Síða 1 af 1
Good enough gaming system
Sent: Mán 25. Apr 2011 10:23
af Krisseh
Umræðan um nógu góða leikjavél fyrir minnsta peninginn.
Ég hef verið að fylgjast með Linus, sem er með Linus Tech tips og Ncix.com stöðvarnar á Youtube. Hann er að fara að fjalla aftur um "Good enough gaming system" fljótlega og mér finnst sú umræða athyglisverð og finnst að við ættum að ræða það aðeins, þ.e.a.s. hvernig tölva er nógu góð til að spila ákveðna leiki.
Til dæmis þegar Battlefield 3 kemur út, mér skilst að það þurfi líklega 4-kjarna örgjörva og aðgengi að solid-state drive til að geta spilað hann, hvað mun fólk þá velja til að geta spilað þann leik? Munu menn velja AMD eða Intel örgjörva og þá hvaða socket?
Og hvaða íhluti mundu menn velja í tölvu sem ætti að kosta undir 100k eða á bilinu 70-80k?
Re: Good enaugh gaming system
Sent: Mán 25. Apr 2011 12:34
af CendenZ
Ég skil ekki... þú ert að pæla í bestu vélinni fyrir sem minnstan pening ?
Hvaða raus er þetta um linus og vbloggið hans eiginlega.. what is this

Re: Good enaugh gaming system
Sent: Mán 25. Apr 2011 12:46
af kjarribesti
CendenZ skrifaði:Ég skil ekki... þú ert að pæla í bestu vélinni fyrir sem minnstan pening ?
Hvaða raus er þetta um linus og vbloggið hans eiginlega.. what is this

Hann er greinilega að tala um að koma á umræðu hérna sem samanber umræðunum þar.
Re: Good enaugh gaming system
Sent: Mán 25. Apr 2011 13:06
af coldcut
Í fyrsta lagi þá er þetta eit fyndnasta og um leið lélegasta innlegg sem ég hef séð á Vaktinni! Vandaðu þig aðeins "Krisseh".
Annars sé ég ekkert minnst á e-ð "good enough gaming system" á blogginu hans
Linusar
Re: Good enaugh gaming system
Sent: Mán 25. Apr 2011 13:16
af Frussi
Re: Good enaugh gaming system
Sent: Mán 25. Apr 2011 16:05
af coldcut
óóóóóóóóóóóó
](./images/smilies/eusa_wall.gif)
Re: Good enaugh gaming system
Sent: Mán 25. Apr 2011 16:23
af FreyrGauti
Stundum heldur maður að moddar hérna séu viljandi að vera erfiðir, ég get ekki séð neitt að þessum pósti hans annað en smá skort á stórum stöfum.
Kannski auðveldara að skilja hann þegar að maður fylgist með youtube síðunum hjá Linus.
Annars með umræðuna, þú kaupir aldrei 4gra kjarna leikjavél fyrir 70-80k, þó það eigi að vera budget vél.
Ef maður pælir í upphæðunum sem hann er að nota, $600 og $1.000, væri ekki raunhæft að hækka þær um 40% til að fá sambærilegt verð á klakanum?
Þá eru við að tala um 100k sirka fyrir ódýrari vélina og 160k fyrir dýrari vélina.
Re: Good enaugh gaming system
Sent: Mán 25. Apr 2011 16:34
af Frussi
Tölvan sem ég er með núna var sett saman rétt fyrir jól og var ég þá einmitt í þessum pælingum. Ég fékk móðurborðið, skjákortið, örgjörvann og vinnsluminnið frá USA, en kassinn og aflgjafinn voru keyptir hér. Harða diskinn (1Tb WD Green) átti ég til.
Öll tölvan samankomin, með verðinu á disknum, kostaði mig c.a. 80.000kr og ég hef ennþá ekki lent í leik sem hún ræður ekki við

(reyndar er ég bara að keyra á 19" skjá

) Að sjálfsögðu hækkar þetta eitthvað ef allt hefði verið keypt hér, líklega væri þetta í kringum 100-110þús.
Ég býst ekki við að hún muni ráða við nýjasta nýtt í náinni framtíð, en þá er lítið mál að kaupa nýtt skjákort og nota þetta í physx eða eitthvað

