Síða 1 af 1
ASRock P45XE vandræði
Sent: Fös 29. Apr 2011 22:07
af Safnari
Er með nýtt ASRock P45XE móðurborð sem vill ekki slökkva á sér.
Þe. Framkvæmir Restart í stað Shut Down. Með nýasta Bios
Einhver lent í svipuðu ?
Re: ASRock P45XE vandræði
Sent: Fös 29. Apr 2011 22:14
af vesley
Shutdown takkinn vitlaust tengdur ? s.s. í restart pinnana en ekki shutdown.
Re: ASRock P45XE vandræði
Sent: Fös 29. Apr 2011 22:23
af Safnari
Nei, ekki alveg svo einfalt.
BIOS er á 4sek, þannig að ef ég held inni takkanum þá slekkur hún á sér eftir 4sek. en kveikir á sér aftur.
Ef ég vel Shutdown frá stýrikerfinu, þá slekkur´hún ásér, en kveikir á sér aftur, nema ég sé nógu snöggur að rjúfa rafmagnið.
Re: ASRock P45XE vandræði
Sent: Fös 29. Apr 2011 22:31
af Eiiki
vesley skrifaði:Shutdown takkinn vitlaust tengdur ? s.s. í restart pinnana en ekki shutdown.
Það eru í fyrsta lagi engir restart pinar á móðurborðinu bara reset að ég held.
En eru þetta ekki bara einhverjar power stillingar í bios?
Re: ASRock P45XE vandræði
Sent: Fös 29. Apr 2011 22:37
af Nördaklessa
kanski þetta hjálpar? :S
Re: ASRock P45XE vandræði
Sent: Fös 29. Apr 2011 22:54
af Klemmi
Ef borðið kom með nýjan BIOS prófaðu þá að bakka með hann um eina eða tvær uppfærslur og sjá hvort það lagi vandamálið... annars er það bara að kíkja með það til Kísildals (keypt þar ekki satt?), getur ekki verið hugbúnaðarvandamál fyrst þetta gerist líka þegar þú heldur takkanum inni til að drepa á vélnni.
Re: ASRock P45XE vandræði
Sent: Fös 29. Apr 2011 23:01
af beatmaster
Skeður það sama ef að það er annar aflgjafi? (ef að þú getur prufað)
Re: ASRock P45XE vandræði
Sent: Fös 29. Apr 2011 23:01
af Bioeight
Hef lent í nákvæmlega þessu. Í mínu tilviki þá var þetta eitthvað með PSU-ið, en ég man ekki nákvæmlega hvað málið var þá. En það var líklega eitt af þessu: 4+4 pinna tengi tengt vitlaust í 8 pin tengi á móðurborðinu, sem sagt öfugt(það var hægt), 4-pinna tengið í CPU eitthvað illa tengt, eða eitthvað annað vitlaust eða illa tengt. Svo var kannski bara power takkinn tengdur vitlaust við móðurborðið eins og vesley segir.
Man þetta sem sagt ekki alveg en kannski hjálpar þér þetta á rétta braut?
P.S. Ég geri ráð fyrir því í svari mínu að þetta hafi verið svona síðan móðurborðið var síðast tengt við kassann og PSU.
Edit: ég er ekki að mæla með því að randomly svissa 4+4 tenginu(ef þú ert með svoleiðis) á milli, það er hægt að sjá hvort það er rétt tengt með því að skoða það bara betur.
Re: ASRock P45XE vandræði
Sent: Fös 29. Apr 2011 23:37
af Gunnar
Vinur minn er að lenda í því sama. Búinn að skipta um aflgjafa og ekkert breyttist. breyta helling í bios og ekkert breyttist.
Ef hann slekkur á tölvunni slekkur hann alltaf á aflgjafanum á þeim sec sem tölvan er slökkt.
Re: ASRock P45XE vandræði
Sent: Lau 30. Apr 2011 00:13
af Safnari
Prófaði annan spennugjafa, annað skjákort, önnur minni, fjarlægði öll kort (nema skjákort)
Frátengdi öll drif. Kveikir samt á sér aftur. ( gerði bara eina breytingu í einu )
BIOS var nýasta útgáfa þe. 1.7
Rúllaði BIOS niður í 1.2 (þar sem 1.3 er power saving uppfærsla) Kveikir samt á sér aftur.
Prófaði síðan BIOS 1.3, 1.4, 1.5, 1.6, 1.7. Kveikir á sér aftur í öllum útgáfum.
Þetta er náttúrulega hvimleitt, en varla næg ástæða til að fá borðinu skipt út. Eða ?
Re: ASRock P45XE vandræði
Sent: Lau 30. Apr 2011 01:01
af Haxdal
Býst við að þú sért með Windows.
Ég hef lent í þessu, þá var vélin að BSODa í shutdown og þ.a.l. endurræsti sig.
þarft að fara í system properties (hægri klikka á my computer og properties) -> advanced system settings -> advanced flipinn -> settings undir startup and recovery og taka flipann úr Automatically Restart til að sjá BSOD skilaboðin.
getur svo debuggað það frekar útfrá þeim.
Prófaðu að slökkva á þessu og sjá hvort þetta sé vandamálið.

