvað aftur.
Re: Hjálp fæ error í Prime95 með nýja tölvu.
Sent: Fös 13. Maí 2011 22:57
af Oak
beggi90 skrifaði:Oak skrifaði:viftan er á núna en örgjörvinn fer samt í 68°C+
gæti verið að það sé kassanum að kenna.
Skiptirðu um kælikrem fyrst viftan var búin að vera laus.
Og keyrir prime núna án errora?
Held að ég verði að prufa það...hélt bara að þetta ætti að vera í lagi víst að þetta var það í morgun.
Viftan er ekki laus.

Bætt við:
Tók hliðina af kassanum og þá hitnar hann ekki eins mikið. Hugsa að ég skipti samt um kælikrem á morgun. Það er kannski ekki gott að vera með lokaðann hljóðeinangraðann kassa og búast við köldum íhlutum.
