Síða 1 af 1

Breyta um straum tengi

Sent: Mið 04. Maí 2011 16:36
af birgirdavid
Já sælir vaktarar, heyrðu það sem ég er með í huga er að get ég breytt um hvernig ég ætti að fá straum í gaurinn. Á þessu er svona kló sem maður tengir í vegg eða þá í fjöltengi og get ég ekki bara cuttað það af þessu og sett í staðin svona usb snúru sem er með eitt tengi normal semsagt sem maður pluggar usb-ið í tölvuna og svo hitt tengið sem var með usb tengi en ég cuttaði það af og fann þá vírana sem gefa straum og gæti ég ekki tengt það eða lóðað þessa víra í staðin fyrir þetta sem maður pluggar í vegginn, því að hugmyndin er að þá gæti ég sett þetta allt bara inní tölvuna og svo þegar ég vil kveikja á þessu þá þarf ég bara að plugga usb-inu í tölvuna og þá kemur ljós ... eða kemur kannski ekki nógu mörg volt frá usb-inu til að kveikja á þessu ef svo er get ég þá tengt þetta á einhvern veginn öðruvísi hátt t.d kannski frá aflgjafanum ? :megasmile

Myndir :
Mynd
Mynd
Mynd

Þetta eru ljósin : http://www.ikea.is/products/7002

Re: Breyta um straum tengi

Sent: Mið 04. Maí 2011 16:41
af Gunnar
Þá færi það úr 230V frá veggnum í 12V frá USB. Svo ég efa að það sé hægt.
Svo er spurning hversu hátt þessi led ljós séu. hvort þetta unit breiti voltunum niður í 1,25 volt eða álíka. man bara ekki hvað þetta var.

Re: Breyta um straum tengi

Sent: Mið 04. Maí 2011 16:43
af axyne
Húsarafmagn er 230V AC USB er 5V DC svo svarið er nei.

eflaust einfaldara að smíða nýja ljósastýringu sem tekur við 5V frekar en að breyta hinni.

Re: Breyta um straum tengi

Sent: Mið 04. Maí 2011 16:49
af Frussi
Í fyrsta lagi, þá var gjörsamlega óþolandi að lesa póstinn þinn. Ég mæli með því að þú skiptir þessu upp í nokkrar setningar í staðin fyrir eina fáránlega langa ;)

Ég myndi samt ekkert vera að vesenast með þetta. Stökktu frekar niður í íhluti og kauptu neon túbu. Þá þarf bara að lóða vírana úr spennubreytinum sem fylgir með í 12v molex.

Re: Breyta um straum tengi

Sent: Mið 04. Maí 2011 16:59
af dori
Þú nærð ekki að gera þetta eins og þú virðist vona. Taktu betri myndir af öllum prentplötum (báðum hliðum) og dæminu sem þú stingur í samband (allar merkingar á því).

Re: Breyta um straum tengi

Sent: Mið 04. Maí 2011 17:00
af Gunnar
It uses four additional pins to supply up to 6 A at either 5 V, 12 V, or 24 V (depending on keying) to peripheral devices.
http://en.wikipedia.org/wiki/Universal_Serial_Bus

Re: Breyta um straum tengi

Sent: Mið 04. Maí 2011 17:05
af birgirdavid
Já meinar þannig að svarið er nei, en ég þakka kærlega fyrir öll svörin :megasmile

Re: Breyta um straum tengi

Sent: Mið 04. Maí 2011 17:05
af axyne
Gunnar skrifaði:It uses four additional pins to supply up to 6 A at either 5 V, 12 V, or 24 V (depending on keying) to peripheral devices.
http://en.wikipedia.org/wiki/Universal_Serial_Bus


5V er standard og er á öllum tölvum.

þú ert að vitna í powered USB
http://en.wikipedia.org/wiki/Powered_USB

Re: Breyta um straum tengi

Sent: Mið 04. Maí 2011 17:11
af Gunnar
axyne skrifaði:
Gunnar skrifaði:It uses four additional pins to supply up to 6 A at either 5 V, 12 V, or 24 V (depending on keying) to peripheral devices.
http://en.wikipedia.org/wiki/Universal_Serial_Bus


5V er standard og er á öllum tölvum.

þú ert að vitna í powered USB
http://en.wikipedia.org/wiki/Powered_USB

ahh hlaut að vera eitthvað :)
var að ruglast á usb og 4 pinna frá aflgjafanum....