Síða 1 af 1

Uppfærsla fyrir sem minnstan pening

Sent: Fim 28. Apr 2011 13:14
af omare90
Sælir

Er að fara að uppfæra núna á næstunni, vantar smá ráð um hvernig ég ætti að uppfæra


Móðurborð:Gigabyte GA-P35-DS3L
Örgjörvi:E2180 @ 2.00 GHz
Vinnsluminni:2x 1GB GeIL DDR2-800MHz
Skjákort:ATI Radeon R4650

Ég nota tölvuna mína aðallega til að spila Football Manager og er orðinn nokkuð þreyttur á því hversu hægt hann gengur, hann er hægur í vinnslu en þrívíddargrafíkin er einnig hæg þannig ég veit ekki alveg hvað ég á að uppfæra

Spurningin er borgar sig að uppfæra einhvern einn íhlut, hef eiginlega ekki efni strax á að kaupa nema eitt stykki, vantar ykkar álit á hvaða hlut er best að uppfæra?

Er til í öll ráð :)

Re: Uppfærsla fyrir sem minnstan pening

Sent: Fim 28. Apr 2011 13:14
af HelgzeN
örgjörvan.

Re: Uppfærsla fyrir sem minnstan pening

Sent: Fim 28. Apr 2011 14:10
af kobbi keppz
örgjafann og minnin. hvernig aflgjafa ertu með?

Re: Uppfærsla fyrir sem minnstan pening

Sent: Fim 28. Apr 2011 15:59
af omare90
kobbi keppz skrifaði:örgjörvann og minnin. hvernig aflgjafa ertu með?


einhvern chieftec, 500 wött held ég, hann er 5 ára gamall

Re: Uppfærsla fyrir sem minnstan pening

Sent: Fim 28. Apr 2011 19:02
af FreyrGauti
Ekkert af þessu, safna þangað til að þú hefur efni á örgjörva+móðurborð+minni. :ninjasmiley

Re: Uppfærsla fyrir sem minnstan pening

Sent: Fim 28. Apr 2011 19:03
af bulldog
Það væri góð uppfærsla að hætta að halda með Man United \:D/

Re: Uppfærsla fyrir sem minnstan pening

Sent: Fim 28. Apr 2011 19:24
af axyne
Gæti verið bang-for-buck í þínu tilviku.
http://www.att.is/product_info.php?cPath=41_28_162&products_id=4429&osCsid=db09130e1c76fac2a7f4a909db95d73f

Teldi það samt frekar vera skynsamlegri kost að fara í nýtt móðurborð+cpu+minni en það ræður auðvitað hvað buddan er þung.