Re: Good enaugh gaming system
Sent: Mán 25. Apr 2011 16:38
af coldcut
FreyrGauti skrifaði:Stundum heldur maður að moddar hérna séu viljandi að vera erfiðir, ég get ekki séð neitt að þessum pósti hans annað en smá skort á stórum stöfum.
Kannski auðveldara að skilja hann þegar að maður fylgist með youtube síðunum hjá Linus.
Já sorrý, ég fylgist bara með bloggsíðunni sko og fyrir mér er bara einn Linus.
En annars er þetta innlegg skelfilega uppsett, þú hlýtur að sjá það þó þú sért að austan. Ég er að austan og ég sé það...ætli ég lagi ekki bara innleggið hans og við förum allir on topic ekki seinna en núna!
Re: Good enaugh gaming system
Sent: Mán 25. Apr 2011 16:40
af jonrh
FreyrGauti skrifaði:... þú kaupir aldrei 4gra kjarna leikjavél fyrir 70-80k, þó það eigi að vera budget vél...
Sammála. Gætir samt náð þessu með að kaupa notað.
Re: Good enaugh gaming system
Sent: Mán 25. Apr 2011 17:04
af Bioeight
Ég sé ekki hvernig SSD getur orðið að requirement á næstu mánuðum/1-2 árum(samt ... ár er langur tími í tölvuheiminum). Leikir þyrftu að stækka mikið áður en það gerist eða nota random reads mikið sem er ekki að fara að gerast. Með örgjörva þá þarftu ekki meira en Phenom II x4 955 3.2 Ghz sem kostar bara 18 þúsund en hinsvegar þá mun intel core i5 2500k endast mun lengur svo 30 þúsund krónur þar eru góð fjárfesting. Meira en 8GB af minni skilar mjög litlum gróða fyrir leiki í bili en því hraðara sem það er því betra. Mesta fjárfestingin er í góðu móðurborði sem styður hratt minni Intel P67 eða AMD 890G og svo auðvitað skjákorti. Ef maður er bara með einn tölvuskjá þá er Ati HD 6950 1GB eða Nvidia Geforce GTX-Ti 560 meira en nóg í 1920x1080 upplausn. Sata3 er overkill fyrir allt nema RAID í dag svo það þarf lítið að pæla í því.
Það er samt mælt með því að fá sér SSD, ekki af því að það er nauðsynlegt fyrir leikina heldur af því að það gerir bara allt miklu skemmtilegra.
Just my 10 crowns, nenni ekki að tína saman lista um hvað er best að kaupa hvar en ef einhver annar nennir því þá er það velkomið. Skil heldur ekki hvað var svona flókið við að skilja upprunalega póstinn, athyglisbrestur? TLDR; ?
Re: Good enough gaming system
Sent: Mán 25. Apr 2011 20:41
af FreyrGauti
Hér er rúmlega 100k vél án stýrikerfis. Allt tekið á buy.is, nennti ekki að flakka á milli síða.
Cooler Master Silent Pro M600 aflgjafi
M600 Er til ISK 17.990
LG Electronics GH24NS50B 24X SATA Super Multi DVD+/-RW Internal Drive (Black)
GH24NS50B Er til ISK 4.490
Seagate ST3500418AS 500GB SATA2 7200rpm 16MB Hard Drive
ST3500418AS Er til ISK 5.490
GIGABYTE GA-H67M-D2-B3 Socket 1155/ Intel H67/ DDR3/ CrossFireX/ SATA3/ A&GbE/ MATX Motherboard
GA-H67M-D2-B3 Er til ISK 17.990
Cooler Master Centurion 534
RC-534-KKN2-GP Er til ISK 9.990 Eyða
Intel Core i3 Processor i3-2100 3.1GHz 3MB LGA1155 CPU, Retail
BX80623I32100 Er til ISK 16.990
GIGABYTE ATI Radeon HD6850 1GB DDR5 2DVI/HDMI/DisplayPort PCI-Express Video Card
GV-R685OC-1GD Er til ISK 28.990
Super Talent DDR3-1333 4GB (2x2GB) Micron Chip Memory Kit
W1333UX4GM Er til ISK 5.990
Samtals m.vsk. ISK 107.920
Og rúmlega 160k vél án stýrikerfis...aftur af Buy.is.
LG Electronics GH24NS50B 24X SATA Super Multi DVD+/-RW Internal Drive (Black)
GH24NS50B Er til ISK 4.490
Super Talent DDR3-1333 4GB (2x2GB) Micron Chip Memory Kit
W1333UX4GM Er til ISK 5.990
Cooler Master Silent Pro M850 aflgjafi
RS850-AMBAJ3-US Er til ISK 24.990
Seagate ST3500418AS 500GB SATA2 7200rpm 16MB Hard Drive
ST3500418AS Er til ISK 5.490
MSI P67A-GD65 (B3) LGA1155/ Intel P67 B3/ DDR3/ SATA3&USB3.0/ A&GbE/ ATX Motherboard
P67A-GD65 (B3) Er til ISK 31.990
Intel Core i5 Processor i5-2500K 3.3GHz 6MB LGA1155 CPU, Retail
BX80623I52500K Er til ISK 29.990
MSI ATI Radeon HD6950 Twin Frozr II OC 2GB DDR5 2DVI/HDMI/2x Mini DisplayPort PCI-Express Video Card
R6950 TWIN FROZR II/OC Er til ISK 45.990
Cooler Master Storm Scout
CA-SGC2000 Er til ISK 16.990
Samtals m.vsk. ISK 165.920
Kom mér á óvart hvað maður gat fengið öfluga vél fyrir 166k ef maður sleppti SSD.