Síða 1 af 1

Spurning um Dvorak keyboard layout.

Sent: Lau 30. Apr 2011 23:09
af Output
Sælir vaktarar! Ég er nýliði hérna og ætla að vona að ég fæ góðar móttökur.

En ég er með spurningu, Nú er ég búin að lesa um "Dvorak" Keybord layout og það á að vera mikið betra en "QWERTY" Layout-ið sem er hérna á landi :) Ég er búin að skoða myndir af svona lyklaborðum og finnst þetta vera frekar fyrir Bandaríkjamenn. En ég veit svosem ekkert mikið um það. Þannig ég ætla að spyrja ykkur hvort að einhver hérna er með dvorak keyboard layout? :D Og hvort það er mikið betra heldur en QWERTY ?

Fyrirfram þakkir, Output.

Breytt: Og líka hvort það er betra í forritun?

Re: Spurning um Dvorak keyboard layout.

Sent: Sun 01. Maí 2011 00:28
af SIKk
gæti aldrei vanist þessu :popeyed

Re: Spurning um Dvorak keyboard layout.

Sent: Sun 01. Maí 2011 01:01
af coldcut
sko...dvorak er hannað fyrir efficient "vélritun".
Það er ekkert notað meira í USA heldur en annars staðar, málið er bara að það er ekki með íslenskum stöfum. Kannski er hægt að hafa íslenska stafi, hef bara ekki prófað það. Hef bara prófað nokkrar Dvorak-æfingar og það er nokkuð þægilegt sko og ég held að það væri ekkert svo erfitt að venja sig á það.

Hins vegar finnst mér ekki skipta svo miklu máli í forritun hvað þú skrifar hratt (nema þú sért algjör snillingur) því þetta snýst frekar um góðar lausnir heldur en stórar lausnir.

Re: Spurning um Dvorak keyboard layout.

Sent: Sun 01. Maí 2011 01:34
af Output
Já ok, Takk fyrir svarið :) En það er nú frekar leiðinlegt að það eru ekki íslenskir stafir í dvorak :dissed Langaði svaðalega að prófa það.