Síða 1 af 1

forrit til að bjarga af flakkara ASAP!

Sent: Fim 28. Apr 2011 22:45
af biturk
kveikti á sjónvarpsflakkaranum mínum áðan...........og það er ekkert inná honum, ekki eitt einasta gagn, mig vantar forrit asap núna til að bjarga málunum, ég var með yfir 100gb af ómetanlegum gögnum á honum!!!

hvað er öruggasta forritið og besta sem ég kemst í núna strasx!!

Re: forrit til að bjarga af flakkara ASAP!

Sent: Fim 28. Apr 2011 23:01
af TechHead
Runtime software

Getdataback for NTFS

Re: forrit til að bjarga af flakkara ASAP!

Sent: Fim 28. Apr 2011 23:03
af biturk
wondershare, fann gögnin, þau eru til staðar, er að prófa icare og gá hvort það bjargi mér

annars reini ég þessi forrit, takk kærlega!

Re: forrit til að bjarga af flakkara ASAP!

Sent: Fim 28. Apr 2011 23:07
af BjarniTS
Myndi byrja á forritum sem þú veist að virka , held að það að klóra sig eitthvað áfram í svona yfir kaffibolla hafi lítið að segja.

Re: forrit til að bjarga af flakkara ASAP!

Sent: Fös 29. Apr 2011 19:08
af biturk
jæja, ég er á byrjunarreit, mig vantar forrit sem er í raun og veru frítt til að endurheimta gögnin líka, ekki bara til að sjá þau og velja. heill dagur farinn í vaskinn útaf þessu rugli! :thumbsd

Re: forrit til að bjarga af flakkara ASAP!

Sent: Fös 29. Apr 2011 19:14
af bulldog
ekki gott .... vondandi ertu ekki orðinn bitur(k) :oneeyed

Re: forrit til að bjarga af flakkara ASAP!

Sent: Fös 29. Apr 2011 19:23
af einarhr
biturk skrifaði:jæja, ég er á byrjunarreit, mig vantar forrit sem er í raun og veru frítt til að endurheimta gögnin líka, ekki bara til að sjá þau og velja. heill dagur farinn í vaskinn útaf þessu rugli! :thumbsd


Recurva er freeware sem ég hef notað með ágæstis árangri http://www.piriform.com/recuva

Annars þegar ég var í bransanum 8-[ þá notuðum við helst Ontrack® EasyRecovery™ Professional og Get Data Back sem eru ekki freeware

Re: forrit til að bjarga af flakkara ASAP!

Sent: Fös 29. Apr 2011 19:33
af bulldog
eða að eiga bara backup á öðrum disk er líka fín lausn.

Re: forrit til að bjarga af flakkara ASAP!

Sent: Fös 29. Apr 2011 19:38
af beggi90
Ég notaði alltaf Easus data recovery eða Stellar
þau eru svosem ekki frí en fyrst það er neyð...

... Arr we be a pirate?

Re: forrit til að bjarga af flakkara ASAP!

Sent: Fös 29. Apr 2011 20:02
af Oak
Power data recovery hefur virkað fínt fyrir mig...ekki frítt...

Re: forrit til að bjarga af flakkara ASAP!

Sent: Fös 29. Apr 2011 20:43
af biturk
jæja, áttaði mig á að mig vantar líka lágmark 1tb disk, helst 1.5 bara fyrst ég er að standa í þessu


óska eftir að kaupa notaðann disk eða fá lánaðann í nokkra tíma til að redda þessu!

helst á ak, helst í kvöld!

Re: forrit til að bjarga af flakkara ASAP!

Sent: Lau 30. Apr 2011 12:47
af biturk
jæja strákar, vantar notaðann disk á ak til láns eða sölu

einnig kemur til greina að fá tvo 500 eða 3 320gb!!


vantar þetta sem allra allra fyrst!

EDIT

þess má til gamans geta að það byrjaði að tikka í disknum, ég borga fyrir að fá lánaðann disk undir eins!!! :nerd_been_up_allnight

Re: forrit til að bjarga af flakkara ASAP!

Sent: Sun 22. Maí 2011 13:02
af bulldog
nýr 500 gb diskur kostar bara 6000 kall upp með veskið =P~

Re: forrit til að bjarga af flakkara ASAP!

Sent: Sun 22. Maí 2011 14:12
af andribolla
Maðurinn sem segist ekki þurfa Backup því Windows klikkar ekki.

Re: forrit til að bjarga af flakkara ASAP!

Sent: Sun 22. Maí 2011 14:23
af biturk
bulldog skrifaði:nýr 500 gb diskur kostar bara 6000 kall upp með veskið =P~



búinn að redda þessu

andribolla skrifaði:Maðurinn sem segist ekki þurfa Backup því Windows klikkar ekki.


bíddu....hvar klikkaði windowsið?

lestu nú þráðinn

en ég er búinn að redda þessu og það var black sem gerði það :happy

Re: forrit til að bjarga af flakkara ASAP!

Sent: Sun 22. Maí 2011 16:20
af Hargo
Þráður: PS3 red light of death
biturk skrifaði:Af hverju eru menn ekki löngu farnir að skipta um krem og breita heatsinkinu áður en þær ofhitna og deyja :shock:



Af hverju eru menn ekki farnir að læra það að eiga afrit af gögnum áður en hörðu diskarnir klikka... :megasmile

Nei ég bara varð, vonandi nærðu að bjarga þessu. Alltaf fúlt að missa gögn.

Var ekki einhver aðferð að skella disknum í frysti í einhvern tíma ef það er farið að tikka í honum og reyna svo að bjarga gögnum?

Re: forrit til að bjarga af flakkara ASAP!

Sent: Sun 22. Maí 2011 17:15
af bulldog
kaupa bara nokkra 2 tb diska þeir eru orðnir svo ódýrir í dag og hafa nákvæmt backup af því sem er í tölvunni.

Re: forrit til að bjarga af flakkara ASAP!

Sent: Sun 22. Maí 2011 18:33
af guttalingur
ég er með fjölskyldu ljósmyndirnar á 16 stöðum :popeyed

You should do the same!