- autorestart.PNG (86.85 KiB) Skoðað 2552 sinnum
Re: ASRock P45XE vandræði
Sent: Lau 30. Apr 2011 01:09
af Klemmi
Safnari skrifaði:Prófaði annan spennugjafa, annað skjákort, önnur minni, fjarlægði öll kort (nema skjákort)
Frátengdi öll drif. Kveikir samt á sér aftur. ( gerði bara eina breytingu í einu )
BIOS var nýasta útgáfa þe. 1.7
Rúllaði BIOS niður í 1.2 (þar sem 1.3 er power saving uppfærsla) Kveikir samt á sér aftur.
Prófaði síðan BIOS 1.3, 1.4, 1.5, 1.6, 1.7. Kveikir á sér aftur í öllum útgáfum.
Þetta er náttúrulega hvimleitt, en varla næg ástæða til að fá borðinu skipt út. Eða ?
Ef varan er ekki að reynast sem skyldi þá að sjálfsögðu áttu rétt á að hún sé lagfærð. Það er bara spurning hvort þetta sé bundið við þessi móðurborð eða þitt staka eintak. Bezt fyrir þig að fara bara með tölvuna í heild sinni á verkstæði eða þá verzlun sem þetta er keypt og láta þá leysa þetta, í versta falli ef þetta er ekki móðurborðið þá ertu rukkaður skoðunargjald og færð að vita hvað var að.
Mestar líkur á að þeir reddi þessu bara og allir verði ánægðir

Re: ASRock P45XE vandræði
Sent: Lau 30. Apr 2011 01:22
af Safnari
Auto restartið hef ég altaf afhakað, svo það er ekki það.
Þar sem ég er með W7 64Bita þá prófaði ég að henda upp 32Bita XP og síðan Ubuntu 9.10
En altaf sama sagan, kveikir á sér sjálf eftir eina tvær sekúndur.
Bara svo það sé með líka, eftir að manni tekst að slökkva með því rjúfa straumin.
Þá kveikir hún ekki á sér sjálf. þe.Gerist bara þegar maður ættlar að slökkva á henni.
Virkar eins hálgerður Terminator '' I´ll be back '' and keeps coming back up.
Re: ASRock P45XE vandræði
Sent: Lau 30. Apr 2011 01:41
af Haxdal
Safnari skrifaði:Auto restartið hef ég altaf afhakað, svo það er ekki það.
Þar sem ég er með W7 64Bita þá prófaði ég að henda upp 32Bita XP og síðan Ubuntu 9.10
En altaf sama sagan, kveikir á sér sjálf eftir eina tvær sekúndur.
Bara svo það sé með líka, eftir að manni tekst að slökkva með því rjúfa straumin.
Þá kveikir hún ekki á sér sjálf. þe.Gerist bara þegar maður ættlar að slökkva á henni.
Virkar eins hálgerður Terminator '' I´ll be back '' and keeps coming back up.
Fyrst þetta er ekki bara bundið við stýrikerfið þá eru yfirgnæfandi líkur á að það sé eitthvað að vélbúnaðinum, móðurborðinu, og það þurfi bara að fara með það á verkstæði.
Re: ASRock P45XE vandræði
Sent: Lau 30. Apr 2011 17:57
af Bioeight
Búinn að útiloka softare vandamál sýnist mér algjörlega. Þá hlýtur að vera að leka rafmagn einhvers staðar og hafa áhrif á móðurborðið eða móðurborðið bilað. Kannski er svo bara takkinn sjálfur á kassanum bilaður? Getur tekið hann úr sambandi og shortað power pinnana á móðurborðinu til að kveikja á tölvunni, ég geri það oftast með jumper, smelli honum á pinnana og tek hann strax af aftur. Ef tölvan kveikir á sér strax með power takkann úr sambandi þá ertu búinn að útiloka það líklega.
Annars gæti þetta verið kælikrem eða eitthvað sem hefur sullast á móðurborðið? Eða móðurborðið einhvers staðar að leiða út/inn rafmagn, t.d. vegna þess að skrúfur eða eitthvað sé að snerta það, vantar gúmmígaura?
En ef það er ekki þá ertu held ég búinn að gera allt sem hægt er að láta sér detta í hug.
EDIT: Það að takkinn sé bilaður finnst mér highly unlikely en fínt að útiloka það kannski.
Re: ASRock P45XE vandræði
Sent: Sun 01. Maí 2011 12:17
af Safnari
Var búin að útiloka Power-takkan.
Líka búin að prófa borðið í þremur ólíkum kössum með þremur ólíkum spennugjöfum.
Líka prófað með borðið '' á borðinu '' kassalaust, startað með jumper.
Þessi hegðun er sambærileg við það sem skeður almennt þegar maður breytir BIOS stillingum fyrir CPU.
þe. þú seivar breytingunni, og borðið power recyclar.
Þetta er orðið hálfgert '' challenge '' að finna út úr þessu, fer ekki að gefast upp og reyna að skila borðinu úr þessu.
Re: ASRock P45XE vandræði
Sent: Sun 01. Maí 2011 18:25
af braudrist
Gallað móðurborð?
Re: ASRock P45XE vandræði
Sent: Sun 01. Maí 2011 19:34
af Godriel
Eftir mjög stutta yfirferð á þessu þá hef ég komist að því að vandamálið þitt er ASRock.....
