Síða 1 af 1

harði diskurinn byrjaður að láta ílla

Sent: Fim 28. Apr 2011 22:13
af íslendingur
Harði diskurinn í tölvunni hjá mér er eitthvað farinn að klikka. Málið er að það heyrist alltaf eitthvað hljóð í honum eins og eitthvað sé að skrapast saman inn í honum og svo frís tölvan og lagast þegar ég restarta en gerist svo alltaf aftur eftir 5 - 30 mín. Svo stundum hættir hann alveg í nokkra daga og byrjar svo aftur, Hann er í ábyrgð enn nenni ekki að fara skipta honum út strax ef ég kemst upp með það, svo mikið efni inn á honum. Svo ég var að pæla hvort það sé eitthvað forrit sem ég get sett í gang sem hugsanlega getur lagað hann? Einhverjar hugmyndir?

Þetta er 1TB Seagate diskur keyptur fyrir 1 og hálfu ári.



hérna eru hita tölurnar út speccy


Operating System
MS Windows 7 Ultimate 32-bit
CPU
AMD Athlon 64 X2 5600+ 60 °C
Windsor 90nm Technology
RAM
4.0GB Dual-Channel DDR2 @ 311MHz (5-5-5-15)
Motherboard
MICRO-STAR INTERNATIONAL CO.,LTD MS-7388 (CPU 1) 51 °C
Graphics
Generic PnP Monitor (1024x768@85Hz)
640MB GeForce 8800 GTS (nVidia) 71 °C
Hard Drives
977GB Seagate ST31000333AS ATA Device (SATA) 52 °C
Optical Drives
TSSTcorp CD/DVDW SH-S182D ATA Device
ELBY CLONEDRIVE SCSI CdRom Device
DTSoftBusCd00
DTSoftBusCd01
Audio
High Definition Audio Device

Re: harði diskurinn byrjaður að láta ílla

Sent: Fim 28. Apr 2011 22:24
af biturk
afritaðu gögnin núna strax, þetta er tifandi tímapsrengja maður!!

farðu svo og skiptu honum áður en hann fellur úr ábyrgð!

Re: harði diskurinn byrjaður að láta ílla

Sent: Fim 28. Apr 2011 22:54
af íslendingur
Jebb tifandi tímasprengja er rétt orð hann virðist hafa gefið sig núna. Kemur bara svartur skjár þegar ég kveikji á tölvunni og er kominn fram hjá windows merkinu. Ætli maður reyni ekki að tengja hann við flakkara eða aðra tölvu sem auka harðan disk og ná gögnunum. Og svo skipta honum út á morgun.......