Síða 1 af 1
Vesen með Geforce GTS 450 1024MB DDR
Sent: Mið 04. Maí 2011 17:55
af Larusk
Var að kaupa mér nýtt skjákort af gerð Geforce GTS 450 1024MB DDR. Kom því fyrir í tölvuna og ætlaði að starta í safe mode en hún endurræsti sig skyndilega þannig reyndi aftur í normal. Hún fór á XP loading screenið en svo ekkert lengra. Nú þegar ég reyni aftur þá virðist hún ekki finna skjákortið og ég fæ ekkert uppá skjáinn.
Þarf ég að redda mér gömlu skjákorti og setja það í og formatta?
Re: Vesen með Geforce GTS 450 1024MB DDR
Sent: Mið 04. Maí 2011 18:19
af Benzmann
hvar keyptiru skjákortið ?
Re: Vesen með Geforce GTS 450 1024MB DDR
Sent: Mið 04. Maí 2011 18:24
af Larusk
Tölvuvirkni
Re: Vesen með Geforce GTS 450 1024MB DDR
Sent: Mið 04. Maí 2011 18:26
af Benzmann
Larusk skrifaði:Tölvuvirkni
varstu búinn að henda inn driverum fyrri skjákortið ?
Re: Vesen með Geforce GTS 450 1024MB DDR
Sent: Mið 04. Maí 2011 18:28
af Larusk
Nei get það ekki þar sem gamla skjákortið er ónýtt og núna fæ ég ekkert á skjáinn.
Re: Vesen með Geforce GTS 450 1024MB DDR
Sent: Mið 04. Maí 2011 18:33
af Benzmann
Larusk skrifaði:Nei get það ekki þar sem gamla skjákortið er ónýtt og núna fæ ég ekkert á skjáinn.
kemstu ekkert inn í XP normally ?
Re: Vesen með Geforce GTS 450 1024MB DDR
Sent: Mið 04. Maí 2011 18:35
af Larusk
Hélt að þetta væri komið á hreint. Ég fæ ekkert upp á skjáinn hjá mér. No video signal. Þannig ég get ekkert gert
Re: Vesen með Geforce GTS 450 1024MB DDR
Sent: Mið 04. Maí 2011 18:38
af Benzmann
Larusk skrifaði:Hélt að þetta væri komið á hreint. Ég fæ ekkert upp á skjáinn hjá mér. No video signal. Þannig ég get ekkert gert
hvernig bilaði gamla skjákortið ?, var það nokkuð að ofhitna ?
Re: Vesen með Geforce GTS 450 1024MB DDR
Sent: Mið 04. Maí 2011 18:41
af Larusk
Var að fikta með það og það ofhitnaði en það var af því að ég tók kæligrindina af því og eitthvað vesen sem ég nenni ekki að fara útí hér. En nýja kortið á ekki að ofhitna. Er með kassan opinn og alles
Re: Vesen með Geforce GTS 450 1024MB DDR
Sent: Mið 04. Maí 2011 18:45
af Benzmann
Larusk skrifaði:Var að fikta með það og það ofhitnaði en það var af því að ég tók kæligrindina af því og eitthvað vesen sem ég nenni ekki að fara útí hér. En nýja kortið á ekki að ofhitna. Er með kassan opinn og alles
getur þá ekki verið ef PCI-Ex16 slotið hjá þér hafi eitthvað skemmst líka við það þegar gamla korti ofhitnaði... myndi skoða það vel...
líka það er ekki gott ef kassinn þinn er opinn, þá eru vifturnar að reyna að kæla niður herbergið hjá þér...
Re: Vesen með Geforce GTS 450 1024MB DDR
Sent: Mið 04. Maí 2011 18:47
af Larusk
Pci raufinn á ekki að hafa skemmst þar sem að ég fékk í fyrstu upp video signal og gat valið að fara í safe mode og normal mode en það er einsog núna að hún vilji ekki finna kortið. Held að það hafi eitthvað með driverinn að gera. Er ennþá með gamla installaðan fyrir gamla video kortið
Re: Vesen með Geforce GTS 450 1024MB DDR
Sent: Mið 04. Maí 2011 20:56
af dori
Larusk skrifaði:Pci raufinn á ekki að hafa skemmst þar sem að ég fékk í fyrstu upp video signal og gat valið að fara í safe mode og normal mode en það er einsog núna að hún vilji ekki finna kortið. Held að það hafi eitthvað með driverinn að gera. Er ennþá með gamla installaðan fyrir gamla video kortið
Ef þú færð enga mynd á kortið hefur það ekkert með rekla að gera. Þeir taka ekki við fyrr en BIOSinn er búinn að POSTa.
Athugaðu hvort kortið sé örugglega í. Prufaðu að hreinsa CMOS (taka litla batteríið úr og kveikja/slökkva).
Re: Vesen með Geforce GTS 450 1024MB DDR
Sent: Mið 04. Maí 2011 21:17
af Larusk
Kortið er alveg í og ég prufaði að taka batteríið úr en það virkaði ekki heldur
Re: Vesen með Geforce GTS 450 1024MB DDR
Sent: Mið 04. Maí 2011 21:20
af beatmaster
Kemur mynd áður en að að XP-ið byrjar að load-a (í BIOS)?
Re: Vesen með Geforce GTS 450 1024MB DDR
Sent: Mið 04. Maí 2011 21:24
af Larusk
Það kom semsagt mynd fyrst upp á biosnum og svo byrjaði xp-ið að loada. En núna finnur hún kortið bara alls ekki
Re: Vesen með Geforce GTS 450 1024MB DDR
Sent: Mið 04. Maí 2011 21:32
af beatmaster
Ég myndi giska á að aflgjafinn væri farinn hjá þér, það er ef að kortið er í lagi (virkar það í annari vé?l)
Re: Vesen með Geforce GTS 450 1024MB DDR
Sent: Mið 04. Maí 2011 21:35
af Larusk
Tölvan ræsir sig alveg. hef ekki prufað kortið i annari vél
Re: Vesen með Geforce GTS 450 1024MB DDR
Sent: Mið 04. Maí 2011 21:42
af beatmaster
Hvað meinarðu með að vélin ræsi sig?
Kemur POST bíb eða heyrirðu í hátölurum að XP sé að starta?
Eða áttu kanski bara við allar viftur og ljós fari í gang?
Re: Vesen með Geforce GTS 450 1024MB DDR
Sent: Mið 04. Maí 2011 21:46
af Larusk
allar viftur og ljós fara í gang
Re: Vesen með Geforce GTS 450 1024MB DDR
Sent: Mið 04. Maí 2011 21:59
af beatmaster
Þá myndi ég segja að aflgjafinn væri farinn, ég myndi prufa annann aflgjafa eða prufa kortið í annari tölvu
Hvernig aflgjafi er í þessum turni? og hvernig var skjákortið sem að dó?
Re: Vesen með Geforce GTS 450 1024MB DDR
Sent: Mið 04. Maí 2011 22:05
af Larusk
aflgjafinn er 460w og gamla skjákortið var geforce 8600 gtx