Síða 1 af 1

Nýr stýrikerfissdiskur

Sent: Mán 25. Apr 2011 01:27
af Eiiki
Sælir Vaktverjar

Málið er þannig að ég var að kaupa mér SSD disk, ég keypti hann með uppsettu Windows 7 stýrikerfi á og skipti honum því bara út fyrir gamla harða diskinn. Málið er að þetta er eitthvað aðeins flóknara en bara plug n' play.
Í fyrstu komst ég inn á desktoppið og svo bað tölvan um restar, hún restartar sér og ræsir sig eðlilega nema þegar hún ræsir kemur windows 7 bootscreen.
Svo fer hún bara í eitthvað autamatic update og errorar koma upp og hún ræsir sig ekki til fulls.

Hvað á ég að gera svo ég geti notað diskinn til fulls? Þarf ég að fara inn í BIOS og stilla eitthvað þar? Þarf ég windows 7 disk?

Re: Nýr stýrikerfissdiskur

Sent: Mán 25. Apr 2011 01:37
af Black
þú þarft mjög líklega að öllum líkindum að formata harðadiskinn, Hann er að loada driverum frá annari tölvu þykir mér líklegt :)

Re: Nýr stýrikerfissdiskur

Sent: Mán 25. Apr 2011 01:38
af Eiiki
Já mér sýnist það, þarf bara að redda mér W7 disk. Það er næst á dagskrá :)

Re: Nýr stýrikerfissdiskur

Sent: Mán 25. Apr 2011 01:39
af Klaufi
Format, er þetta ekki bara driver fudge?

Skil ég þig rétt að diskurinn var settur upp í annari vél?

Re: Nýr stýrikerfissdiskur

Sent: Mán 25. Apr 2011 01:42
af Eiiki
klaufi skrifaði:Format, er þetta ekki bara driver fudge?

Skil ég þig rétt að diskurinn var settur upp í annari vél?

haha já, hélt að windows 7 myndi virka svona því það virkaði svona á gamla stýrikerfisdiskinn þegar ég skipti um móðurborð+örgjörva+vinnsluminni um daginn, þá gerðist allt bara automaticly... býst við að það hafi verið algjör tilviljun hehe

Re: Nýr stýrikerfissdiskur

Sent: Mán 25. Apr 2011 02:09
af andripepe
eimmit það sem mig grunaði, :p rullaðu bara við hja mér á morgun og ég redda þér win7 disk :sleezyjoe

worth the shot

Re: Nýr stýrikerfissdiskur

Sent: Mán 25. Apr 2011 02:39
af MatroX
getur lika verið að fyrri eigandi hafi sett up windows með ahci eneblað og þú ert með það disabled hjá þér. þá er allt fuckd up